Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 37
 17. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● em í handbolta 2008 Ólafur Stefánsson tekur nú þátt í tólfta stórmóti sínu með íslenska hand- boltalandsliðinu en hann hefur verið með á öllum stórmótum liðsins frá og með HM á Íslandi árið 1995. Ólafur jafnar með þessu afrek Guðmundar Hrafnkelssonar, sem tók þátt í sínu tólfta og síðasta stór- móti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Guðmundur hefur auk þess verið með í tveimur b-keppnum sem teljast ekki til stórmóta þar sem það voru undankeppnir fyrir næsta heimsmeistaramót. Ólafur Stefánsson var í fyrsta sinn í landsliðs- hópi Íslands á stórmóti þegar við Íslendingar héldum HM árið 1995. Ólafur var þá einn af fjórum örvhentum leikmönnum liðsins og leysti bæði Sigurð Val Sveinsson af í stöðu skyttu sem og þá Valdimar Grímsson og Bjarka Sigurðsson í hægra horninu. Ólafur skoraði 11 mörk í 7 leikjum og varð fjórði markahæsti leikmaður liðsins en árang- urinn olli miklum vonbrigðum og íslenska lið- inu var sparkað út úr 16 liða úrslitum með þrettán marka tapi gegn Rússum. Ólafur var kominn í aðalhlutverk á næsta stórmóti sem var HM í Kumamoto í Japan og hefur síðan verið fastamaður í stöðu hægri skyttu í íslenska liðinu. Ólafur gaf flestar stoðsendingar meðal ís- lensku leikmannanna í Japan og hefur frá og með HM 2007 gefið flestar stoðsendingar í níu af tíu síðustu stórmótum. Hann var ekki efstur á EM í Sviss, aðallega vegna þess að hann missti af tveimur leikjum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leiknum á móti Serbíu. Ólafur Stefánsson hefur borið uppi sóknar- leik íslenska landsliðsins undanfarin ár, sem sést vel þegar tölfræðin er skoðuð frá síðustu stórmótum. Hann hefur verið fimm sinnum markahæstur hjá íslenska liðinu og níu sinnum gefið flestar stoðsendingar. Ólafur er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir Ísland á stórmótum og er kom- inn upp í 2. sætið yfir flesta leiki spilaða. Ólaf vantar þar fjóra leiki upp á að jafna met Guð- mundar Hrafnkelssonar sem lék 77 leiki á stór- mótum frá 1988 til 2004. Komist íslenska liðið í milliriðil ætti Ólafur að ná að slá leikjametið í milliriðlinum. Í leikjunum 73 hefur Ólafur skorað 381 mark (5,2 í leik) og gefið 463 stoð- sendingar (6,3 í leik), þar af 143 þeirra inn á línu. Hann hefur alls komið að 844 mörk- um (11,6 í leik) og nýtt 56,3 prósent þeirra 677 skota sem hann hefur átt að marki. Ólafur hefur skorað 178 af mörkunum sínum 381 með langskotum en 101 hefur komið af vítalínunni þar sem hann hefur nýtt 71,6 prósent víta- skota sinna. TVISVAR VALINN Í ÚRVALSLIÐ Ólafur hefur tvisvar sinnum verið valinn í úr- valslið EM en hann var í úrvalsliðinu á EM 2002 þegar hann var einnig markakóngur og þá komst hann einnig í úrvalsliðið á síðustu EM sem fram fór í Sviss fyrir tveimur árum. Ólafur varð þriðji markahæsti leikmaður- inn á HM í Portúgal 2003 en þá var hann enn fremur sá leikmaður sem kom að flestum mörkum á mótinu. Ólafur varð fimmti marka- hæsti leikmaðurinn á HM í Þýskalandi á síð- asta ári en líkt og í Portúgal 2003 og í Svíþjóð 2002 var hann sá leikmaður sem kom að flest- um mörkum þegar mörk og stoðsendingar voru lögð saman. Ólafur lék í treyju númer tíu á fyrstu tveim- ur stórmótum sínum en skipti í númer ellefu þegar hún losnaði en fram að þeim tíma hafði Geir Sveinsson leikið í númer 11. Ólafur hefur síðan spilað í peysu númer 11 í öllum sínum landsleikjum og á öllum níu stórmótum sem hann hefur verið á síðan Geir Sveinsson lagði skóna á hilluna um aldamótin. FYRIRLIÐI LIÐSINS Í ÞRIÐJA SINN EM í Noregi verður þriðja stórmótið þar sem Ólafur ber fyrirliðabandið en hann var fyrir- liði í fyrsta sinn á EM fyrir tveimur árum. Ís- lenska landsliðið hefur náð í hóp efstu átta liða á báðum stórmótunum sem Ólafur hefur farið fyrir liðinu en hann og íslenska liðið ætla sér enn stærri hluti að þessu sinni. Það er í það minnsta víst að í Ólafi Stefánssyni á íslenska þjóðin einn allra besta handboltamann heims og það má bóka að líkt og á undanförnum stór- mótum mun hann raða inn mörkum jafnt því að spila félaga sína fría með frábærum stoð- sendingum. Það er vonandi að metmótið hans verði eftirminnilegt fyrir bæði hann og ís- lenska landsliðið. ooj@frettabladid.is Tólfta stórmót Ólafs Stefánssonar HLYNUR BÆRINGSSON: „Ísland lendir í 3. sæti og minn maður, Ólafur Stefáns- son, verður bestur.“ HÉÐINN GILSSON: „Ísland lendir í 3. sæti og Guðjón Valur verður lykilmaður hjá liðinu.“ HELENA ÓLAFSDÓTTIR: „Held að Ísland lendi í 6. sæti og Guðjón Valur og Snorri Steinn stela senunni.“ ARON KRISTJÁNSSON: „Ísland tekur bronsið og Ólafur Stefánsson verður algjör lykilmaður.“ HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR: „Við lendum í fjórða sæti og ég hef trú á því að Einar Hólmgeirsson verði bestur.“ GEIR ÓLAFSSON: „Ísland tekur 1. sætið og Logi Geirsson á eftir að blómstra á mótinu.“ HELGI SIGURÐSSON: „Við lendum í 5. sæti og vona að allir standi sig sem best en held að Snorri Steinn verði bestur.“ EINAR BOLLASON: „Ég hallast að 4. sæt- inu og ég held mest upp á Guðjón Val og held að hann eigi eftir að standa sig vel.“ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR: „Ísland lendir í 5. sæti og ég held að Ólafur Stefánsson muni standa fyrir sínu að vanda.“ INGVI HRAFN JÓNSSON: „Ísland lendir í 4. sæti og ég held að Guðjón Valur verði maður mótsins.“ HERBERT GUÐMUNDSSON: „Við lendum í 2. sæti og ég held að Róbert Gunnarsson verði bestur.“ STÓRMÓTIN HANS ÓLAFS HM Á ÍSLANDI 1995 11 mörk (1,6 í leik) 4. sæti hjá Íslandi 11 stoðsendingar (1,6) 6. sæti HM Í KUMAMOTO 1997 26 mörk (2,9) 3. sæti 54 stoðsendingar (6,0) 1. sæti EM Í KRÓATÍU 2000 22 mörk (3,7) 2. sæti 38 stoðsendingar (6,3) 1. sæti HM Í FRAKKLANDI 2001 32 mörk (5,3) 1. sæti 42 stoðsendingar (7,0) 1. sæti EM Í SVÍÞJÓÐ 2002 58 mörk (7,3) 1. sæti 54 stoðsendingar (6,8) 1. sæti HM Í PORTÚGAL 2003 58 mörk (6,4) 1. sæti 60 stoðsendingar (6,7) 1. sæti EM Í SLÓVENÍU 2004 20 mörk (6,7) 1. sæti 20 stoðsendingar (6,7) 1. sæti ÓLYMPÍULEIKAR Í AÞENU 2004 43 mörk (7,2) 1. sæti 45 stoðsendingar (7,5) 1. sæti HM Í TÚNIS 2005 25 mörk (5,0) 2. sæti 34 stoðsendingar (6,8) 1. sæti EM Í SVISS 2006* 33 mörk (8,3) 3. sæti 28 stoðsendingar (7,0) 2. sæti * Lék aðeins 4 af 6 leikjum HM Í ÞÝSKALANDI 2007 53 mörk (5,3) 2. sæti 77 stoðsendingar (7,7) 1. sæti Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson hefur verið í aðalhlutverki í landsliðinu í meira en áratug. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL ISPÁÐ Í SPILIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.