Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 1
Landsbankinn Close Lands- bankinn tilkynnti um hugsanlegt yfirtökutilboð bankans og Cenkos Securities í breska fjármálafyrir- tækið Close Brothers Group. World Class á markað Líkams- ræktarkeðjan World Class verður hugsanlega skráð á markað, að sögn Björns Leifssonar eiganda. World Class rekur hér sjö lík- amsræktarstöðvar, en að auki kom Björn að stofnun keðju í Danmörku sem nú rekur sextán líkamsræktarstöðvar. Gnúpur samdi Fjárfestingar- félagið Gnúpur náði samkomu- lagi við lánardrottna um endur- skipulagningu félagsins. Þá keypti Pálmi Haraldsson, oft kenndur við Fons, rúmlega sex prósenta hlut Gnúps í FL Group á tíu milljarða króna. Bætt aðgengi Samkvæmt nýjum reglum Seðlabankans verður ís- lenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að leggja inn í Seðlabank- ann erlend bréf í erlendri mynt og svokölluð tryggð skuldabréf sem tryggingu fyrir lánum í íslensk- um krónum. Barist við verðbólgudraug Englandsbanki og Evrópski seðlabankinn héldu stýrivöxtum óbreyttum þrátt fyrir kröfu um lækkun. Verðbólguþrýstingur í skugga samdráttar stýrir ákvörð- unum bankanna. Keyptu Hamé Íslenska fjár- festingarfélagið Nordic Partn- ers keypti Hamé, stórt matvæla- fyrirtæki í Mið- og Austur-Evrópu. Starfsmenn Hamé eru um þrjú þús- und og veltan í fyrra nam sautján milljörðum íslenskra króna. Ásgeir Davíðsson Keypti viskíflösku á milljón 14 Laxveiðisumarið Engin kreppa í laxveiði 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 16. janúar 2008 – 3. tölublað – 4. árgangur Metvelta í skuldabréfum Ár skuldabréfanna runnið upp 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Verðmæti gullforða Seðlabank- ans hefur aukist um sjö hundruð milljónir króna undanfarinn einn og hálfan mánuð. Heimsmarkaðsverð á gulli hefur hækkað mikið að undan- förnu og fór í 914 Bandaríkjadali á únsu í fyrradag. Viðlíka verð hefur aldrei sést fyrr. Seðlabankinn geymir 64 þús- und únsur af gulli, eða sem nemur ríflega 1,8 tonnum. Gullforðinn hefur aukist um 4.000 únsur frá árinu 2000, eða sem nemur tæpum 115 kílóum. Verðgildi gullsins nam þremur milljörðum og ríflega fjöru- tíu milljónum betur í nóvember, en mánuði síðar hafði verðmæti þess vaxið í rúmlega 3,3 milljarða króna. Frá áramótum hefur gull- verðið hækkað enn og má ætla að verðmæti Seðlabankagullsins nú nemi ríflega 3,7 milljörðum króna. Verð á gulli á heimsmarkaði hefur hækkað um rúmlega 50 prósent síðastliðna tólf mánuði. Helsta skýringin fyrir verðþróun- inni er fjármálakrísan sem valdið hefur hruni á hlutabréfamörkuð- um víða um heim samfara mik- illi gengislækkun á Bandaríkjadal en af þeim sökum hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefð- bundnari fjárfestingakostum, svo sem í gulli og öðrum málmum. Darren Heathcote, sérfræðing- ur hjá fjármálafyrirtækinu In- vestec Australia, segir í samtali við Associacted Press-fréttastof- una í gær að þótt verðið sé hátt nú sé enn rými fyrir frekari verð- hækkun vegna óvissunar á fjár- málamörkuðum. - jab/ikh Verðmæti gullforðans eykst Seðlabankinn á tæp tvö tonn af gulli sem hefur snarhækkað í verði. Óli Kristján Ármannsson skrifar „Ég held að í svona árferði sé mjög mikilvægt að halda ró sinni. Menn þurfa að greina tímabundna erfiðleika frá lengri tíma vandamálum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME). Hann fór yfir stöðu fjármálafyrirtækja hér á fundi sem Félag um fjárfestatengsl hélt í gær- morgun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Jónas segir undirstöðu bankanna almennt vera traustar og afkomu þeirra góða síðustu ár. Jafn- vel þótt frá væru dregnar óreglulegar fjármagns- tekjur og einungis litið til arðsemi af kjarnastarf- semi þá segir hann bankana fyllilega standast samanburð við norræna banka. „Eiginfjárhlutfall þeirra er mjög sterkt og þeir geta staðist veruleg áföll.“ Flesta bankana segir hann geta bætt við út- lánaáhættu því hún sé ágætlega dreifð og mark- aðsáhættu sé mætt með hærra eiginfjárhlutfalli en gangi og gerist hjá norrænum bönkum. Aukin- heldur segir Jónas að lækkun á gengi hlutabréfa bankanna hafi verið í samræmi við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. En þrátt fyrir að staðan sé almennt traust segir Jónas ýmis verkefni fram undan. „Að mínu viti snúa þau helst að fjármögnun og samþættingu á starfsemi bankanna milli landa.“ Í máli sínu beindi Jónas sjónum helst að stóru bönkunum þremur, enda segir hann þá skipta mestu fyrir fjármálastöðugleikann. „Þeir standast samanburð við norræna banka, bæði hvað varðar hagkvæmni og arðsemi af kjarnastarfsemi. Þannig hefur arður af fjármálastarfsemi að miklu leyti verið viðbót við tekjurnar af kjarnastarfseminni.“ Öðru máli segir hann gegna um sparisjóðina þar sem hagnaður af kjarnastarfsemi hafi ekki verið nægilega mikill og fyrst og fremst borinn uppi af markaðsverðbréfum. „Því má búast við meiri sveiflum í afkomu þeirra en hjá bönkunum.“ Mikilvægt að halda rónni í erfiðu árferði Grunnstaða fjármálafyrirtækjanna er góð, segir forstjóri FME. Búast má við meiri sveiflum í afkomu sparisjóða en banka. Verkefnin fram undan snúa að fjármögnun og samþættingu. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com www.lausnir.is fi nndu rétta tóninn… Verðmæti afla sem seldur er á innlendum fiskmörkuðum nam 15,5 milljörðum króna í fyrra og hefur aldrei verið meira. Þrátt fyrir meira verðmæti var minna framboð en árið á undan. Meðalverð á hvert kíló var 159 krónur og hefur aldrei verið hærra. Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofu fiskmarkaða, segir að eftirspurn eftir fiski aukist stöðugt. Hér á landi hefur verðmæt- ið aukist mikið síðustu ár. Til að mynda nam það 11,5 milljörðum árið 2000 og hefur því aukist um fjóra milljarða. - ikh / Sjá síðu 12 Met í fisksölu KARPAÐ UM FISKVERÐIÐ Fiskverð á mörkuðum hérlendis hefur aldrei verið hærra en í fyrra.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.