Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 31
[ ]Brúnkukrem er ágætis leið til að fá lit á húðina og fríska sig aðeins upp. Það er að minnsta kosti mun betri kostur en ljósabekkir, sem geta verið skaðlegir. Til að fá tilbreytingu í þreyttan fataskápinn og styðja gott málefni í leiðinni er ráð að bregða sér í dag á Bókakaffið Glætuna með gamla tösku undir hönd. Á Bókakaffinu Glætunni í Aðalstræti 9 verður í dag hægt að koma með gömlu handtöskuna og skipta henni út fyrir aðra gamla handtösku. Einnig má mæta töskulaus og kaupa handtösku á 500 krónur. Ágóðinn af sölunni rennur í sjóðinn Meðganga fæðing barn, sem er til styrktar ungum verðandi einstæðum mæðr- um. „Fimmtudagar eru alltaf uppákomudagar hjá okkur og þennan fimmtudaginn er veskjadagur sem við höfum hugsað okkur sem skiptimarkað,“ útskýrir Sunna Jónína Sigurðardóttir, uppákomustjóri Glæt- unnar, en Félag einstæðra foreldra er með aðsetur í sama húsi. „Við vildum styrkja eitthvert gott málefni og hún kom hingað í súpu einn daginn, umsjónar- maður sjóðsins, og við fórum að spjalla. Við erum komin með gott safn af töskum sem fólk getur keypt á 500 krónur,“ segir Sunna, sem sjálf er búin að gefa tvær gamlar töskur í safnið og hefur staðið í ströngu við að skipuleggja uppákomur á bókakaffinu. „Við erum búin að hafa tvö ljóðakvöld og svo hafa komið hljómsveitir bæði með klassíska tónlist og popptónlist. Einu sinni fengum við líka 12 manna gospel hljómsveit til að koma fram,“ útskýrir Sunna og segir fleiri uppákomur vera í vændum því bóka- kaffið ætlar að koma sér upp einstæðu safni kaffi- bolla með skemmtilegum hætti. „Á laugardögum í febrúar verðum við með bolladaga en þeir virka þannig að þú getur komið með bolla sem þú átt og fengið frítt kaffi í bollann með því skilyrði að þú skiljir bollann svo eftir. Þannig ætlum við að koma okkur upp safni af bollum úr ýmsum áttum og 29. febrúar verður svo valinn fallegasti bollinn og veitt verðlaun fyrir,“ bætir hún við. Í Glætunni verður fleira á döfinni í febrúar og nefnir Sunna krakkadaga þar sem á að gera eitthvað sérstakt fyrir krakkana. „Þá verða ýmis tilboð á barnabókum og hljóðbókum fyrir börn og jafnvel lif- andi tónlist. Þetta er bara til að krydda hversdags- leikann og breyta aðeins til,“ segir Sunna Jónína, uppákomustjóri Glætunnar, að lokum. heida@frettabladid.is Töskuskiptimarkaður Sunna, uppákomustjóri Glætunnar, stendur fyrir skiptimarkaði á handtöskum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN s: 557 2010 Útsala enn meiri afsláttur Algjört verðhrun 60-90% afsláttur G O T T F O L K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.