Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 16. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T U ndanfarin ár hafa sjónir manna nánast eingöngu beinst að hluta- bréfamarkaði, á meðan færri hafa gefið skuldabréfamarkaði gaum. Margar skýringar kunna að liggja þar að baki. Ein er þó líklega sú að ekki hefur verið sami dýrðarljómi yfir skuldabréfum og hlutabréfum, enda eru sveiflur á skulda- bréfamarkaði ekki jafn tíðar og á hluta- bréfamarkaði og þar af leiðandi er jafnan minni áhætta af fjárfestingu í skuldabréfum. Ofan á þetta bætist síðan sú staðreynd að skuldabréfamark- aðurinn er að mörgu leyti lokaðri og tor- skildari en hluta- bréfamarkaðurinn. Auðveldara er fyrir hinn almenna fjár- festi að mynda sér skoðun á fyrirtæki í rekstri, heldur en til að mynda Spariskír- teinum ríkissjóðs númer 89/2A10. Undanfarna daga og vikur hefur hins vegar orðið breyting á. Velta á skuldabréfamark- aði í Kauphöllinni hefur stóraukist og í síðustu viku var veltumetið slegið nánast daglega. Á þessu eru eðlilegar skýringar enda hafa erfiðar aðstæður á hlutabréfamarkaði leitt til þess að fjár- festar leita í aukn- um mæli í örugg- ari fjárfestingar. Skuldabréfamark- aðurinn er því líf- legri en áður, og margir fjárfestar hafa séð ástæðu til að leita skjóls þar undan slagviðrinu sem ríkt hefur á hlutabréfamarkaði. „Hluta- og skulda- bréfamarkaðirnir þróast sjaldnast í takt. Íslenski skuldabréfa- markaðurinn er einstakur í sinni röð á Vest- urlöndum að því leyti að raunvextir og nafn- vextir eru hér gífurlega háir,“ segir Gísli Hauksson, skuldabréfamiðlari hjá Kaup- þingi. FJÓRÐUNGUR SKIPTI UM HENDUR Skuldabréf eru skilgreind sem einhliða og skrifleg yfirlýsing skuldara um skyldu hans til að greiða öðrum aðila, sem oftast er nefnd- ur kröfuhafi, peninga. Nafngiftin er raunar barn síns tíma, enda fá menn sjaldnast skír- teini upp á gamla mátann nú til dags. Við- skipti með skuldabréf eru nánast einungis rafræn. Útgáfa skuldabréfa er hefðbundin leið fyrir fyrirtæki, ríki og einstaklinga til að afla fjár. Margir kannast eflaust við lánshæfismats- fyrirtækin Moody´s og Standard & Poor´s. Fyrirtækin gefa útgefendum skuldabréfa einkunn á grundvelli þess hversu líklegt er talið að staðið verði við greiðslur vaxta og höfuðstóls. Einkunnirnar eru á bilinu Aaa og niður í D, þar sem Aaa er hæst en D lægst. Ís- lenska ríkið nýtur nú, til að mynda, lánshæfis- einkunnarinnar Aaa hjá Moody´s. Stærstu einstöku útgefendur skuldabréfa á Íslandi eru Íbúðalánasjóður, sem gefur út fjóra skuldabréfaflokka, og íslenska ríkið, sem gefur út fimm flokka. Heildarvirði hús- bréfanna svokölluðu er um 480 milljarðar króna, en ríkisbréfanna um níutíu milljarðar króna. Heildarvirði skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum í landinu er um fjögur hundruð milljarðar króna. Til marks um þá miklu veltu sem verið hefur á skuldabréfamarkaði undanfarna daga er sú staðreynd að fyrstu þrjá dagana í síðustu viku nam velta ríkis- og húsbréfanna samanlagt 150 milljörðum króna. Með öðrum orðum: tuttugu og sjö prósent skuldabréfa í þessum tveimur stærstu flokkum, skiptu um hendur. Bréfin eru gefin út til mismunandi langs tíma, þannig má nálgast húsbréf með allt frá tíu ára líftíma og upp í 42 ár. Undanfarin ár hefur Seðlabankinn hækk- að stýrivexti sína hratt og standa þeir nú í 13,75 prósentum. Umhverfið hefur því verið skuldabréfaviðskiptum að mörgu leyti óhag- stætt, enda lækkar virði skuldabréfa þegar vaxtakostnaður eykst. Tilfinning margra á markaðnum er nú sú að snarpt vaxtalækkunarferli sé fram undan og skuldabréf því fýsilegri fjárfestingarkost- ur en ella. „Þegar menn áttuðu sig á því að hugsanlega væri hörð lending fram undan í hagkerfinu fóru menn að fara inn í skulda- bréfin í auknum mæli, og nú síðustu tvær vikur hefur algert rallí farið í gang. Veltan hefur verið margföld við það sem venjulega hefur verið og veltumetið slegið dag eftir dag. Fjárfestar eru greinilega að færa sig úr hlutabréfum í skuldabréf í kjölfar óróa síð- ustu vikna,“ segir Gísli Hauksson. ÁVÖXTUNARKRAFAN SKIPTIR ÖLLU Grundvallarmunurinn á hlutabréfum og skuldabréfum er sá að hlutabréf tryggja þér enga ávöxtun. Það gera hins vegar verð- tryggð skuldabréf. Þegar markaðsaðili gefur út skuldabréf skuldbindur hann sig til að greiða handhafa þess ákveðna upphæð, auk vaxta. Til dæmis má gefa sér að fyrirtæki hér á landi gefi út skuldabréf upp á eina milljón króna með tíu prósent nafnvöxt- um. Kaupandi skuldabréfsins gengur því að milljóninni á gjalddaga og fær auk þess tíu prósenta vexti á ári hverju. Ár skuldabréfanna er runnið upp Velta með skuldabréf hefur margfaldast undanfarnar vikur í kjöl- far óróa á hlutabréfamarkaði. Fyrstu þrjá dagana í síðustu viku skiptu 27 prósent bréfa í tveimur stærstu skuldabréfaflokkunum um hendur. Takmarkað framboð og mikil eftirspurn hefur valdið snörp- um verðhækkunum og spá sérfræðingar því að eftirspurn haldi enn áfram að aukast. Næstu tvö ár verði ár skuldabréfanna. Jón Skaftason kynnti sér íslenska skuldabréfamarkaðinn. „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verð- tryggðra og óverð- tryggðra skuldabréfa hefur hækkað tölu- vert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröft- ugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálms- dóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. Þegar gengi skulda- bréfa hækkar, lækkar ávöxtunarkrafan. Á íbúðabréfum hefur ávöxtunarkrafan lækkað um 25 til 75 punkta það sem af er ár. Hjördís segir þær miklu sveiflur sem verið hafa á skulda- bréfamarkaði endur- spegla mismunandi væntingar á markaðn- um um hvenær vaxta- lækkunarferli Seðla- bankans hefjist. „Við hér í Glitni höfum spáð því að vaxtalækk- unarferli Seðlabank- ans hefjist í maí, en aðrir hafa talið að það hefjist fyrr á árinu. Ef okkar spá gengur eftir er hætt við því að það verði dýrt að halda bréfunum næstu mán- uði, enda eiga menn þá kost á góðum peninga- markaðsvöxtum.“ Verðbólguvæntingar hafa jafnframt áhrif á verðtryggð skulda- bréf. Lækkun á gengi krónunnar hefur alla- jafna þau áhrif að verð- bólguhættan eykst og það þýðir að virði verð- tryggðra skuldabréfa eykst og ávöxtunar- krafan lækkar. „Yfir- leitt er það þannig að þegar krónumarkaður- inn hnerrar þá snýtir skuldabréfamarkaður- inn sér. Það hefur þó aðeins breyst undan- farið og stundum höfum við séð að gengi skuldabréfa lækkar þrátt fyrir lækkanir á gengi krónunnar. Þarna takast á sjónar- mið um aukna hættu á verðbólgu og vænt- ingar um að vaxta- lækkun sé hugsanlega ekki alveg handan við hornið.“ - jsk Gæti orðið dýrt að halda bréfunum Gengi skuldabréfa ræðst að stórum hluta að væntingum manna til stýrivaxtalækk- ana. Verðbólga veldur einnig aukinni eftir- spurn eftir verðtryggðum skuldabréfum. Bókin Liar‘s Poker eftir Michael Lewis segir sögu skuldabréfamiðlara á Wall Street á níunda áratugnum. Aðalsöguhetjan er Lewis sjálfur, en sagan segir af framgangi hans hjá einum stærsta fjárfestingarbanka heims í þá daga, Salomon Brothers. Bókin þykir lýsa vel þeirri stemningu sem ríkti á Wall Street í miðju gullæði níunda ára- tugarins. Lewis var fljótur að skríða upp met- orðastigann hjá Salomon Brothers, þrátt fyrir að kunna að eigin sögn lítið fyrir sér. Hann lýsir starfsumhverfinu sem ekki ólíku því sem gjarnan ríkir í búningsklefum íþróttaliða; ungir menn sem tala hver í kapp við annan og þótt- ust vita meira en þeir í rauninni gerðu. Raun- ar er Lewis tíðrætt um „frumskógarlögmál- ið“ sem ríkti meðal miðlaranna og lýsir því hvernig hann sjálfur, nýútskrifaður úr háskóla, hafi fljótlega handfjatlað milljónir Bandaríkja- dala á dag. Salomon Brothers komst í fremstu röð með því að nýta sér nýsett lög frá banda- ríska þinginu sem heimiluðu viðskipti með húsnæðisskuldabréf. Bankinn var fyrstur til að nýta sér þessa nýju tekjumöguleika undir stjórn hins goð- sagnakennda miðlara Lewie Rani- eri. Síðar komu keppinautarnir á Wall Street upp á lagið með viðskipti með hin nýju skuldabréf og tekjur Salomon Brothers snarminnkuðu. Bankinn hafði þá eytt gríðarlegum fjárhæð- um í launakostnað, uppbyggingu nýrra höfuðstöðva í Lundúnum og fjölgun starfsmanna, og lenti því á endanum í rekstr- arvandræðum. Steininn tók síðan úr þegar fjármálaeftir litið komst á snoðir um vafasöm skuldabréfavið- skipti Salomon Brothers og sektaði bankann um 290 milljónir Bandaríkjadala, sem þá var lang- hæsta sekt sem nokkrum markaðsaðila hafði verið gert að greiða. Salomon Brothers var Saga skuldabréfamiðlara

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.