Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.01.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 16. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 A T V I N N U L Í F I Ð F Ó L K Á F E R L I Gunnar Haraldsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðs stjóri Ísafoldar- prentsmiðjunnar. Hann á að baki rúmlega tuttugu ára reynslu sem starfsmaður Prentsmiðjunnar Odda, nú síðast sem sölu-, rekstrar- og þjónustustjóri. Samhliða því hefur Ámundi Sigurðsson verið ráðinn sem sölu- maður hjá Ísafoldarprentsmiðju. Ámundi starfaði áður í tvö ár sem sölumaður hjá Prentsmiðjunni Odda. Fram kemur í tilkynningu frá Ísafoldarprentsmiðju að með ráðningunum styrki félagið söludeild sína til muna, en það sé liður í þeirri stefnu félagsins að auka á árinu verulega þjón- ustuframboð sitt á prentmarkaði. - jsk TVEIR NÝIR HJÁ ÍSAFOLD ÁMUNDI SIGURÐSSON GUNNAR HARALDSSON S J Á V A R Ú T V E G U R „Það er alltaf meiri og meiri eftir spurn eftir fiski,“ segir Eyj- ólfur Þór Guðlaugsson, fram- kvæmdastjóri Reiknistofu fisk- markaða. Samkvæmt yfirliti reiknistof- unnar hefur verðmæti afla sem seldur var hér á fiskmörkuð- um í fyrra aldrei verið meira, eða 15,5 milljarðar króna. Verð- mætið jókst um fimm prósent frá árinu á undan, þrátt fyrir að ríflega átta prósentum minna hefði verið selt en árið 2006. Hér eru undir allar tegundir sem seldar eru á fiskmörkuðum hér- lendis. Meðalverð á kíló hefur jafn- framt aldrei verið hærra, eða 159 krónur. Þorskkvótinn var skorinn niður um þriðjung á þessu fisk- veiðiári. Jón segir að hátt afla- verð mildi áhrifin af skerð- ingunni. „En hvort það nær að dekka þetta er annað mál.“ Fram kemur í vefriti fjármála- ráðuneytisins að verðmæti út- fluttra sjávarafurða hafi dregist nokkuð saman í desember, en sé engu að síður hátt í sögulegu samhengi. Fiskafurðir eru um 40 prósent útflutningstekna. Fram kom í Markaðnum fyrir skömmu að afurðaverð erlendis væri í sögu- legu hámarki. - ikh Mesta aflaverðmæti frá upphafi vega V E R Ð M Æ T I Ð Verðmæti afla sem seldur var á inn- lendum fiskmörkuðum 2000-2007, í milljónum króna: 2007 15.574 2006 14.822 2005 11.673 2004 11.300 2003 11.382 2002 13.755 2001 14.632 2000 11.560 STÓRÞORSKUR Á LANDI Þótt minna hafi veiðst í fyrra en árið á undan jókst aflaverðmætið umtalsvert. G CI G RO U P G RE Y A LM A N N AT EN G SL *Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar. ** Ásamt Lincoln Navigator. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.