Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 12
12 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið ÁSTRALÍA, AP Ástralska tollskipið Oceanic Viking er á leiðinni til hafsvæðanna við suðurskautið að ná þar í tvo hvalverndarsinna, sem haldið er um borð í japönsku hvalveiðiskipi. Áströlsku tollverðirnir hyggj- ast síðan sigla mönnunum yfir að skipi Sea Shepherd-samtakanna sem fylgst hefur grannt með hval- veiðum Japana í vetur. Samtökin hafa að venju mótmælt hvalveið- unum harðlega og berjast fyrir því að þeim verði hætt. „Við viljum fá þá aftur,“ segir Paul Watson, skipstjóri á Steve Irwin og leiðtogi Sea Shepherd- samtakanna. „Ég ætla ekki að fall- ast á nein skilyrði,“ segir hann og þvertekur fyrir að liðsmenn hans á Steve Irwin hætti að áreita jap- önsku hvalveiðimennina í skipt- um fyrir mennina tvo. Á þriðjudaginn stukku þeir Benjamin Potts, 28 ára gamall Ástrali, og Giles Lane, 35 ára Breti, úr gúmmíbát yfir á japanska hvalveiðiskipið Yushin Maru 2. Þeir hugðust afhenda skipstjóran- um bréf, eftir því sem félagar þeirra í Sea Shepherd-samtökun- um segja. Að afhendingu bréfsins lokinni ætluðu þeir aftur frá borði. Þeim varð hins vegar ekki kápan úr því klæðinu og eru enn um borð í japanska skipinu. Það voru japönsk stjórnvöld sem báðu Ástrala um að hafa milligöngu í málinu. Japanar saka hins vegar Watson og félaga um að reyna hvað þeir geta til að draga þetta ástand á langinn í auglýsinga- skyni fyrir málstað sinn. Japanar segja allar tilraunir þeirra til að ná sambandi við liðsmenn Sea Shepherd hafa orðið árangurs- lausar. Deilur Japana og hvalverndun- arsinna eru árviss viðburður meðan vetrarvertíð japanskra hvalveiðiskipa stendur yfir við suðurskautið. Stjórnarskipti urðu nýlega í Ástralíu og nýja stjórnin er and- víg hvalveiðum. Fyrr í mánuðin- um sendi hún skip á suðurskauts- slóðir til að taka myndir af hvalveiðum Japana í því skyni að nota þær til að berjast gegn þess- um veiðum á alþjóðavettvangi. Nú í vikunni kvað svo dómari í Ástralíu upp þann úrskurð að hvalveiðar Japana innan áströlsku 200 sjómílna landhelginnar væru brot á áströlskum lögum. Japanar neita hins vegar að viðurkenna gildi ástralskra laga á þessum hafslóðum. gudsteinn@frettabladid.is Átök í Suðurhöfum Tveimur hvalverndarsinnum, á vegum Sea Shepherd-samtakanna, hefur síðan á þriðjudag verið haldið um borð í japönsku hvalveiðiskipi við Suðurskautslandið. Sea Shepherd ansar ekki Japönunum, og nú eru Ástralar á leið til bjargar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A P FÆRÐIR Í BÖND Hvalverndarsinnarnir tveir, annar frá hægri og fimmti frá hægri, voru færðir í bönd þegar þeir komu óboðnir um borð í japanska hval- veiðiskipið Yushin Maru 2 á þriðjudaginn. Smábátafélag Reykjavíkur Fundur verður haldinn í kaffi stofu félagsins Verðbúð 5, Suðurbugð Miðvikudaginn 23. Janúar kl. 19 Dagskrá: 1. Kynning á kjarasamningi LS og Sjómannasamtakanna (Örn Pálsson) 2. Opin umræða um samninginn 3. Atkvæðagreiðsla 4. Önnur mál Stjórnin A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Venieri fyrir veturinn stórar Hardox skófl ur • vökvadrifnir snjóblásarar • snjótennur Snjótönn / fjölplógur Snjótönn / fjölplógur Snjótönn / fjölplógur JANÚAR-AFSLÁTTUR300 - 500 þúsund krónur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.