Fréttablaðið - 17.01.2008, Page 1

Fréttablaðið - 17.01.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 17. janúar 2008 — 16. tölublað — 8. árgangur BJARNFRÍÐUR LEÓSDÓTTIR Búningapartí með þemanu amma ung tíska heilsa heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Blásið til leiks Saxófónkvartett Íslands leikur á tónleikum í Norræna húsinu. MENNING 40 Cortes í Nashville Garðar Thor Cortes flaug á fund forstjóra Universal í Nashville í vikunni. FÓLK 58 JÓN ÓLAFSSON Tvær plötur á leiðinni Sinfóníutónleikar og sjónvarpsþáttur einnig fram undan á árinu FÓLK 50 Nánari upplýsingar og pantanir í síma 553 7737 og á heimasíðu okkar – www.veislurettir.is Þorrinn nálgast! Bæklingur fylgir blaðinu SIMPLY CLEVER ER MEÐ SEX LOFTPÚÐUM Davíð sextugur Davíð Oddsson seðlabankastjóri heldur upp á sextugsaf- mælið með færri líffæri en á síðasta stórafmæli. TÍMAMÓT 34 Blað um EM í handbolta EM-blað fylgir Fréttablaðinu í dag þar sem er fjallað um EM í handbolta sem hefst í Noregi í dag. VEÐRIÐ Í DAG HANDBOLTI Ísland spilar sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Noregi í Þrándheimi klukkan 19.15 í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Svíum. Ísland sló Svíþjóð út úr undankeppni HM 2007 en hefur ekki unnið þá á stórmóti síðan á HM 1964 eða í 44 ár. „Liðið er eins tilbúið og það í raun getur verið á þessum tímapunkti,“ segir Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson, blaðamann Fréttablaðsins, á mótinu. - óój, - hbg / sjá íþróttir 52 og 54 EM í handbolta í Noregi: Mæta Svíum í fyrsta leik í dag LEGGJA Á RÁÐIN Alfreð Gíslason talar við aðstoðarmann sinn, Gunnar Magnússon, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALÞINGI Kristján Möller sam- gönguráðherra greindi frá því í gær að framkvæmdir við Sundabraut myndu að líkindum ekki hefjast fyrr en á næsta ári. Kristján svaraði fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. „Er þetta verkefni ekki í forgangi, hæstvirtur ráðherra?“ spurði Árni Þór. Kristján sagði undirbúning framkvæmdarinnar vera vel á veg kominn en nokkrir þættir væru ekki ljósir enn. Þar á meðal ætti Reykjavíkurborg eftir að ákveða legu brautarinnar á skipulagi. Brautin væri samt sem áður í forgangi. - mh / sjá síðu 20 Umræða um Sundabraut: Tekist á um forgangsröðun      ÉL Í dag verður yfirleitt suðlæg átt, 3-10 m/s en austlægari á Vestfjörð- um. Snjó- eða slydduél sunnan til í dag og við austurströndina framan af degi. Annars staðar úrkomu minna. Hiti við frostmark sunnan til en vægt frost nyrðra. VEÐUR 4 UMFERÐARÞUNGI Í SNJÓÞUNGA Snjó kyngdi niður í gær og setti umferðina á höfuðborgarsvæðinu úr skorðum á annatímum. Mikið var um minni háttar árekstra og heimferðin úr vinnu reyndi verulega á þolrif ökumanna í þunglamalegri umferðinni. Fjöl- margir urðu að kalla á dráttarbíl til að losa bíla sína eða ferja þá eftir að eitthvað lét undan í þéttingsföstu taki Vetur konungs. VIÐSKIPTI Forsvarsmenn Kaupþings hafa íhugað kosti þess að snúa yfirtökunni á hollenska bankanum NIBC við. Í stað þess að Kaupþing taki NIBC yfir tæki NIBC Kaupþing yfir. Það myndi þýða að höfuðstöðvar Kaupþings yrðu í Hollandi, Evrópski seðlabankinn yrði bakhjarl bankans og uppgjör gert í evrum. Það sem mælir gegn því að fara þess leið er hversu flókin og tímafrek hún er. Teikna þyrfti sameininguna upp á nýtt og breyta gerðum samningum. Skatta- umhverfi fjármálafyrirtækja er líka óhagstæðara í Hollandi en á Íslandi. Kostirnir eru þeir að reksturinn í Hollandi yrði stöðugri. Evrópski seðlabankinn yrði bakhjarl Kaupþings þar í landi og það myndi minnka lausafjár- áhættu, sem er mikilvægt miðað við núverandi markaðsaðstæður á fjármálamarkaði. Þá væri hægt að gera bókhald upp í evrum, sem Kaupþingsmenn hafa sóst eftir hér á landi en verið synjað um í bili að minnsta kosti. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við í gær sögðu að ákvörðunin yrði ekki tekin í neinu fússi vegna andstöðu Seðlabankans við ósk Kaupþings að færa bókhald sitt í evru heldur byggð á langtímahagsmunum. - bg Kaupþing skoðar kosti þess að snúa yfirtökunni á NIBC við: Íhuga flutning höfuðstöðva SJÁVARÚTVEGUR „Þetta eru hópupp- sagnirnar en mun fleiri störf hafa tapast. Lítil fyrirtæki eru að segja upp fólki um allt land sem ekki nær eyrum fólks,“ segir Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Níu fiskvinnslufyr- irtæki hafa sagt upp starfsfólki eða hætt rekstri eftir að samdráttur aflaheimilda var boðaður í byrjun júlí. Á þriðja hundrað störf hafa tapast. Engar fjöldauppsagnir eða rekstrarstöðvanir tóku gildi fyrstu sex mánuði ársins. „Ég óttast að þetta sé aðeins upphafið að hrinu uppsagna,“ segir Arnar. Hann greindi stöð- una svo, á aðalfundi samtakanna í lok september, að þúsund störf myndu tapast á sjó og í land- vinnslu vegna niðurskurðar afla- heimilda á yfirstandandi fisk- veiðiári. „Þetta mat virðist því miður hafa verið rétt og við eigum eftir að sjá hópuppsagnir á komandi mánuðum.“ Alls hafa níu fiskvinnslufyrir- tæki sagt upp starfsfólki. Sex þeirra störfuðu við vinnslu bol- fisks eða voru með fjölbreytta vinnslu. Stærstu áföllin eru uppsagnir Eskju á Eskifirði og Humar- vinnslunnar í Þorlákshöfn í sept- ember 2006. Þar var 100 starfs- mönnum sagt upp sama dag. Ástæður uppsagna í sex tilfellum eru útskýrðar af stjórnendum þeirra sem viðbrögð við niður- skurði aflaheimilda í þorski um þrjátíu prósent. - shá / sjá síðu 8 Fiskvinnsla sagði upp 250 í níu fyrirtækjum Á hálfu ári hefur 250 starfsmönnum verið sagt upp störfum í níu fiskvinnslu- fyrirtækjum. Engar hópuppsagnir voru fyrri hluta ársins. Niðurskurður í þorski og rækjuskortur eru meginástæðurnar. Von er á frekari uppsögnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.