Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 17.01.2008, Blaðsíða 68
FIMMTUDAGUR 17. janúar 2008 51 Hópur fólks leitar skjóls í kjörbúð í vesturhluta Maine í Bandaríkjun- um á meðan óvenjuþykk þoka gengur yfir. Brátt verður ljóst að eitthvað fjandsamlegt fylgir þokunni sem verður til þess að menn taka að skipa sér í tvær fylk- ingar; annars vegar þeir sem fylgja að máli listamanninum David Drayton, sem hefur aðgát í önd- vegi, eða trúarofstækiskonunni frú Carmody, sem telur öflin fyrirboða þess að dómsdagur sé í nánd. The Mist er fjórða mynd Franks Darabont, sem byggist á sögu Stephens King. Tvær þeirra, The Green Mile og The Shawshank Redemption, þykja með betri aðlögunum á verkum Kings og því hefur The Mist verið beðið með eftirvæntingu frá því að ljóst varð að Darabont hygðist leikstýra henni. Leikstjórinn er á heimavelli hvað sögusviðið viðvíkur. Þröngt afmarkað rými, í þessu tilviki verslun, þar sem lífsbaráttan reyn- ist ekki síður hörð en í óvinveittu umhverfinu utandyra, sem persón- ur reyna eftir fremsta megni að verjast. Darabont nýtir til fulln- ustu hvert tækifæri til að sýna við- brögð mannskepnunnar í slíkum aðstæðum, þar sem ótti, skelfing og múgsefjun magnast upp þar til hrein illska nær yfirhöndinni. Þrátt fyrir staðlaða persónusköp- unina nær leikhópurinn að miðla þeim ólíku blæbrigðum tilfinninga sem blossa upp með Thomas Jane og Marcia Gay Harden, með Drayton og Carmody í fararbroddi. Sterkust er myndin framan af; spennan mest á meðan ógnin er ókunn og á reynir í samskiptum sögupersóna. Ekki er logið að ákveðin vonbrigði verða þegar hulunni er svipt af óvættunum. Skrímslum sem eiga betur heima í gamalli B-mynd og þá helst vegna þess hversu óspennandi og á köflum gervileg þau reynast vera. Sú staðreynd ásamt hand- ritsgloppum skemmir fyrir. Myndin nær sér þó aftur á strik undir lokin með áhrifaríkum og eftirminnilegum endi, en það er meðal annars honum að þakka að hún skuli slefa upp í þrjár stjörnur. The Mist er áhugaverð stúdía í mannlegri illsku þótt hún verði seint flokkuð með gæðamyndunum The Green Mile og The Shaw- shank Redemption. Roald Viðar Eyvindsson Áhugaverð stúdía í mannlegri illsku KVIKMYNDIR The Mist Leikstjóri: Frank Dara- bont. Aðal- hlutverk: Thomas Jane, Marcia Gay Harden, Laurie Holden, Andre Braugher og Toby Jones. ★★★ The Mist er áhugaverð stúdía í mann- legri illsku. Janis Joplin var frábær tónlistar- kona sem drakk heldur hressi- lega og tókst að koma sér yfir móðuna miklu aðeins 27 ára gömul árið 1970. Hefði hún lifað yrði hún 65 ára á laugardaginn. Af því tilefni á að heiðra lista- konuna á Organ og spila tónlist úr söngbók hennar. Rjóminn af söngvurum þjóðarinnar tekur lagið. Í stafrófsröð; Andrea Gylfadóttir, Daníel Ágúst, Didda, Diva de la Rosa úr Sometime, Elíza, Jenni í Brain Police, Kenya, Lay Low, Lísa Páls og Ragnheiður Grön- dal. Að auki má búast við leynigestum. Um undirleik sér hljómsveit B. Sig, sem kallar sig Litlu bræður og leynigestirnir þetta kvöld. Kynnir er Joplin- sérfræðingur Íslands, rokkamm- an Andrea Jónsdóttir. Janis á Organ JANIS JOPLIN 65 ára á laugardaginn. Eiginmaður Amy Winehouse, Blake Fielder-Civil, vill fá skilnað. Faðir söngkonunnar segir að móðir Blakes, Georgette, hafi ýtt á son sinn um að fara frá söngkonunni. Í viðtali við tímaritið Grazia segir Mitch Winehouse að Blake hafi hótað að sækja um skilnað í rifrildi við eiginkonu sína. „Því miður hafa ákveðnir hlutir sem móðir Blakes segir haft áhrif á hann. Ég held að Georgette vilji að þau skilji, en það er þeirra mál. Hvað Amy varðar myndi hún standa við bakið á honum hvað sem gerist,“ segir faðir söngkonunnar. Blake situr eins og kunnugt er í fangelsi þessa dagana, en hann er sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar í rannsókn á líkamsárásarmáli á hendur honum. Fyrr í mánuðinum fór Winehouse í frí ásamt umboðs- manni sínum, sem einnig er fyrrverandi kærasti hennar, Blake til lítillar ánægju. Móðir hans virðist vera á sama máli. „Eiginmaður Amy er í fangelsi og hún er að skemmta sér með gömlum kærasta. Hvað er hún að spá?“ sagði Georgette á dögunum. Heimildarmaður sem þekkir Amy og Blake segir samband þeirra fara versnandi. „Blake hefur verið að hlusta á móður sína og hann er mjög misjafn í framkomu við Amy í þau skipti sem þau hittast.“ Amy að skilja SAMBANDIÐ FER VERSNANDI Faðir Amy Winehouse segir að eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, hafi hótað henni skilnaði á dögunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.