Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 65
48 17. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Leikarinn Matthew McConaughey á von á sínu fyrsta barni með kær- ustu sinni, brasilísku fyrirsætunni Camila Alves. „Við erum himinlif- andi yfir þessu kraftaverki og hlökk- um mikið til komandi ævintýra,“ skrifaði McConaughey, sem er 38 ára, á heimasíðu sinni. Nýjasta mynd hans, Fool´s Gold, er væntanleg í bandarísk kvik- myndahús í næsta mánuði. Árið 2005 var hann kjörinn kynþokkafyllsti maður veraldar af tímaritinu People. Leiðtogar Vísindakirkjunnar hafa sent frá sér sjö blaðsíðna yfir- lýsingu þar sem þeir fordæma ævisögu Bretans Andrew Morton um Tom Cruise. Bókin, sem er nýkomin í búðir í Bandaríkjunum, fjallar um tengsl vísindatrúar Cruise og hjónabanda hans við Nicole Kidman og Katie Holmes. Leiðtogar kirkjunnar segja að Morton hafi ekki talað við neinn sem er nákom- inn Cruise vegna bókarinnar og því viti hann ekkert um hvað hann sé að tala. Morton segist hafa reynt að ná viðtölum en án árangurs. Hann er þekktur fyrir umdeilda ævisögu sína um Díönu prinsessu sem kom út fyrir áratug. Leikarinn Casey Affleck og eiginkona hans Summer Phoenix, sem giftu sig árið 2006, eignuðust sitt annað barn fyrir skömmu. Þau eiga fyrir þriggja ára son sem heitir Indiana August. Summer Phoenix er systir leikarans Joaquin Phoenix en Casey er bróðir Ben Affleck. Sir Paul McCartney ætlar að halda ljósmyndasýningu með verk- um eftir fyrrverandi eiginkonu sína, Lindu McCartney, sem lést fyrir tíu árum. McCartney hefur undirbúið sýninguna í þrjú ár og meðal þeirra sem prýða ljósmyndirnar eru Jim Morrison og John Lennon. Einnig eru þar myndir af McCartney-fjöl- skyldunni. FRÉTTIR AF FÓLKI Hljómsveit gítarleikarans Björns Thoroddsen, Cold Front, heldur tónleika á Nasa á föstudag til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu. Sveitin var stofnuð í Kanada og var upphaflega skipuð þeim Richard Gillis, trompetleikara og stjórnanda stórsveitar Winnipeg- borgar, og bandaríska kontra- bassaleikaranum Steve Kirby ásamt Birni. Í sumar bættust í sveitina píanistinn Will Bonnes, trommarinn Daniel Freedman og saxófónleikarinn Jonathan Stevens. Tónleikarnir, sem hefjast klukkan 22, verða teknir upp og sýndir í Ríkissjónvarpinu og í kanadísku sjónvarpi. Cold Front með tónleika BJÖRN THORODDSEN Björn og félagar í Cold Front spila á Nasa á föstudags- kvöld. Rokkarinn Dave Grohl átti aldrei von á því að hljómsveit hans Foo Fighters myndi endast lengur en í tvær til þrjár plötur. Núna getur hann ekki hugsað sér að sveitin, sem nýverið gaf út sína sjöttu plötu, hætti. „Ég hélt alltaf að sá tími kæmi að hljómsveitin hætti og ég færi að gera allt sem mig langaði til að gera, eins og að eignast börn og sinna föðurhlutverkinu heima hjá mér,“ sagði Grohl. „Núna er ég að átta mig á því að þetta tvennt getur alveg farið saman.“ Bætti hann því við að hann gæti ekki varið meira en fjórtán dögum á tónleikaferðalögum frá fjölskyldu sinni. Hélt að Foo myndi hætta DAVE GROHL Forsprakki Foo Fighters átti ekki von á því að sveitin entist svona lengi. Eins og vinsældir Lily Allen og Arctic Monkeys sanna getur Myspace haft góð áhrif á útbreiðslu og vinsældir tónlistarmanna. Íslenski kvartettinn Steed Lord notar Myspace óspart til að breiða út fagnaðar- erindið og hefur fengið vel yfir hálfa milljón heim- sókna á tæpum tveimur árum. Um 2.000 gestir bætast við daglega. Af íslenskum hljómsveitum eru aðeins Sigur Rós, Björk og múm með vinsælli Myspace-síður. „Myspace er okkar miðpunktur og þaðan höldum við tengslum við umheiminn,“ segir Einar Egils- son, sem er betur þekktur sem M.E.G.A. í Steed Lord. Bandið er skipað honum og bræðrum hans Erling og Eðvarð (eða Demo og AC Bananas) og Svölu Björgvins, sem er kærasta Einars og kallar sig Kali með Steed Lord. Tónlistin er dansvæn raftónlist. „Nánast öll okkar sambönd í tónlistarheimin- um hafa komið til í gegnum þessa síðu. Hvort heldur það er við pró- dúsera, dj-a eða aðra listamenn. Við höfum verið á hundruðum bloggsíðna, það hafa birst viðtöl við okkur í tímaritum úti um allt og við höfum átt lög á mixteipum og safnplötum. Myspace er ótrú- lega sniðugt fyrirbæri.“ Í gegnum síðuna hafa tónleika- haldarar haft samband við hljóm- sveitina sem hefur orðið til þess að hún hafa spilað um allan heim. „Við erum á leiðinni til Mexíkó í lok janúar og spilum þar tvö stór gigg. Allt síðasta ár var alveg kreisí, við fórum út í hverjum mánuði og spiluðum um alla Evr- ópu og í New York og Miami. Það er fáránlegt að eiga aðdáendur um allan heim og við fáum mikil viðbrögð frá svörtum krökkum í Bandaríkjunum. Músíkin talar.“ Hægt er að hlusta á mörg laga Steed Lord á Myspace-síðunni og Einar segir fyrstu plötuna væntanlega. „Það er búið að taka hana upp og við mixum í febrúar. Ætli hún komi ekki út í mars. Við komum með stafræna EP-plötu í febrúar, lagið Dirty Mutha verður aðallagið þar með remixum eftir stóra listamenn. Við gerum þetta allt sjálf eins og er, en það er mik- ill áhugi erlendis. Við erum að vinna í þeim málum.“ gunnarh@frettabladid.is Straumur á Steed Lord STUÐBANDIÐ STEED LORD Vel yfir hálf milljón manna hefur heimsótt MySpace-síðu hljómsveitarinnar á tæpum tveimur árum. VINAFJÖLD Á MYSPACE Sigur Rós heimsótt 3.223.400 sinnum Björk heimsótt 2.996.700 sinnum múm heimsótt 772.010 sinnum Steed Lord heimsótt 512.300 sinnum Emilíana Torrini heimsótt 443.550 sinnum Seabear heimsótt 289.100 sinnum Amiina heimsótt 215.600 sinnum Gus Gus heimsótt 211.400 sinnum Jakobínarína heimsótt 151.200 sinnum Bang Gang heimsótt 124.400 sinnum Ghostigital heimsótt 77.320 sinnum Singapore Sling heimsótt 66.950 sinnum Reykjavík! heimsótt 54.220 sinnum Benni Hemm Hemm heimsótt 42.100 sinnum Esja heimsótt 20.240 sinnum Bó Halldórsson Band heimsótt 13.840 sinnum Mikil umræða er á vefsíðu Egils Helgasonar við færslu hans um bókina Íslam með afslætti sem nýverið kom út. Egill segir að greina megi tvo rauða þræði í bókinni: Því að mestu hafnað að heiminum stafi ógn af öfgafullu íslam, við eigum að uppræta fordóma okkar gagnvart íslam og svo er fjallað um dönsku skopmyndirnar þar sem birtist sú afstaða að rangt hafi verið að birta þær. Egill er eindregið þeirrar skoðunar að þar séu aðstandendur bókarinnar mjög á villigötum. Ein þeirra sem standa að bókinni er Auður Jónsdóttir hvers eiginmaður er myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Þórarinn Leifsson. Hans innlegg í umræðu sem myndast hefur á athuga- semdakerfi Egils má heita forvitnilegt. Hann sendir ástarkveðjur til skoðanabræðranna Egils og Ágústs Borgþórs Sverrissonar og hlekk sem vísar á skopmynd sem ekki er prenthæf. Þar má sjá þá Egil og Ágúst í „ástaratlotum“ við að búa til „lítinn negrastrák“. Á myndinni má sjá Egil lesa í bókinni „Tíu litlir negrastrákar“ en hann varði útgáfu hennar um síðustu jól, taldi ekkert athugavert við endurút- gáfu hennar. Myndin er ósiðleg en spaugileg og gekk hún eins og eldur í sinu um netið í gær. Ekki náðist í Egil Helgason í gær vegna málsins. Óbirtingarhæf skopmynd af Agli EGILL OG ÁGÚST BORGÞÓR Skopmynd eftir Þórarin Leifsson, en textinn hylur það allra heilagasta, gengur sem eldur í sinu um netið. ENN MEIRI VERÐLÆKKUN SMÁRALIND OG KRINGLUNNI VERÐDÆMI: PEYSUR 1.250 BUXUR 2.000 JAKKAR 2.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.