Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 42
34 16. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR                                                Sendu sms BTC CLF á númerið 1900og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 17. janúar! ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is 12 - 24V “booster” Frábært verð. Start- og hleðslutæki Auglýsingasími – Mest lesið Enski FA-bikarinn: Liverpool-Luton 5-0 1-0 Ryan Babel (45.), 2-0 Steven Gerrard (52.), 3-0 Sami Hyypia (57.), 4-0 Steven Gerrard (64.), 5-0 Steven Gerrard (72.). Liverpool mætir utandeildarliðinu Havant & Waterlooville FC eða Walsall FC í 4. umferð. Reading-Tottenham 0-1 0-1 Robbie Keane (15.). Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnars- son var ekki í leikmannahópi liðsins. Tottenham mætir Manchester United í 4. umferð. Millwall-Walsall 2-1 Bury-Norwich 2-1 Spænski konungsbikarinn: Barcelona-Sevilla 0-0 Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 56. mínútu. Barcelona komst áfram í 8-liða úrslit á mörkum skoruðum á útivelli. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Það hafa verið tals- verð meiðsli og veikindi í herbúð- um íslenska landsliðsins síðustu daga en flestir leikmenn eru að skríða saman nú þegar aðeins einn dagur er í að EM byrji. Allir leikmenn liðsins fyrir utan Bjarna Fritzson og Jaliesky Garcia Padron tóku þátt í léttri æfingu liðsins í gær en þeir Bjarni og Garcia létu sér nægja að skokka örlítið. Bjarni hefur verið að glíma við erfið meiðsl í maga og svo var hann þess utan að meiðast á læri. Garcia á að vera orðinn heill heilsu og klár í slaginn. Þeir Logi Geirsson og Einar Hólmgeirsson sem hvíldu í seinni leiknum gegn Tékkum tóku þátt í æfingunni í gær og verða tilbúnir í slaginn gegn Svíum. Sömu sögu er að segja af Alexander Peters- son sem er allur að koma til. Alfreð talaði um að hann myndi kannski hvíla Sverre Jakobsson gegn Svíum en Sverre sagðist í gær sjálfur vera til í að spila og vonaðist eftir því að fá að taka þátt í leiknum enda væri erfitt að sitja utan vallar og horfa á. - hbg Meiddir leikmenn landsliðsins að skríða saman einum degi fyrir EM í Noregi: Batnandi heilsufar landsliðsins KÖNGULÓARHLAUP Einar Hólmgeirs- son, Sverre Jakobsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Hannes Jón Jónsson á fyrstu æfingunni í Þrándheimi í gær. FRÉTTABLAÐÐ/PJETUR FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í markalausu jafntefli gegn Sevilla í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitunum spænsku bikarkeppn- innar. Þessi úrslit nægðu Barcelona til þess að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Sevilla. Markið hans Thierry Henry í fyrri leiknum sá því til þess að Börsungar slógu bikarmeistara síðasta árs úr leik. Eiði Smára var skipt útaf á 55. mínútu fyrir Bojan Krkic en Eiður Smári byrjaði fyrir aftan þá Thierry Henry og Giovani Dos Santos og átti eitt gott skot í fyrri hálfleik sem var varið. - óój Eiður Smári hjá Barcelona: Lék fyrstu 55 mínúturnar TVEIR LEIKIR Í RÖÐ Eiður Smári var í byrjunarliðinu hjá Barcelona í gær líkt og um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Knattspyrnufélagið ÍA verður í brennidepli á heimasíðu knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, í kvöld þegar fyrst verður hægt að nálgast stutta heimildar- mynd um öflugt unglingastarf ÍA. Í myndinni er vakin athygli á fjölda þeirra leikmanna sem hafa farið út í atvinnumennsku eftir að hafa alist upp í herbúðum félags- ins. Heimildarmyndin er hluti af þáttaröð sem ber nafnið Training Ground eða æfingarvöllur og er liður í herferð UEFA til þess að styrkja grasrótarhreyfingu knatt- spyrnunnar um allan heim. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri ÍA, er einn af þeim fjölmörgu leik- mönnum sem fóru út í atvinnu- mennsku eftir að hafa alist upp á Akranesi og segir þáttinn góða viðurkenningu fyrir félagið. „Myndatökumenn á vegum UEFA voru að taka upp úrslita- keppni U-19 ára landsliða kvenna á Akranesi síðasta sumar þegar þeir byrjuðu að grennslast fyrir um ÍA og urðu heillaðir af sögu félagsins. Þeim fannst merkilegt að svona lítið bæjarfélag gæti framleitt þvílíkt magn af góðum knattspyrnumönnum og þessi umfjöllun er mjög skemmtileg fyrir okkur og góð viðkenning fyrir félagið,“ sagði Þórður í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Grétar Rafn Steinsson er nýjasti fyrrverandi leikmaður ÍA til þess að komast á fyrirsagnirnar, en hann kom til ÍA þegar hann var 15 ára gamall og er nú á leið til Bolt- on í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið með BSC Young Boys í Sviss og AZ Alkmaar í Hollandi. - óþ Útrás knattspyrnumanna af Akranesi verður í brennidepli á heimasíðu UEFA: Þáttur um uppeldisstarf ÍA VIÐURKENNING Þórður Guðjónsson segir umfjöllun UEFA góða viðurkenningu fyrir félagið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Liverpool komst í fjórðu umferð FA-bikarsins með auð- veldum sigri gegn Luton og Tottenham hafði betur gegn Reading á útivelli. Leikmenn Liverpool byrjuðu leikinn með því að pressa gestina hátt uppi á vellinum eins og fyrir var spáð og Luton varðist af kappi og virtist ganga betur í vörninni, ef eitthvað var, eftir því sem leið á leikinn og allt stefndi í marka- lausan fyrri hálfleik. En á loka- mínútu hálfleiksins náði Liver- pool loks að brjóta vörn gestanna á bak aftur og áðurnefndur Babel skoraði gott mark eftir undirbún- ing Stevens Gerrard og Fernando Torres. Seinni hálfleikur hófst með sama hætti og sá fyrri endaði og Liverpool bætti fljótlega við öðru marki. Jermaine Pennant tók þá sprett upp hægri kantinn og sendi háa sendingu á fjærstöngina þar sem Peter Crouch kom boltanum út í teiginn á Steven Gerrard sem skallaði hann í netið. Þriðja markið kom svo á 57. mínútu þegar Gerrard tók horn- spyrnu og Sami Hyypia skallaði boltann í varnarmann Luton og þaðan fór hann í markið og lið Luton gjörsamlega heillum horfið. Gerrard var ekki hættur og skor- aði fjórða mark Liverpool og sitt annað mark í leiknum á 64. mín- útu með skoti frá vítateigslínunni niðri í hornið hægra megin. Fimmta markið kom á 72. mínútu þegar Gerrard fullkomnaði þrennu sína með skoti fyrir utan teig og þar við sat. Ívar Ingimarsson var á sínum stað í byrjunarliði Reading þegar Tottenham kom í heimsókn á Madejski-leikvanginn en Brynjar Björn var fjarri góðu gamni að þessi sinni. Gestirnir fengu óskabyrjun þegar framherjinn Robbie Keane skoraði af stuttu færi strax á 15. mínútu leiksins og það reyndist vera eina mark leiksins. Totten- ham fær að launum verðugt verk- efni í fjórðu umferð þar sem Eng- landsmeistarar Manchester United taka á móti liðinu. omar@frettabladid.is Gerrard skoraði þrennu Fimm leikir fóru fram í FA-bikarnum á Englandi í gærkvöldi og þar af voru þrjú úrvalsdeildarlið í eldlínunni. Liverpool fór létt með Luton á Anfield og Tot- tenham gerði góða ferð á Madejski-leikvanginn og vann heimamenn í Reading. MARK Finninn Sami Hyypia stekkur hér hæst til þess að skora þriðja mark Liverpool gegn Luton í gærkvöldi. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.