Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 39
 17. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● em í handbolta 2008 SPÁÐ Í SPILIN Það tók íslenska hand- boltalandsliðið sex ár og fjórar tilraunir að tryggja sig inn í úrslitakeppni EM í handbolta. Síðan þá hafa strákarnir allaf verið með og urðu í 7. sæti á síðasta EM sem var í Sviss 2006. Ísland er nú með á fimmta Evr- ópumótinu í röð en íslensku strák- arnir hafa verið með allar götur síðan liðið þreytti frumraun sína í Króatíu í janúar 2000. Það mót var jafnframt fyrsta mót Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem hefur verið með í öll skiptin líkt og landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson. Það tók sex löng ár að tryggja sér sæti á fyrsta Evrópu- mótinu, sem tókst ekki fyrr en í fjórðu tilraun. EKKI MEÐ Í FYRSTU SKIPTIN Ísland var ekki með á fyrstu þremur Evrópumótunum sem fóru fram í Portúgal 1994, á Spáni 1996 og á Ítalíu 1998 því íslenska liðinu mistókst alltaf að komast í gegnum undankeppnina. Íslenska landsliðið var í riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Búlgaríu fyrir EM 1994 og endaði í þriðja sæti rið- ilsins á eftir Króatíumönnum og Hvít-Rússum þrátt fyrir að hafa unnið bæði lið á heimavelli. Jafntefli gegn Finnum á úti- velli reyndist íslenska liðinu dýr- keypt. Króatar komust beint á EM og Hvít-Rússar fóru þangað líka eftir að hafa slegið út Austurríkis- menn í umspilsleikjum. Tveimur árum seinna munaði enn minna þegar Ísland endaði í þriðja sæti síns riðils á eftir Rúss- um og Rúmenum en á undan Pól- verjum. Aftur vann liðið heima- leikina gegn liðunum fyrir ofan sig en 22-14 tap í Moskvu átti sinn þátt í að íslenska liðið sat eftir á markatölu. Ísland endaði einnig í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni EM 1998 en Júgóslavar unnu þá okkar riðil og Litháar urðu í öðru sæti. Ísland spilaði tvo síð- ustu leiki sína við Júgóslava með þriggja daga millibili en töpuðu með þremur mörkum á heimavelli og með fjórum mörkum í Júgó- slavíu og liðið sat eftir í sínum riðli þriðju keppnina í röð. Dramatíkin var mikil þegar ís- lenska landsliðið náði loksins að tryggja sér inn á EM í Króatíu árið 2000 en vonin var ekki mikil eftir níu marka tap fyrir Sviss í riðlakeppni undankeppninnar. Íslenska liðið vann hins vegar níu marka sigur á Sviss í Kapla- krika og þótt menn teldu fyrst að það væri ekki nóg kom í ljós að fjöldi marka á útivelli í innbyrð- isviðureignum réði ekki röð liða heldur markatala og þar kom sér vel að hafa unnið Kýpverja með samtals 52 marka mun. Ísland fór því í umspilsleiki við Makedóna og lagði grunninn að EM-sætinu með því að vinna níu marka sigur í fyrri leiknum í Kaplakrika. Ís- lenska liðið tapaði „bara“ með þremur mörkum í seinni leiknum og var því komið í úrslitakeppni EM í fyrsta skiptið. Líkt og með undankeppnir fyrstu Evrópumótanna var fyrsta Evrópumótið íslenska liðinu erf- itt, liðið tapaði fyrstu fimm leikj- um sínum og vann ekki leik fyrr en í leik um 11. og næstsíðasta sætið gegn Úkraínumönnum. FRÁBÆR ÁRANGUR Í SVÍÞJÓÐ Tveimur árum síðar var allt annað uppi á teningnum þegar íslenska liðið náði fjórða sætinu á EM í Sví- þjóð 2002 eftir að hafa slegið Hvít- Rússa út í umspilsleikjunum. Íslenska liðið komst alla leið í undanúrslitin en sá á eftir verð- launum eftir ellefu marka tap fyrir Svíum í undanúrslitaleikn- um og sjö marka tap fyrir Dönum í leiknum um 3. sætið. EM í Slóveníu 2004 var mikil vonbrigði þar sem íslenska liðið vann ekki leik og komst ekki upp úr sínum riðli en góður árangur tveimur árum áður þýddi að ís- lenska liðið slapp við umspilsleik- ina. Íslenska landsliðið endaði síðan í 7. sæti á EM í Sviss fyrir tveimur árum eftir tap fyrir Króötum og Norðmönnum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið hafði unnið Rússa í fyrsta leik millirið- ilsins og var þá í efsta sæti milli- riðilsins en síðan seig á ógæfu- hliðina og liðið missti af sæti í undanúrslitunum. Ísland komst til Sviss eftir tvo örugga sigra á Hvít-Rússum í umspils leikjunum. Það voru síðan Serbar sem voru lagðir að velli í umspilsleikjun- um síðasta sumar sem þýddi að Ísland var með í úrslitakeppni fimmta Evrópumótsins í röð. Ólafur Stefánsson er eini ís- lenski landsliðsmaðurinn sem hefur hreppt einstaklingsverð- laun á úrslitakeppni EM en hann var markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð og var í liði mótsins bæði þá og í EM í Sviss 2006. SVÍAR OFTAST MEISTARAR Fjórar þjóðir hafa orðið Evrópu- meistarar í handbolta. Svíar unnu fjórar af fyrstu fimm keppnun- um en síðan hafa Rússar (1996), Þjóðverjar (2004) og Frakkar (2006) einnig unnið EM-gullið. Spánverjar eiga enn eftir að vinna EM þrátt fyrir að hafa spilað þrjá úrslitaleiki (1996, 1998 og 2006) og Danir hafa dottið út úr undan- úrslitunum þrjú síðustu skiptin en hafa unnið bronsleikinn í öll skiptin. ooj@frettabladid.is Fimmta Evrópumót Íslands Patrekur Jóhannesson og Rúnar Sig- tryggsson fagna sigri gegn Þjóðverjum á Evrópumótinu í Svíþjóð 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Íslenska handboltalandsliðið sem fór alla leið í undanúrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RAKEL DÖGG BRAGADÓTTIR: „Ísland lendir í 3. sæti og ég held að Guðjón Valur og Alexander verði drjúgir að vanda.“ BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON: „Verðum Evrópumeistarar og Ólafur Stefánsson ber af, einfalt mál.“ ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR: „Lendum í 5. sæti og Guðjón Valur verður bestur og Ólafur Stefánsson stendur við sitt.“ RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR: „Ísland lendir í 5. sæti og ég hef trú á því að Snorri Steinn steli senunni.“ LOGI ÓLAFSSON: „Ísland tekur bronsið og Logi Geirs verður bestur, Róbert og Snorri Steinn koma svo í humátt á eftir honum.“ KRISTJÁN ARASON: „Við lendum í 6. sæti og ég held að Guðjón Valur og Alex- ander verði lykilmenn.“ Liðin á Evrópumótinu í Noregi eru ekki bara að keppa um verðlaun á því móti heldur geta þau einnig lagt grunn að því að komast inn á næstu stórmót. Ólympíuleikarnir verða í Peking seinna á þessu ári og svo er heims- meistaramót í Króatíu á næsta ári og Evrópu- mót í Austurríki árið eftir. Ísland tekur nú þátt í níunda stórmótinu í röð en alla í liðinu dreymir örugglega um að ná því tíunda í röð með því að komast í hóp liðanna tólf sem keppa á Ólympíuleikunum í Kína í ágúst. Tólf þjóðir komast á Ólympíuleikana í Pek- ing og auk gestgjafanna og heimsmeistara Þjóðverja munu nýkrýndir Evrópumeistarar komast þangað beint. Verði Þjóðverjar einn- ig Evrópumeistarar tryggir liðið í öðru sæti sér þátttökurétt í Noregi. Ísland þarf þó ekki að treysta á að verða Evrópumeistari til þess að halda lífi í Ólympíudraumum liðsins því liðið á möguleika á að komast inn í forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram 30. maí til 1. júní næstkomandi. Þar eru tveir möguleikar í stöðunni fyrir Ísland því liðið getur bæði komist inn vegna árangurs síns á síðustu HM (8. sæti) en einnig fyrir árangur sinn á Evr- ópumótinu í Noregi. Tólf þjóðir taka einnig þátt í forkeppninni og þjóðirnar í 2. til 7. sæti á HM í Þýskalandi 2007 eru þegar komnar inn. Verði hins vegar ein af þessum sex þjóðum (Pólland, Danmörk, Frakkland, Króatía, Rússland eða Spánn) Evr- ópumeistari fer hún beint inn á Ólympíuleik- anna og sæti hennar fellur í hlut Íslands sem endaði í 8. sæti. Vinni Þýskaland Evrópumeistaratitilinn kemst liðið í öðru sæti beint inn á leikana og þá gildir það sama verði það ein af fyrrnefnd- um sex þjóðum því það myndi færa Íslandi sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Ísland þyrfti þarna að treysta á árangur annarra þjóða en strákarnir geta einnig tryggt sér sætið sjálfir því fyrir utan að komast beint á leikana sem Evrópumeistari getur íslenska landsliðið einnig komist í for- keppnina í vor með því að ná bestum árangri af þeim þjóðum sem eru ekki annað hvort búnar að tryggja sér farseðilinn til Peking eða eru þegar komnar inn í forkeppnina. Helstu keppinautar Íslands um lausa sætið í Evrópu eru Svíar, Ungverjar, Tékkar og Norðmenn en Ísland hefur það fram yfir þær þjóðir að liðið hefur tvo möguleika til þess að komast inn í undankeppnina í vor. Þjóðirnar á EM í Noregi geta einn- ig tryggt sig inn á næstu tvö stórmót. Heimsmeistarar Þjóðverja og gestgjafar Króata eru þegar komnir inn á HM 2008 en þangað komast einnig þrjár bestu þjóðirnar á EM í Noregi fyrir utan Þýskaland og Króatíu. Aðrar Evrópuþjóðir þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Evrópumeistararnir í Noregi og gestgjafar Austurríkis komast beint inn á EM 2010 en hin fjórtán sætin ráðast í undankeppni, sem nú verður með breyttu sniði. Í stað þess að spila umspilsleiki um sætið verður spilað heima og að heiman í sex liða undanriðlum þar sem tvær efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. - óój Líka keppt um sæti í forkeppni ÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.