Fréttablaðið - 16.01.2008, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.01.2008, Qupperneq 24
45 3,1 5,5%milljarðar. Eigið fé Gnúps um mán-aðamótin ágúst/september. milljarður. Meðalvelta á viku á fasteigna-markaði síðustu fjórar vikur. Stýrivextir í Bretlandi sem ákveðið var að halda í horfinu í vikunni. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Mikið reynir á Fjármálaeftirlitið í þeim þrengingum sem verið hafa á fjármálamörkuðum. Þegar við bætist að fjármála- fyrirtæki hafa sogað til sín lög- fræðinga og viðskiptafræðinga er erfitt að manna alla pósta stofnunarinnar. Mikil blóðtaka hefur verið á verðbréfasviði FME. Hlynur Jónsson sviðs- stjóri hefur sagt upp störfum ásamt Einari Jónssyni og ætla þeir félagar að stofna lögmanns- stofu. Kristjana Grímsdóttir, sem er einn reyndasti starfs- maður verðbréfasviðs, hefur líka sagt upp. Þegar þetta fólk hættir hefur orðið algjör endurnýjun í starfsliði þessa tiltekna sviðs frá því í nóvember á síðasta ári sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Það hlýtur að gera forstjóra FME erfitt fyrir, enda fréttist af nýútskrifuðum l ö g f r æ ð i n g u m vera að sinna mikilvægum málum. Endurnýjun Enn kvarnast úr þeim hópi sem byrjaði í Glitni í tíð Bjarna Ármannssonar forstjóra. Einar Páll Tamimi hefur hætt störf- um sem framkvæmdastjóri lög- fræðisviðs Glitnis og við starfinu tekur Hörður Felix Harðarson. Einar Páll hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2004 og staðið sig vel að margra mati. Eins og stundum þegar margt er að gerast í fyrirtækjum þá má alltaf gera eitthvað betur eins og kom í ljós í athugasemdum FME við viðskiptahætti í verð- bréfaviðskiptum Glitnis rétt fyrir áramót. Einar Páll hefur stjórnað stórum hópi fólks um leið og hann hefur verið lykil- maður sjálfur í stórum verkefn- um. Kunnugir segja að hann hafi viljað draga úr álagi. Hörður passar vel inn í hlaupamaníuna sem einkennir marga starfs- menn Glitnis. Í fyrra hljóp hann 21 km í Reykjavíkurmaraþoninu á 1:47:17 og bætti sig um tæpar 8 mínútur milli ára. Greinilega gott efni í forstjóra þar á ferð. Tamimi fer Rétt slapp Birkir Kristinsson, bróðir Magnúsar og fyrrum lands- liðsmarkvörður í knattspyrnu, var ekki í eigendahópi Gnúps þegar tilkynnt var um endur- skipulagningu félagsins, líkt og fram kom í flestum fjölmiðl- um. Félag Birkis, BK-42, átti sjö prósenta hlut í Gnúpi en virðist hafa náð að losa bréfin áður en til uppgjörs við lánar- drottna kom. Stærstu eigendur Gnúps, þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson, virðast hafa skipt eignarhlut Birkis bróðurlega á milli sín, og voru stærstir og jafnir í félaginu þegar til uppgjörsins kom með 47,2 prósenta hlut hvor. Þórður Már Jóhannesson á það sem eftir stendur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.