Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 12
12 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR UTANRÍKISMÁL Yfirmaður íslensku friðargæslunnar á Srí Lanka varð eftir í landinu í gær ásamt tíu norskum yfirmönnum þegar aðrir íslenskir og norskir friðargæsluliðar yfirgáfu landið. Vopnahlé stjórnvalda og Tamílatígra rann út í gær. Verkefni yfirmannsins, Jónasar Allanssonar, og norskra kollega hans verður lokafrágangur vegna brotthvarfs norskra og íslenskra eftirlitssveita frá landinu, segir Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar. Hún segir stjórnvöld á Srí Lanka ábyrgjast öryggi þeirra sem eftir verða í landinu þrátt fyrir að friðarsamkomulag sé fallið úr gildi. Meðal verkefna þeirra sem eftir verða er að ganga frá málum heimamanna sem unnið hafa fyrir friðargæslusveitirnar, en ástæða hefur þótt til að óttast um öryggi einhverra þeirra vegna brotthvarfs sveitanna. Alls voru níu íslenskir friðargæsluliðar í Srí Lanka. Anna segir framtíð þeirra ekki ráðna, fólkið hafi starfað mislengi fyrir friðargæsluna. Rætt verði við hvern og einn um framtíð viðkomandi hjá friðargæslunni, og skoðað hvaða störf séu á lausu. Tveir íslenskir starfsmenn Þróunarsamvinnu- stofnunar starfa í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, auk fjögurra heimamanna. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta störfum stofnunarinnar í landinu, að því er fram kemur í tilkynningu. - bj Verkefni Íslensku friðargæslunnar á Srí Lanka lokið eftir að vopnahlé féll úr gildi: Einn íslenskur friðargæsluliði eftir Á HEIMLEIÐ Hermenn eru víða á götum Kólombó, höfuð- borgar Srí Lanka, en íslenskir og norskir friðargæsluliðar eru farnir eða á förum. NORDICPHOTOS/AFP SRÍ LANKA, AP Meira en þrjátíu manns fórust þegar sprengja sprakk í troðfullum almennings- vagni á Srí Lanka í gær, sama dag- inn og vopnahlé stríðandi fylkinga á eyjunni rann úr gildi. Sprengjunni hafði verið komið fyrir við vegarbrún í bænum Buttala á suðaustanverðri eyj- unni, og sprakk sprengjan klukk- an hálfátta að morgni þegar bif- reiðinni var ekið fram hjá. Vitni halda því fram að tilræðismenn- irnir hafi skotið á farþega sem reyndu að komast út úr bifreið- inni. Árásin þykir til marks um að Tamílatígrarnir séu fullfærir um að gera árásir langt innan yfir- ráðasvæðis stjórnarhersins. Átök hafa harðnað eftir að stjórnin sagði upp vopnahlés- samningnum og óttast er að þau verði harkaleg á næstunni. Á mánudaginn féllu 23 manns í átök- um stjórnarhermanna og skæru- liða Tamílatígranna nyrst á eyj- unni. Mahinda Rajapaksa, forseti Srí Lanka, segir árásina þó í engu frá- brugðna fyrri árásum skærulið- anna, sem ennþá „stunda hryðju- verk og hafna algerlega lýðræði og öllum reglum siðlegrar hegð- unar“ í baráttu sinni fyrir aðskiln- aði, sem forsetinn segir alls ekki hægt að fallast á. Stjórn Srí Lanka og skæruliðar Tamílatígra, sem vilja stofna sjálf- stætt ríki á norður- og austurhluta eyjunnar, undirrituðu vopnahlés- samkomulag árið 2002 og hafa Norðmenn og Íslendingar séð um friðareftirlit samkvæmt ákvæð- um samkomulagsins, en hverfa frá nú þegar vopnahléið er úr sög- unni. Lars Johan Sølvberg, yfir- maður norræna friðargæsluliðs- ins, sagðist í gær sannfærður um að ekki væri hægt að leysa úr ágreiningnum með hernaði. „Við höfum verið hötuð síðast- liðin sex ár,“ sagði Sølvberg á blaðamannafundi í Srí Lanka, „en starfið er líka þess eðlis. Við höfum reynt að gæta hlutleysis í hverju einasta tilviki.“ gudsteinn@frettabladid.is© GRAPHIC NEWS Sprengjuárás á Srí Lanka Meira en 70 þúsund manns hafa fallið í átökum á Srí Lanka síðan 1983 þegar Tamílatígrarnir hófu bar- áttu sína fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis á norður- og austurhluta eyjunnar. INDLAND INDLANDSHAF Svæðið sem tamílar gera tilkall til SRÍ LANKA Kólombó 80 km Buttala, kl. 7.30 f.h.: 28 manns fórust, þar af nokkur börn. Meira en 60 særðir að auki. Heimildir: Fréttastofur ÞRÓUNARMÁL Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands mun fjármagna byggingu tuttugu skólastofa í níu grunnskólum í Níkaragva. Auk þess mun stofnunin búa þær hús- gögnum. Grunnskólarnir níu eru í sveitar- félögunum Bluefields og Puerto Cabezas á Atlantshafsströnd lands- ins. „Núverandi ríkisstjórn, sem komst til valda í janúar 2007, legg- ur mikla áherslu á menntun fyrir alla og hennar fyrsta verk var að gera grunnskólann gjaldfrjálsan en það hafði hann ekki verið í mörg ár,“ segir Gerður Gestsdóttir, verk- efnastjóri félagslegra verkefna í Níkaragva. Skólasókn var afar slök á Atlantshafsströnd landsins en eftir þessar aðgerðir hefur eftir- sóknin orðið slík að yfirvöldum hefur ekki tekist að mæta eftir- spurn eftir skólabyggingum. Gerður segir að nýju bygging- arnar muni koma um 3.700 börnum til góða. Framlag Þróunarsamvinnu- stofnunar nemur um áttatíu pró- sentum af heildarkostnaði við verkið. Verður það greitt til sveitar stjórnanna á svæðinu en stofnunin mun gegna eftirlitshlut- verki út starfstímabilið sem er áætlað að taki hálft ár. Mótfram- lagið mun síðan koma frá mennta- málayfirvöldum í Níkaragva. - jse Þróunarsamvinnustofnun fjármagnar skólabyggingar í Níkaragva: Skólar fyrir fjögur þúsund börn UNGUR NEMANDI Í NÍKARAGVA Stjórnin í Níkaragva hafa gert skurk í mennta- málum landsins síðan hún komst til valda fyrir ári. MYND/ERLA S SIGURÐARDÓTTIR Vopnahléinu lýkur með sprengjuárás Sprengjuárás á almenningsvagn varð tugum manna að bana á Srí Lanka í gær. Árásarmennirnir skutu á farþega sem reyndu að komast út úr vagninum. STRÆTISVAGNINN ILLA FARINN Árásin var gerð í afskekktu þorpi á suðaustanverðri eyjunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Reykjanesbær úr samstarfi Stjórn skíðasvæða höfuðborgar- svæðisins segist vonsvikin yfir þeirri ákvörðun Reykjanesbæjar að taka ekki þátt í nýjum fimm ára samn- ingi um rekstur og uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins. Fram undan séu tímar uppbyggingar og nýjunga. Snjógerð muni fjölga opnunardögum í fjöllunum. SKÍÐASVÆÐI Lélegur frágangur á kerrum Lögreglan á Ísafirði hefur stöðvað marga ökumenn að undanförnu vegna lélegs frágangs á eftirvögnum. Er oft á tíðum um ljóslausar kerrur að ræða og farmur jafnvel ekki festur niður. Var einn ökumaður stöðvaður með ómerktan timburfarm sem stóð á fjórða metra aftur úr ljóslausri kerru. LÖGREGLUFRÉTTIR HELGIATHÖFN HINDÚA Helgur maður stendur úti í á meðan hann framkvæmir helgiathöfn að hindúasið á indversku eynni Gangasagar í þann mund sem sólin gengur til viðar. Þúsundir pílagríma lögðu leið sína til Gangasagar 14. janúar sem var dagur hindúahátíðarinnar Makar Sankranti. SJÁVARÚTVEGSMÁL Félög Frjáls- lynda flokksins í Reykjavík fagna því að Mannréttindanefnd SÞ hafi staðfest „að gjafakvótakerfið er ólögmætt, ósanngjarnt og brýtur gegn mannréttindum fólksins í landinu“, eins og segir í tilkynn- ingu. „Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt haldið því fram að kvóta- kerfið brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um atvinnu- frelsi og jafnrétti borgaranna.“ Félögin skora á ríkisstjórn að líta til tillagna Frjálslyndra í sjávarútvegsmálum, til að móta nýja og hagkvæma fiskveiðistefnu, í sátt við þjóðina, og bjóða ríkisstjórn aðstoð sína við það. - shá Frjálslyndi flokkurinn: Bjóða ríkis- stjórn aðstoð N O R D IC PH O TO S/ A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.