Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 4
4 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR ERLENT frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila Verð eru flug fram og til baka frá Reykjavík (4 flug á viku) og fela í sér þjónustugjald, skatta og flugvallargjöld. Einn smellur á www.klmiceland.is fyrir besta miðaverðið, bókun á netinu, upplýsingar um flug, flugpunkta og þar fram eftir götunum. Rafræn miðakaup gera ferðalagið þitt auðveldara. klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700                   ! # $ %    &      &   '     ( %'  ) # $  *+, -( *+,  -( .+, -( *+, -( *+, -( //+, /0+, 1+, 2+, -( 3+, -( .+, -( 4+, /3+,5 -( /.+, 06+,5 -(            ! "#  $%# &'! %#( "  % ) # ) ! "#%# %# *!+   % ,&"$ !# -#( ."# %#  ) /! 0 ( 1 !  % 2"  ) "#%!3 $ ) $4 "&& #  $ $%# *!+ "# " % ! % ,&"$  !! %#  # ( 5! % " %# ( 67 # %#  )    % 8) ,&"$ !# -#( 9:; <= = > 3  #%!3 ) $%# *!+ $(  )!3 "$&( /67/3 8    7"     9  :" ;7/.< 8 8 6 #  ?( 9"4 %#  3#        @ A  B   B  C A        C     GENGIÐ 16.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 126,3363 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,01 65,33 127,12 127,74 96,03 96,57 12,893 12,969 12,072 12,144 10,182 10,242 0,6132 0,6168 103,19 103,81 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir, for- maður þingflokks framsóknar- manna, gagnrýndi á Alþingi í gær orð Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra í Kastljósi Sjón- varpsins á þriðjudag um mats- nefnd um hæfi umsækjenda um embætti héraðsdómara. Í þættinum sagði Árni mats- nefndina ekki kunna reglurnar sem um hana giltu, hún hefði gert mistök og veikt tiltrú almennings á dómskerfið. Siv sagði yfirlýsingar Árna ósann- gjarnar og dæmalausa ósvífni. „Þetta eru geysilega alvarlegar ávirðingar,“ sagði Siv. Hún beindi máli sínu til Lúð- víks Bergvinsonar, þingflokks- formanns Samfylkingarinnar, og spurði hann meðal annars hvort hann hygðist áfram ætla að beita sér fyrir breytingu á lögum um skipan hæstaréttardómara en þingið hefur frumvarp hans þess efnis til meðferðar. Í því er kveðið á um að þingið kjósi dóm- ara við Hæstarétt. Um leið og Lúðvík kvað það sjálfsagt að hann beitti sér fyrir framgöngu málsins upplýsti hann þjóð og þingheim um að hann hefði rætt skipan Þorsteins Davíðssonar í dómaraembætti við Árna og lýst sig ósam- mála mati hans. Þegar það lá fyrir sagði Siv meirihluta á þingi við frumvarp Lúðvíks þó að sjálfstæðismenn væru því andvígir. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, þau Birgir Ármannsson, Sig- urður Kári Kristjánsson og Ólöf Nordal tóku til máls í umræðunum. Birgir sagði lögin skýr og að eftir þeim hefði verið farið. Undir það tóku Sigurður og Ólöf, sem spurði hvort ráð- herra hefði átt að fara gegn eigin sannfæringu við val á dómara. Slíkt gengi í berhögg við lög. Sig- urður ítrekaði að hvergi stæði í lögum að ráðherra ætti að fara að tillögu matsnefndar. Árni Þór Sigurðsson VG sagði málið ekki bara standa upp á ráð- herra; þingmenn stjórnarflokk- anna bæru ábyrgð á stjórnar- athöfnum ráðherranna. Væru fleiri þingmenn Samfylkingar- innar en Lúðvík ósammála Árna væri spurning hvort hann nyti trausts þingsins. bjorn@frettabladid.is Siv segir ráðherra sýna matsnefnd dónaskap Siv Friðleifsdóttir gagnrýnir Árna Mathiesen fyrir að segja matsnefnd um um- sækjendur um embætti héraðsdómara veikja tiltrú fólks á dómskerfinu. Hún telur meirihluta á Alþingi fyrir því að þingið kjósi dómara við Hæstarétt. Á ALÞINGI Steinunn Þóra Árnadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Helgi Hjörvar, Pétur H. Blöndal og Karl V. Matthíasson fylgjast með umræðum í þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, undirbýr nú þingsályktunartil- lögu um að forsætisráðherra verði falið að skipa nefnd með þátttöku allra flokka til að móta reglur og jafnvel lagafrumvarp um verk- ferla, meðferð og þýðingu faglegs hæfnis mats við skipan í opinber embætti. Vill hann að sérstaklega verði skoðað hvort faglegar hæfnis- matsnefndir fái víðara verksvið og veiti umsagnir um fleiri embætti en nú gildir. VILL ENDURSKOÐUN LAGA OG REGLNA SKIPULAGSMÁL Fyrirhuguð bygging samgöngumið- stöðvar í Vatnsmýri er enn á byrjunarreit – fjórtán mánuðum eftir að vinnuhópur um miðstöðina ákvað hvar hún skyldi staðsett. Hópurinn, sem starfaði á vegum ríkis og borgar, ákvað að henni væri best fyrir komið í norðausturhorni flugvallarsvæðisins, skammt frá Hótel Loftleiðum og íþróttasvæði Vals. Kynnti hópurinn val sitt í skýrslu í nóvember 2006. Ákvörðun hópsins var ekki bindandi og er áformað að setja á fót sérstakan samráðshóp borgar, samgönguráðuneytis og hagsmunaaðila, sem meðal annars hafi að verkefni að ákvarða staðsetningu. Vinna við deiliskipulag getur fyrst hafist þegar samráðshópurinn hefur lokið störfum. Í fórum Flugstoða er að finna teikningar að samgöngumiðstöð sem ráðgert er að verði yfir sex þúsund fermetrar að stærð. Kristján Möller samgönguráðherra sagði á Alþingi fyrir jól að miðað væri við opnun samgöngumið stöðvar innar í júní 2009, að því gefnu að framkvæmdir gætu hafist á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þau áform virðast úr sögunni. - bþs Samráðshópur á að ákveða staðsetningu fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar: Á byrjunarreit þrátt fyrir ákvörðun VATNSMÝRIN Vinnuhópur valdi lóð í grennd við Hótel Loftleiðir undir samgöngumiðstöð haustið 2006. STJÓRNMÁL Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra lætur ekkert uppi um afstöðu sína til umsókna og ætlanar fyrirtækja um að gera upp reikninga sína í erlendri mynt. Á borði hans er kæra Kaup- þings vegna synjunar Ársreikningaskrár á ósk bankans um að fá að gera upp í evrum. Telur hann opinberar yfirlýsingar geta leitt til vanhæfis. Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, falaðist eftir afstöðu Árna til málsins í gær. Undraðist Árni að Valgerður skyldi spyrja hann þar sem henni væri fullkunnugt um hættuna á að ráðherrar yrðu vanhæfir vegna yfirlýsinga. - bþs Fjármálaráðherra tjáir sig ekki: Vill ekki kalla yfir sig vanhæfi ÁRNI MATHIESEN DÓMSMÁL Sautján ára piltur hefur verið ákærður fyrir „sérstaklega hættulega líkamsárás“ á Seyðis- firði í október síðastliðnum. Drengnum er gefið að sök að hafa slegið mann á fimmtugsaldri í höfuðið með broti úr gangstéttar- hellu fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Láru aðfaranótt sunnudags- ins 21. október. Hann hafi einnig sparkað nokkrum sinnum í bak og fætur hans. Þetta kemur fram í ákærunni. Fórnarlambið hlaut sár á höfðinu og ökklabrotnaði. Auk refsingar er þess krafist að drengurinn greiði honum tæpar tvær milljónir í skaðabætur. - sþs Sautján ára piltur ákærður: Sló mann með gangstéttarhellu DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sextán og hálfrar milljónar króna fyrir bókhalds- brot. Hann framdi brotin árin 2004 og 2005 sem framkvæmda- stjóri og stjórnarformaður einkahlutafélags sem varð gjaldþrota í lok árs 2005. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Maður- inn játaði brot sín, en hann hafði áður verið dæmdur fyrir skjalafals í Danmörku. Í ljósi þess þótti hæfilegt að dæma hann í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi, auk sektar- greiðslunnar. - sþs Sextán milljónir í sekt: Á skilorð fyrir bókhaldsbrot Kína: Singh í heimsókn Manmohan Singh, forsætisráð- herra Indlands, reyndi á þriðjudag að fullvissa Hu Jintao, forseta Kína, um að Indland ætli að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir nánari tengsl við Bandaríkin síðustu miss- erin. Singh var í opinberri heimsókn í Kína. Bandaríkin: Klónað kjöt leyft Bandaríska matvælaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að mjólk og kjöt úr einræktuðum dýrum sé ekki hættulegra fólki en kjöt og mjólk úr öðrum dýrum. Kjöt- og mjólkurafurðir af einrækt- uðum dýrum verða því leyfðar á bandarískum markaði. Nýja-Sjáland: Ók sláttuvél fullur Rúmlega fimmtugur maður var handtekinn á Nýja- Sjálandi fyrir að aka sláttuvél um götur bæjarins Dargaville undir áhrifum áfengis. Maðurinn hafði áður misst ökuleyfi sitt og á yfir höfði sér fangelsisvist fyrir þetta brot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.