Fréttablaðið - 16.01.2008, Síða 21

Fréttablaðið - 16.01.2008, Síða 21
H A U S MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2008 A T V I N N U L Í F I Ð O R K A & I Ð N A Ð U R L A N D B Ú N A Ð U R „Við gerðum ekki ráð fyrir mörgum umsóknum og bjugg- umst jafnvel við því að þurfa að auglýsa aftur,“ segir Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri hjá Orkustofnun. Stofnunin hefur ráðið Þórar- in Svein Arnarson, doktor í hag- fræði, til starfa sem olíusér- fræðing. Hann starfaði áður hjá Hafrannsóknastofnun. Einn annar sótti um starfið. Þórarinn Sveinn mun eink- um vinna við fyrirhugaðar leyfisveitingar til olíuleitar á svonefndu Drekasvæði á Jan Mayen-hrygg. Gert er ráð fyrir að byrjað verði að veita leyf- in eftir ár. Gera þarf ýmsar laga- og reglugerðarbreytingar vegna þessa og taka mörg ráðu- neyti þátt í því. Þar á meðal eru iðnaðar-, fjármála- og umhverfis- ráðuneyti. - ikh Olíusérfræðingur ráðinn „Við erum að skoða að afnema kjarn- fóðurtollinn. Það er mikill áhugi fyrir þessu í landbúnaðin- um,“ segir Einar K. Guðfinnsson, sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra. Einar segir að verð á áburði, kjarn- fóðri og fleiru hafi hækkað hratt, því sé tollur- inn í endurskoðun. „Þetta skýr- ist í mars í síðasta lagi, hvað verður.“ Tvö fyrirtæki framleiða kjarnfóður hér á landi, í heild um níutíu þúsund tonn á ári, en innflutningur er hverfandi. Guðbjörg Jónsdóttir kúabóndi gagnrýndi í seinasta Markaði að lítil samkeppni væri á fóður- markaði, þar sem lítið væri um innflutning. 55 prósenta tollur er á inn- fluttum fóðurblöndum. Tollur- inn er svo endurgreiddur, að frátöldum þremur krónum og níutíu aurum á kíló. Þetta fyrir- komulag hefur verið gagnrýnt. „Þetta eru bara bullandi við- skiptahindranir,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi og fram- kvæmdastjóri Landstólpa, sem flytur inn fóður. Ekki sé tollur á hrá- efni til fóðurgerðar. Þá fullyrðir hann að leggja þurfi út fyrir tollinum, stundum hundruð þúsunda, en endurgreiðslur frá landbúnaðarráðuneytinu séu lengi á leiðinni. „Menn hafa þrjá mánuði til að ganga frá greiðslunni og þegar það er komið, þá er þetta bara kredit,“ segir Ólafur Friðriks- son, skrifstofustjóri í landbún- aðarráðuneytinu, sem bætir því við til skýringar að menn þurfi ekki að leggja út fyrir tollinum heldur aðeins nettóupphæðinni. Þá sé óvenjulegt að greiðslur frá ráðuneytinu tefjist, það hljóti að skýrast af því að menn hafi ekki sótt um niðurfellingu á tollin- um strax. „Þetta er bara ekki rétt. Ég hef stundum þurft að bíða mánuðum saman,“ segir Arnar Bjarni, sem fagnar því að tollurinn heyri vonandi brátt sögunni til. - ikh Hyggst afnema fóðurtoll KJÚKLINGAR GÆÐA SÉR Á FÓÐRI Kjarnfóður er um helm- ingur kostnaðar við svína- og kjúklingarækt og stór kostnað- arliður hjá kúabændum. OLÍUGEYMAR Í ÖRFIRISEY Þeir gætu fyllst af íslenskri olíu á næstu árum. Stefnt er að því að gefa út leyfi til olíuleitar að ári. Olíusérfræðingur hefur störf á Orkustofnun bráðlega. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is Kauptu Ford Expedition Nýtt tákn um eitthvað meira en frelsi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.