Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 58
 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Íslenski saxófónkvartett- inn stígur á svið í Norræna húsinu á laugardag og flytur rússneska og franska tónlist. Tónleikarnir eru liður í 15.15 tónleikasyrp- unni. Á efnisskránni eru saxófónkvartettar eftir Alexander Glazunov, Jean Francaix, Jean Rivier og Gabriel Pierné. Íslenska saxófónkvartettinn skipa Vigdís Klara Aradóttir á sópran-saxófón, Sigurður Flosason á alt-saxófón, Peter Tompkins á tenór- saxófón og Guido Bäumer á barítón-saxófón. Vigdís Klara segir kvartettinn vera þann fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Kvartettinn er þannig til kominn að við lékum saman á tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands haustið 2006 í verki eftir Shostakovitch þar sem saxó- fónar eru áberandi. Við tókum tal saman og ákváðum upp úr því að stofna þennan kvartett. Saxófón- kvartettar samanstanda af þess- um fjórum saxófónum; sópran, alt, tenór og barítón, en svo heppi- lega vildi til að við lékum einmitt fyrir á þessi hljóðfæri. Því þurfti ekkert okkar að skipta um hljóð- færi til að skipa kvartettinn.“ Þrátt fyrir að saxófónkvartett- ar séu ekki algengasta hljóðfæra- skipan hefur töluvert verið samið af tónlist fyrir þá. „Það ber að hafa í huga að saxófónninn er til- tölulega nýtt hljóðfæri; hann var ekki fundinn upp fyrr en um árið 1850 og því verða saxófónkvart- ettar ekki til fyrr en snemma á tuttugustu öldinni. En síðan þá er komin hefð á þá í tónlistarheimin- um. Það hefur verið skrifað mest af þessari tónlist í Frakklandi, enda er Frakkland aðallandið fyrir klassískan saxófónleik. Nútímatónskáld hafa tekið þessa hljóðfæraskipan upp á sína arma og samið töluvert af saxófónk- vartettum og það hafa meira að segja verið samdir íslenskir saxófón kvartettar,“ segir Vigdís Klara. Saxófónkvartett Íslands leikur þó eingöngu tónlist frá fyrri hluta tuttugustu aldar á tónleikunum á laugardag. Vigdís Klara segir nokkurn mun á frönsku tónverk- unum og því rússneska. „Frönsku verkin eru létt og glettnisleg; í þeim er töluvert um fingraleik- fimi og kúnstir. Verkið eftir rúss- neska tónskáldið Glazunov er aftur á móti þyngra og frekar langt. Hann skrifaði það þegar hann var búsettur í París og var undir áhrifum frá þarlendri saxófón tónlist. Verkið er þykkt og hljómmikið og minnir oft á tón- verk fyrir strengi fremur en blásturs hljóðfæri. Glazunov lítur til baka yfir tónlistarsöguna og má í verkinu heyra vísanir í tón- skáld á borð við Brahms, Wagner, Chopin og Schumann. Það má með sanni segja að þessi íburðarmikli kvartett Glazunovs skipi einstak- an sess í röðum saxófónverka.“ Tónleikarnir fara fram í Nor- ræna húsinu á laugardag og hefj- ast kl. 15.15. Almennt miðaverð er 1.500 krónur, en 750 krónur fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja. vigdis@frettabladid.is Meistaraverk Glazunovs ÍSLENSKI SAXÓFÓNKVARTETTINN Flytur franska og rússneska saxófónkvartetta í Norræna húsinu á laugardag. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opnar málverkasýninguna Andlit í Jónas Viðar Gallerý á Akureyri á laugardaginn kl. 14.30. Galleríið er í Listagilinu, á jarðhæð Listasafnsins á Akureyri, og er opið á föstudögum og laugardög- um frá kl. 13 til kl. 18. Guðrún Pálína er fædd og búsett á Akureyri. Hún nam myndlist í Gautaborg og í Hollandi og kláraði framhalds- nám frá Jan van Eyck Akademie 1987. Hún fæst mest við andlits- myndagerð og vinnur innsetning- ar í rými byggð á persónulýsing- um stjörnukorta viðkomandi einstaklinga. Flest verkin á sýningunni Andlit eru unnin 2008. Sýningin stendur til og með 9. febrúar. - vþ Andlit Guð- rúnar Pálínu SAGA UM FORBOÐNA ÁST MEÐ TÓNLIST EFTIR LAY LOW „Þetta er falleg sýning... ákaflega sterk... með því að taka Ökutíma til sýningar hefur íslenskt leikhús stigið feti framar... LA – þar sem allt blómstrar og grær... rigna yfir sýninguna stjörnum.” MK, Mbl „Þetta er stórgóð sýning í einkar vel heppnaðri umgjörð” EB, Fréttablaðið „LA nýtur nú vinsælda og virðingar í samfélaginu sem önnur leikhús mega öfunda það af... mjög vel unnin” JVJ, DV „Ég er djúpt snortin... Stórkostlegur leiksigur... mjög áhrifamikil sýning” SLG, RÚV „stórkostlegan samleik...beint í hjartastað...” IS, Kistan „djúpt og áhrifamikið... rússíbanaferð... enn einn sigurinn!” VAJ, landpostur.is „magnaða sýningu... opnar augu og snertir, leikhús sem skiptir máli” JJ, Dagur.net „hittu mann beint í hjartastað... afar snjöll... Akureyringar eru öfundsverðir af þessari sýningu” SA, TMM „Þessi sýning nær manni svo sannarlega... lifir virkilega með manni og vekur mann til umhugsunar ... LA sýnir mikinn metnað í verkefnavali” ÞES, Víðsjá, RÚV Afbragðs dómar! Miðasala: 4 600 200 I netsala: leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Í samstarfi við Næstu sýningar: 7., 9., 10., 14., 16., 17., 22., 23., 24., 29., 30. nóv og 2., 6., 7., 14 des. Allt að seljast upp! Allra síðustu sýningar: Fim 17/1 UPPSELT, sun 27/1 örfá sæti laus, sun 3/2 síðasta sýning. Tryggðu þér miða núna! Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Ívanov fös. 18/1, lau. 19/1 örfá sæti laus Konan áður fös. 18/1 Skilaboðaskjóðan sun. 20/1 kl. 14 & 17 örfá sæti laus Barnasýningin Gott kvöld sun 20/1 kl. 13.30 örfá sæti laus 19 jan uppselt 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.