Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2008 3 Hver hefur ekki látið sig dreyma um ljúfa daga í París, borgar ástar og rómantíkur, tísku og menningar, osta og rauðvíns? Þessar klisjur um París eru flestum kunnar og kannski að einhverju leyti raunverulegar við fyrstu sýn. Það verður þó að segjast eins og er að aldrei hef ég hitt mann með alpahúfu og bagettu undir hendinni. Ég man það sjálfur þegar ég var lítill að frönsk tunga var mér svo hugleikin og mig langaði svo mikið til að tala frönsku að ég fann upp mál með hljóðum sem áttu að líkjast þessari tungu. Þessi draumur varð svo seinna að veruleika. Carlos Miele lét sig ungan dreng í Brasilíu dreyma um París. Hann vildi verða frægur tískuhönnuður og opna einn góðan veðurdag sitt eigið tískuhús í borg tískunnar. Nú er draumur hans orðinn að veruleika því nýlega opnaði hann tískuhús á Saint-Honoré-götu í París, aðeins nokkra metra frá Vendôme-torgi þar sem flottustu tískuhúsin selja demanta og annað skraut. Carlos Miele er þó ekki alveg nýr af nálinni í tískuheiminum og kynnti í september sl. í ellefta skiptið hönnun sína í New York þar sem hann þykir flottur og skartar viðskiptavinum eins og Evu Longoriu, Cristinu Aguilera og Naomi Campbell. Parísarbúðin er líkt og flaggskipið í New York, hönnuð af arkitektinum Hani Raschid, algjörlega gerð úr hvítu gljáandi efni með bogadregnum línum og skúlptúrum úr glerþráðum sem mynda mátunarklefana. Carlos Miele er þó langt frá því að vera búinn að gleyma uppruna sínum og er líklega hægt að kalla hann félagslegan tískuhönnuð þar sem hann fjármagnar barnaspítala í Brasilíu og vinnur með hundrað og fimmtíu brasilískum konum sem framleiða fyrir tískuhúsið og gefur þeim þannig tækifæri til að lifa á vinnu sinni. Hönnun Carlosar er þó mjög undir áhrifum Parísar. Hann er með mikið af kvenlegum kvöld- kjólum úr dýrum efnum svo sem silkisatín, mússilín og krókódílaskinni. Á annarri hæð tískuhússins er svo sportlegri tískulína hönnuðarins sem hentar betur til daglegar notkunar. Carlos Miele lofar litríku sumri í fölgrænu, mangó-gulrauðu og turkisbláum litum aðallega. Kvöldklæðnaður er úr léttum silkiefnum, annaðhvort mjög síður eða snarstuttur með útsaumi og ísaumuðum skartgripum. Ekki má heldur gleyma áprentuðu efnunum sem eru hans sérkenni og sérstakri svarthvítri litablöndun sem hönnuðurinn vinnur í tölvu. Ekki er útilokað að sjá megi dálítið af meistara Yves Saint Laur- ent í hönnun Carlosar. Ekki leiðum að líkjast og engin skömm að sækja í smiðju þess meistara, holdgervings franskrar fágunar. (380 rue Saint Honoré, Ie, metró Concorde). bergb75@free.fr Brasilískir bernskudraumar í musteri tískunnar Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Fatahönnuðurinn Ásta Guð- mundsdóttir hannar draum- kenndar flíkur og notar eingöngu náttúruleg efni. Fatalínur Ástu Guðmundsdóttur fatahönnuðar, sem hannar undir merkinu ásta créative clothes, eru oftar en ekki draumkenndar og dulafullar og vinnur hún mikið með ull, skinn og silki. Hún rekur verslunina ásta créative clothes á Laugavegi 25 en þar má finna kjóla, pils, peysur, jakka, kápur, skinnhúfur og vettlinga ásamt jökkum og slám úr lambaskinni. Föt Ástu eru kvenleg og leggur hún áherslu á að þau fegri konuna. Hún gerir tvær fatalínur á ári og hefur kynnt hönnun sína á tísku- vikum víða erlendis undanfarin ár. - ve Föt sem fegra konur Rómantískur kjóll úr ull og silki. Ásta sækir innblástur í íslenska náttúru og notar nær eingöngu náttúruleg efni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar Þægilegur, saumlaus og fallegur fatnaður. S. Gunnbjörnsson ehf. Nýtt á Íslandi! NO STRESS Bæjarlind 6 • s. 554 7030 Eddufelli 2 • s. 557 1730 Opið virka daga 10 - 18 Opið laugard. í Bæjarlind 10 - 16 og Eddufelli 10 - 14 Glæsilegar toppar á 1900 kr. Enn meiri verðlækkun! opið laugardag 10:00-18:00 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.