Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 51
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2008 33 UMRÆÐAN Kjaramál Verkamannabústaðir, eða öðru nafni félags- legar íbúðir, leystu á árum áður úr húsnæðis- vanda mikils fjölda fólks og tryggðu mörgum lág- launafjölskyldum viðun- andi húsnæði. Félagslega húsnæðiskerfið, eins og það var oft kallað, var að mörgu leyti gott en ríki og sveitarfélög hefðu mátt leggja í það meira fjármagn en þau gerðu. Á hverju ári voru tugir og hundruð fjölskyldna sem ekki fengu neina lausn á húsnæðis- vanda sínum. Nú er löngu búið að leggja þetta kerfi niður og annað fyrirkomulag tekið upp. Að sögn þáverandi stjórnvalda átti þetta nýja kerfi að leysa allan húsnæðis- vanda láglaunafólks. Því miður sýnir reynslan allt aðra niðurstöðu því húsnæðisvandinn eykst með hverju árinu sem líður. Lág laun Þá, eins og nú, voru dagvinnulaun verkafólks það vesældarleg að þau dugðu ekki fyrir eðlilegri framfærslu einstaklings og von- laust að reyna að framfleyta fjöl- skyldu á svo lágum launum, nema viðkomandi hefði ódýra íbúð til að búa í. Frá lokum seinni heimsstyrj- aldar og fram undir síðustu alda- mót var það skortur á íbúðarhús- næði, sérstaklega hér á höfuð borgarsvæðinu, sem hækk- aði leiguverð upp úr öllu valdi. Það var því varla á færi láglauna- fólks að leigja sér almennilega íbúð, enda bjuggu fjölmargar barnafjölskyldur í hálfónýtum bröggum frá stríðsárunum. Á þessu hefur engin breyting orðið. Að vísu eru braggahverfin horfin en sami húsnæðisvand- inn ríkir ennþá meðal láglaunafólks. En nú er orsök hans ekki húsnæðis- skortur heldur græðgi fjármagnseigenda, bygg- ingafyrirtækja og leigu- sala, sem halda sölu- og leiguverði íbúða í hæstu hæðum. Þetta okur kemur í veg fyrir að þús- undir fjölskyldna geti lifað eðlilegu lífi en talið er að á höfuðborgarsvæðinu vanti hátt í 3.000 ódýrar félagslegar íbúðir til að fullnægja eðlilegri eftirspurn láglaunafólks eftir húsnæði. Hærri laun Eins og áður segir eru launataxtar verkafólks almennt svo lágir að það er ekki fræðilegur möguleiki fyrir það að eignast eigin íbúð nema með því að bæði hjónin vinni úti í fullu starfi, jafnt á virkum dögum sem helgum. Sama gildir um leigumarkaðinn, þar er húsa- leiga svo há að lágmarks dag- vinnulaun, sem nú í byrjun árs 2008 eru kr. 125.000 á mánuði, duga ekki einu sinni fyrir leigu á þriggja til fjögurra herbergja íbúð. Þessu verður að breyta, en til þess þurfa lágmarkslaun að hækka verulega. Brýnast af öllu er þó að skattleysismörk, sem nú eru kr. 95.280 á mánuði, hækki umtalsvert. Hefðu þau fylgt launa- þróun í landinu frá 1989 væru þau í dag um kr. 140.000 á mánuði. Þá er aðkallandi að ríki og sveitarfé- lög niðurgreiði húsaleigu fyrir láglaunafólk og stórauki framboð á ódýru félagslegu húsnæði. Fögur orð Það er ekki nóg að vera með fögur orð fyrir kosningar, það þarf líka að standa við þau að kosningum loknum. Hálaunafólkið í landinu hefur á undanförnum árum fengið sínar kauphækkanir ásamt veru- legum skattalækkunum. Nú er komið að því að bæta kjör fólksins sem vinnur í þjónustu- og fram- leiðslustörfunum. Samningar eru lausir og félög innan ASÍ, sem eru í viðræðum við atvinnurekendur um launahækkanir, bíða eftir útspili stjórnvalda. Ljóst er að að upp úr þeim viðræðum muni slitna nema stjórnvöld komi á afgerandi hátt inn í lausn málsins. Heykist ríkisstjórnin á því að stórhækka skattleysismörkin, gera átak í hús- næðismálum láglaunafólks og hækka vaxta- og barnabætur, þá neyðast verkalýðsfélögin til endur- skoða kröfugerð sína til hækkunar og við það mun óvissuástand skap- ast á vinnumarkaðinum sem sér ekki fyrir endann á. Höfundur er fyrrverandi formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Húsnæðisvandi og lág laun UMRÆÐAN Virkjanir Íslendingar hafa getað hrósað sér af hversu sterkur eignarréttur ein- staklingsins er hér á landi. Það fyllir okkur óhug að frétta af því að í hinu kommúníska Kína sé fólk flutt unnvörpum af jörðum sínum samkvæmt fyrir- skipunum ríkisins. Milljónir manna eru fluttar af heimilum sínum til þess eins að ríkið geti grætt peninga. Við heyrum um fornminjar sem sökkt er í sæ og um menningarlega mikilvæga staði sem hverfa eins og dögg fyrir sólu í þágu stundarhags- muna. Í Kína má fólk ekki halda að það eigi jörð sem forfeður þess hafa ræktað og byggt með blóði, svita og tárum. Harðstjórnin, undir fölskum formerkjum framfara, sviptir fólkið rétti sínum til að geta kall- að eitthvað sitt eigið. Það hljómar óraunverulegt að stjórnvöld skuli bera svo litla virðingu fyrir eigum þegna sinna. Við höfum hugsað með okkur að þetta gæti aldrei gerst á okkar fallega, frjálsa landi. En hvað gerist nú? Þegar umræðan um Kára- hnjúkavirkjun fór af stað í þjóð- félaginu voru helstu rök stuðn- ingsmanna virkjunarinnar að enginn heimsótti svæðið nema í leit að kindum. En nú hafa þessir sömu stuðningsmenn virkjana vent kvæði sínu í kross, sér í lagi vegna mikillar mótstöðu við fyrri röksemdafærslu, og segja nú að við Neðri-Þjórsá sé ekki hin óspillta náttúrufegurð sem var á Kárahnjúkum. Nú er framtak þeirra einskis metið sem skapað hafa fegurð sem er merkileg fyrir þær sakir að þar fær nátt- úran að lifa í sátt við mannfólkið. Þar hafa íbúar þá atvinnu að sýna ferðamönnum, innlend- um og erlendum, fegurð- ina sem býr á þessu merka svæði þar sem enn eru að uppgötvast fornminjar. Við þurfum ekki að leita langt að óréttlæti líkt og því sem viðgengst í Kína því að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur búið til ímynd sem það kallar „hag fyrir alla af vatnsaflsvirkjun“. Virkj- unin á að vera atvinnuskapandi þegar ekkert atvinnuleysi er til staðar og auka hagvöxt í landi þar sem er nú þegar þensla. Sem betur fer getur iðnaðarráðherra stoppað þessar hörmungar í landi hinna frjálsu. Hann getur komið í veg fyrir að eignarnám verði gert á jörðum og valið að taka sér ekki það vald í hendur að segja fólki hvar það má og má ekki búa. Nú hefur Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra lýst opinberlega yfir efasemdum sínum um virkjunaráformin í Þjórsá. Það sama hefur Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og þingmaður Sunnlendinga, gert. Bent hefur verið á að ef vilji þeirra sem kjósa að virkja fær að ráða, verður um þjóðnýtingu á landi í byggð að ræða. Því skora Ungir jafnaðarmenn á Lands- virkjun að falla frá þessum kommúnísku þjóðnýtingaráform- um og ef það skyldi bregðast þá treystum við því að Össur Skarp- héðinsson segi nei við eignaupp- töku á landi á Þjórsárbökkum. Ekkert rugl – við höfnum virkj- unum í Neðri-Þjórsá. Höfundur situr í framkvæmda- stjórn Ungra jafnaðarmanna. Í Kína eða á Íslandi? SIGURÐUR T. SIGURÐSSON SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. VALGEIR HELGI BERGÞÓRUSON Þá, eins og nú, voru dagvinnu- laun verkafólks það vesældar- leg að þau dugðu ekki fyrir eðlilegri framfærslu einstakl- ings og vonlaust að reyna að framfleyta fjölskyldu á svo lágum launum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.