Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 22
22 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR 2002 2003 2004 2005 2006 nám, fróðleikur og vísindi 18.229 18.721 19.417 19.650 20.424 Dr. Peter Clevestig, frá Stockholm International Peace Research Institute, og dr. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Landlæknisembættinu, halda erindi um drepsóttir og öryggismál á málfundi Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Miðstöð lýðheilsuvísinda í dag klukkan 15.00. Málfundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Háskólatorgs. Á málfundinum verður kynnt hvaðan ógnir við líf og heilsu vegna mengunar, eða far- og drepsótta, steðja að, bæði af náttúrunnar hendi, af slysni, eða meðvit- uðum aðgerðum hryðjuverka- og glæpamanna. Ýmsar lausnir verða ræddar með tilliti til reynslu Íslands og viðbúnaðar á þessum vettvangi. Fundarstjóri er Alyson JK Bailes, gestakennari við stjórnmálafræðiskor. Málfundurinn fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn og engin skráning nauðsynleg. ■ Málfundur Drepsóttir og samfélagsöryggi Sólveig Ása Árnadóttir, sjúkraþjálfari og lektor við Háskólann á Akureyri, mun í dag halda erindi um líkamsvirkni eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli. Málstofan verður haldin í stofu L201 á Sólborg klukkan 12.10- 12.55. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2004 á líkamsvirkni eldra fólks á Norðurlandi. Þar var horft til hreyf- ingar og líkamlegrar virkni í tómstundum, við heimilisstörf og vinnu utan heimilis. Áhersla var lögð á að skoða hvernig líkamsvirkni tengdist kyni, aldri og búsetu í dreifbýli annars vegar og þéttbýli hins vegar. Málstofan verður send út í beinni útsendingu á slóðinni http://ikarus.unak. is/ha_malstofa. ■ Málstofa Líkamsvirkni eldra fólks Kjarni málsins > Fjöldi nemenda í dagskóla í framhaldsskólum landsins „Starfsmenn af erlendum uppruna hjá Reykjavíkurborg“ er titill MA-ritgerðar sem Berglind Guðrún Bergþórsdóttir skrifaði í mannauðsstjórnun í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, á vordögum 2007. Hún starfar nú sem mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. „Í stuttu máli var ég að reyna að kortleggja það hversu margir erlendir starfsmenn vinna hjá borginni, hvaðan þeir koma, hvaða störfum þeir sinna, hvaða menntunarbakgrunn þeir hafa og svo spurði ég einnig um íslensku- kunnáttu þeirra,“ segir Berglind. „Það kom meðal annars í ljós að 15 prósent þeirra sem hafa lokið háskólamennt- un unnu störf þar sem menntunar er ekki krafist. Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart en það er þá alla vega gott að vita nákvæmlega hvert hlutfallið er. Almennt voru starfsmennirnir nokkuð ánægðir en við getum þó alltaf gert betur og það má nýta rannsóknina í þeim tilgangi. Við höfum til dæmis útbúið leið- beiningar á nokkrum tungumálum þar sem starfsmönnum eru kynnt réttindi sín og skyldur. Þessi bæklingur er nú tilbúinn og kemst vonandi fljótlega í hendur þeirra sem á þurfa að halda.“ Það geta þó ekki allir fengið hann á sínu móðurmáli en hjá borginni starfa 470 erlendir starfsmenn sem tala 51 tungumál. „Við tökum málefni erlendra starfsmanna mjög alvarlega hjá Reykja- víkurborg og nú höfum við gert íslensku- kennslu fyrir þá að einu af okkar stóru málum,“ segir Berglind. NEMANDINN: BERGLIND GUÐRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR MANNAUÐSRÁÐGJAFI Íslenska fyrir útlendinga er stóra málið SAMFOK verður með opinn fund með foreldrum grunnskólabarna í Reykjavík um frumvarp til laga um grunnskóla í Langholtsskóla við Holtaveg annað kvöld milli átta og tíu. Guðni Olgeirsson, starfsmaður menntamálaráðuneytisins, kemur á fundinn og greinir frá helstu breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Í tilkynningu frá SAMFOK kemur fram að menntamálaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um grunnskóla. Í frumvarpinu séu lagðar til ýmsar breytingar, til dæmis að foreldraráð verði lögð niður en í stað þeirra komi skólaráð sem sé samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. „Skólaráð skal skipað sjö einstaklingum til tveggja ára í senn, þar af eru aðeins tveir foreldrar og engir fulltrúar nemenda,“ segir í tilkynningu frá SAMFOK. „Lög um grunnskóla er ramminn um skólahald a Íslandi. SAMFOK telur mikilvægt að foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík fræðist um fyrirhugaðar breytingar á lögunum og myndi sér skoðun á þeim. Í því skyni mun SAMFOK halda opinn fund med foreldrum grunnskólabarna í Reykjavík um frumvarpið.“ Hægt er að kynna sér frumvarpsdrögin á www. nymenntastefna.is/log-um-grunnskola/grunnskola- frumvarp/ og greinargerð má kynna sér á www. nymenntastefna.is/log-um-grunnskola/greinar- gerd/. - ghs Samfok með opinn fund um frumvarp menntamálaráðherra í Langholtsskóla: Skólaráð í stað foreldraráðs LANGHOLTSSKÓLI Samfok stendur fyrir umræðum um frumvarp til laga um grunnskóla Langholtsskóla annað kvöld klukkan átta. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Evald Sæmundsen sálfræðingur mun verja doktorsrit- gerð sína á morgun, föstudag, við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Einhverfa á Íslandi – algengi, greiningar tæki, framvinda og tengsl einhverfu við flog hjá ungbörnum“. Andmælendur eru dr. Lennart von Wendt, prófessor í tauga- sjúkdómum barna við Helsinki University Central Hospital, og dr. Christopher Gillberg, prófessor í geðlæknisfræði barna og unglinga við Göteborg University. Leiðbeinandi var dr. Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í heilbrigðis- og faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Dr. Stefán B. Sigurðsson, deildarforseti læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Öskju og hefst kl. 14.00. ■ Doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands Einhverfa á Íslandi Tryggvi R. Jónsson, Albert Arnarson og Haukur Freyr Gylfa- son halda erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. janúar kl. 12.00 í sal 4, Háskólabíói. Í erindinu munu þeir kynna rannsókn sína um launamun kynjanna. Meðal þess sem var kannað í rannsókninni er þáttur launavæntingar umsækjanda fyrir ákveðið starf. Með því að skoða væntingar til launa er talið að það verði til aukinn skilningur á óútskýrðum launamun kynjanna á íslenskum vinnumarkaði. ■ Fyrirlestur Áhrif væntinga á launamun kynjanna Aðalfundur Góðvina Háskólans á Akur- eyri verður haldinn þriðjudaginn 22. janúar klukkan 12.00 og stendur í um það bil klukkustund. Fundurinn verður haldinn í stofu L103 á Sólborg. Boðið verður upp á létta hádegishressingu. Á dagskrá verður meðal annars skýrsla stjórnar og reikningar kynntir, kosið verður í stjórn og í fulltrúaráð. Þá mun Ágúst Árnason kynna meist- aranám í heimskautarétti sem hefst við háskólann í haust. Þátttaka á fundinn, skráning nýrra félaga og framboð til stjórnar skulu berast á netfangið jonaj@unak.is fyrir aðalfundinn. ■ Aðalfundur Góðvinir Háskólans á Akureyri funda Nú á vormisseri býður stjórnmálafræðiskor Háskóla Íslands upp á opið námskeið um öryggismál þar sem aðrar hliðar þeirra en hernaðarlegar eru í brennidepli. Kennari er Alyson Bailes, gestakennari við HÍ og fyrrverandi forstöðumaður sænsku friðar- rannsóknastofnunarinnar SIPRI. „Hugmyndin var sú að bæta einhverju nýju við á sviði öryggismála í meistaranáminu í alþjóðasam- skiptum,“ segir Bailes í samtali við Fréttablaðið. Námskeiðið fer fram á ensku og ber yfirskriftina „Non-state actors and non-military security“. „Hlutverk mitt yrði að fjalla um þær hliðar öryggismála sem ekki hafa með hernað eða átök milli ríkja að gera, heldur annars konar ógnir við öryggi samfélagsins og við okkar daglega líf, svo sem ásetningsverk manna sem geta skaðað okkur með öðrum hætti. Slíkir ógnvaldar geta líka verið náttúruhamfarir, farsóttir, langtímaáhrif loftslags- breytinga, og ekki má gleyma að vegna þess hve háð við erum innviðum á borð við hita-, vatns- og rafveitur þá varðar það mjög öryggi okkar ef slík kerfi bila eða verða af einhverjum orsökum óstarfhæf. Orku- og innviðaöryggi er því augljós- lega hluti af þessu,“ segir Bailes. Svörin við þessum vandamönnum liggi því ekki bara í höndum fulltrúa stjórnvalda og alþjóðastofn- ana. Mikilvægt sé að stjórnvöld og alþjóðastofnanir setji rétt lög og reglur sem sjá til þess að þessum málum sé stjórnað með skynsamlegum hætti um allan heim; „en þegar allt kemur til alls er það sem bæði viðheldur öryggi okkar – eða ógnar því – í daglegu lífi eru gerðir einstaklinga á sínum vinnustöðum eða utan þeirra,“ bendir Bailes á. Hún segir að aðstandendur námskeiðsins hafi því hugsað sem svo: Hví ekki að opna hverjum sem er aðgang? Það kunni jú að vera að Íslendingar lumi á góðum lausnum við sumum þessara vandamála, og með því að fá sem fjölbreyttastan hóp fólks til að sækja námskeiðið gætu umræðurnar orðið meira gefandi. Bailes segist vonast til að meðal þeirra sem mæti verði embættismenn úr stjórnkerfinu, svo sem utanríkisráðuneytinu, fólk úr atvinnu- lífinu, frá fjölmiðlum og frá frjálsum félagasam- tökum. Spurð hvort hún óttist þá ekki að of margir mæti svarar Bailes að við því hafi verið séð með því að bóka nokkuð stóran sal fyrir námskeiðið – sal 202 í Odda – en ef þess skyldi gerast þörf væri kostur á að færa námskeiðið í enn stærri sal. Hið nýja húsnæði á Háskólatorgi geri það kleift. Bailes tekur fram að þarfir skráðra nemenda námskeiðsins séu að sjálfsögðu í fyrirrúmi, síðustu 20 mínúturnar af hverjum tíma taki hún því í lokaða samræðu við þá. Hinn opni hluti hvers tíma, sem verður á hverjum miðvikudegi frá kl. 13.20 til 15.00, verði að jafnaði fyrstu 60-80 mínúturnar eða svo. Á heimasíðu námskeiðsins – www.hi.is/page/ ams_nms – er að finna ítarlega námskeiðslýsingu, lesefni tengt efni hvers fyrirlestrar og fleiri gagnlegar upplýsingar fyrir áhugasama. audunn@frettabladid.is Öryggi, ógnir og samfélag ALYSON BAILES Mun fjalla um þær hliðar öryggismála ríkja, sem hafa ekki með hernað eða átök milli ríkja að gera. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.