Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 6
 16. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 MARKAÐURINN F R É T T A S K Ý R I N G S íðasta ár var metár í sölu veiðileyfa og þótt skrítið sé sýnist mér stefna í annað metár núna 2008 þrátt fyrir allar þessar væringar í peningamálunum,“ segir Árni Baldursson, eigandi og forstjóri fyrirtækisins Laxár, en það er umsvifamikið í sölu leyfa, bæði hér heima og erlendis. Hann segir að um þessar mundir sé verið að greiða inn á og staðfesta pantanir og ekki að sjá nein áhrif lausafjárþurrðar fjármálaheims- ins þar. „Maður var farinn að búa sig undir að eitthvað myndi drag- ast saman, en það er bara nánast allt uppselt.“ Árni segist telja að veiðisportið sæki sífellt á og verði vinsælla með hverju árinu sem líður. „Við erum í þessu víðar en heima á Íslandi; í Rússlandi, Argentínu, Skotlandi og úti um allt og horfur eru bara mjög góðar alls staðar í sölunni. Það vilja allir veiða,“ segir hann og telur náttúrufar ráða meiru um breyttar áherslur í veiðileyfasöl- unni þetta árið. Í fyrra fór veiði nefnilega seint af stað, dróst fram eftir öllu sumri en tók svo ræki- lega við sér síðsumars. „Ég finn fyrir að áherslurnar breytast. Núna vilja menn koma seinna þannig að ásókn í hásum- arið og haustið er miklu meiri og minni í vorið, sem þó er oft skemmtilegasti tíminn til veiða.“ Við þessu segir Árni brugðist með því að lækka verðið á vordögunum og hækka verð daga yfir hásum- arið og haustið. „Það er eiginlega ekkert annað að gera. Haust veiðin er orðin mjög vinsæl og hrygnir ekkert fyrr en í ágúst þannig að í ágúst og september er bullandi veiði. Við höfum því sett verðið upp þar og lækkað það í júní og byrjun júlí.“ STANGAFJÖLDI BREYTIST LÍTIÐ Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir viðskipti með veiðileyfi nokkuð í föstum skorðum og sömu við- skiptavinirnir kaupi leyfin ár eftir ár. „Undanfarin ár hefur verið lítið af lausum veiðileyfum á al- mennan markað,“ segir hann og bætir við að þarna séu fyrirtæki stórtæk á ákveðnum tímum og sitji nú að leyfum sem áður hafi verið til sölu á erlendum markaði. „Út af fyrir sig hefur það samt ekki orðið til að hækka verð á leyfum, en hins vegar hefur verið vaxandi eftirspurn eftir laxveiði í heiminum og verð á veiði leyfum farið stighækkandi undanfarin ár. Í sjálfu sér sjáum við engin teikn á lofti um að það breytist.“ Á móti segir Óðinn koma að silungsveiði á stöng hafi farið vaxandi og þar séu veiðileyfi ódýrari og meiri hreyfing á þeim. „Almenni veiði- maðurinn hefur því kannski svo- lítið verið að færast í þá áttina, enda hafa gæði þeirrar veiði líka vaxið.“ Stangafjöldi í laxveiði hefur verið svipaður undanfarna ára- tugi, en háð er leyfum hvað veiði- félög geta leyft veiði á marg- ar stangir í hverri á. „Stöngum í ám hefur ekki verið fjölgað mörg undanfarin ár, nema þar sem komið hefur verið til að veiði hefur verið aukin og öðrum þræði búin til, svo sem í Rangánum með sleppingu seiða.“ Þá segir Óðinn hafa áhrif á markaðinn að veiðitíminn sé að styttast. „Undanfarin ár hefur verið vöntun á stórlaxi, en hann hefur haldið uppi veiðinni fram- an af tímabilinu og því mörg félög sem hefja veiðina seinna. Því má segja að stangadögum hafi að- eins fækkað af þessum sökum.“ Síðasta sumar fór veiðin hins vegar óvenjuseint af stað, en þar segir Óðinn hafa komið til áhrif af óvenjumikilli þurrkatíð. Líkt og Árni segir Óðinn að sala veiðileyfa fyrir sumarið hafi farið kröftuglega af stað. „Menn sjá ekki að einhver slaki sé kom- inn í eftirspurn á veiðileyfum, frekar en undanfarin ár. Síðan er þetta náttúrlega þannig að þetta eru viðskipti sem byggja á efna- hagsástandi, en við sjáum um ekki enn að það sem verið hefur að gerast undanfarnar vikur sé farið að hafa áhrif á þennan mark- að,“ segir hann, enda þurfa fyrir- tæki, líkt og bankarnir sem dug- legir eru að bjóða í veiði, fremur að styrkja samband sitt við við- skiptavini og -félaga þegar herðir að. Óðinn segir enda að þegar mál séu skoðuð ofan í kjölinn sé lax- veiðin og sú einstaka upplifun sem hér er í boði í þeim efnum ekki svo dýr miðað við að hafa ofan af fyrir fólki með ýmsum öðrum hætti. „Ég held að fyrir- tækin hafi uppgötvað það undan- farin ár að það er alveg einstakt að geta boðið upp á slíka upplifun í íslenskri náttúru, auk þess sem þetta er góður vettvangur til að skapa sambönd og traust kynni í viðskiptaheiminum.“ VERÐ NÁLÆGT HÁMARKI Varðandi verð á veiðileyfum segir hann þar miklu muna á hæsta og lægsta, enda fari það bæði eftir gæði veiðinnar og þeirri að- stöðu og þjónustu sem boðið er upp á. Hann bendir á að gríðar- legir fjármunir hafi verið lagð- ir í að byggja veiðihús og endur- nýja þau sem eldri eru. „Svo er víða gert mjög vel við veiðimenn í mat og verðið fer eftir þessum þáttum.“ Í fínustu veiðihúsunum er þjónað til borðs og þau í raun starfandi hágæðaveitingahús yfir veiðitímann. „Menn geta verið að sjá veiðileyfi sem kosta á þriðja hundrað þúsund krónur dagurinn og síðan getur þetta verið skal- inn allt niður í fimm þúsund krón- ur á dag.“ Hinn endinn á veiðileyfasöl- unni snýr svo að leigu veiði félaga á ánum til þeirra sem selja svo leyfin á þessum markaði. „Í nán- ast öllum tilvikum er þetta þannig að árnar eru leigðar út til leigu- taka sem síðan sér um sölu veiði- leyfa og sér um alla þjónustu á staðnum,“ segir Óðinn. Hart er bitist um ár þegar þær losna, en stórir á þessum mark- aði eru til dæmis Laxá ehf., fyrir- tæki Árna Baldurssonar, Stanga- veiðifélag Reykjavíkur og Lax ehf., sem kennt er við Nóatúns- feðga og fleiri. Óðinn segir samninga milli veiðifélaganna og leigutaka alla jafna tímabundna, gjarnan bundna í þrjú til fimm ár. „Í mörgum tilvikum eru samning- ar svo framlengdir, oft með ein- hverjum endurskoðunarákvæð- um, og í öðrum tilvikum eru árnar settar í útboð á almennum markaði og óskað eftir tilboðum þegar samningar eru úti. Undan- farið hefur verið mjög mikil sam- keppni um árnar og síðasta eitt og hálfa árið hafa þær hækkað mjög í verði.“ Þannig eru nokkrir þætt- ir sem þrýst hafa á um hækkandi verð veiðileyfa undanfarin ár, slagurinn um árnar og svo vax- andi eftir spurn eftir veiðileyfum. Margir telja þó að verðið hljóti að vera nálægt hámarki um þess- ar mundir, að minnsta kosti telja tæp 72 prósent sem þátt tóku í könnun á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur að það hafi náð há- marki að sinni. En 28,3 prósent telja veiðileyfi enn geta hækkað. ÓÐINN SIGÞÓRS- SON ÁRNI BALDURS- SON VEITT Í ELLIÐAÁM Í SUMAR Stangaveiðifélag Reykjavíkur annast sölu veiðileyfa í Elliðaánum. Þar bar á „svæsnum“ veiðiþjófnaði í haust. Svo er frá því greint á vef félagsins að fyrir helgina hafi fundist net í neðanverðri Korpu/Úlfarsá og í því nýlega dauðir laxar. Segir að nýlunda sé að veiði- þjófnaður sé stundaður yfir vetrarmán- uðina enda laxinn nánast óætur með öllu og illa haldinn. MARKAÐURINN/GVA Í laxveiðinni er engin niðursveifla Sala er hafin á laxveiðileyfum fyrir næsta sumar og fer kröftuglega af stað án þess að þrengingar í efnahagslífinu virðist hafa þar áhrif á. Verð á leyfum hleypur á stóru bili, frá nokkur þúsund krónum upp í á þriðja hundrað þúsund króna fyrir daginn. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér horfurnar og ræddi við þá Óðin Sigþórsson, formann Landssambands veiðifélaga, og Árna Baldursson hjá Laxá ehf. L A X I N N Hér á landi finnast laxastofnar í ám í öllum landshlutum. Flestir laxar eru fangaðir í ám á Vesturlandi og ár í Borgarfirðinum eru þar mikilvægastar. Önnur mikilvæg laxasvæði eru sögð Húnavatnssýslur, Þingeyjarsýslur og Vopnafjörður. Lax hrygnir í fersku vatni að hausti og hrognin þroskast yfir veturinn grafin í möl straumvatna. Á vorin klekjast hrognin út og seiðin helga sér svæði á botninum, þar sem þau síðan dvelja næstu tvö til fjögur árin. Þegar seiðin hafa náð ákveðinni stærð og þroska fara þau í gegnum ferli sem nefnist smoltun, en svo nefnist undirbúningur fyrir það að yfirgefa ferskvatnið og ganga til sjávar. Í sjó dvelur laxinn í eitt til þrjú ár og tekur þá út mestallan vöxt sinn. Eftir dvöl í hafi leitar fullorð- inn kynþroska lax upp í sína heimaá til hrygningar og gengur lax upp í ár á Íslandi frá maílokum til ágústloka. Laxinn dvelur svo í ánni fram að hrygn- ingu. Heimild: Veiðimálastofnun NÝTT ELDHÚS MEÐ BREYTTUM ÁHERSLUM Bergstaðastræti 37 s. 552 5700 holt@holt.is www.holt.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.