Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 30
BLS. 2 | sirkus | 18. JANÚAR 2008 ■ Heyrst hefur Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@frettabladid.is Forsíðumynd Gassi Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Guðný Guðlaugsdóttir sími 512 5462 MORGUNMATURINN: Vildi að ég gæti sagt heimagerður vítamínbættur skyrdrykkur með hörfræjum og ávöxtum... en oftast er það kaffibolli og ristað brauð sem verður fyrir valinu. Ef ég vil gera vel við mig rölti ég á Kaffitár í Bankastræti og fæ mér beyglu og sterkan latte. SKYNDIBITINN: Bæjarins bestu svala minni skyndibitaþörf ágætlega. Ein með steiktum, hráum og tómatsósu er málið ef maður er að flýta sér. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Almennt séð finnast mér veitingastaðir ekki sérlega rómantískir. Ég fer á veitingastaði til að borða góðan mat og helst prófa eitthvað nýtt. Ef rómantíkin heltekur mig þá finnst mér hins vegar best að borða heima, enda eintómir veislukokkar á mínu heimili. LÍKAMSRÆKTIN: Þótt vissulega sé gagnlegt að hafa aðgang að svitamettuðum tækjasal á líkamsræktarstöð þá finnst mér besta líkamsræktin felast í því að ganga sem mest minna ferða um borgina. Það gagnast jafnt andanum sem afturendanum. Markmiðið í framtíðinni er að eignast góðan fjallabíl í utanbæjarakstur en ganga milli staða innanbæjar. Vona að skipulagsyfirvöld í Reykjavík verði mér hliðholl í þessum framtíðarplönum. UPPÁHALDSVERSLUNIN: Bygginga- vöruverslanir hafa verið í uppáhaldi hjá mér frá því ég fór að búa. Mig langar yfirleitt alltaf að kaupa allt sem ég sé í svoleiðis búðum. Verst hvað þær eru allar langt í burtu frá miðbænum, nema reyndar Brynja á Laugavegi. Ætli hún sé þá ekki bara í uppáhaldi, þótt verðmiðarnir þar séu ekki endilega í sérstöku uppáhaldi. ÞAÐ BESTA VIÐ BORGINA: Fólkið í Reykjavík. Ekki margar aðrar borgir í heiminum sem bjóða upp á jafnstórt safn ættingja, vina og kunningja og Reykjavík. Það er eitthvað svo skemmtilega sveitó við það að búa í höfuðborg Íslands – stórborginni Reykjavík – en labba svo út á götu og heilsa annarri hverri manneskju sem gengur hjá. Eyrún Magnúsdóttir almannatengill REYKJAVÍK Rhys Ifans skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék á móti Hugh Grant og Juliu Roberts í myndinni Notting Hill og síðan hefur leikferill hans bara legið upp á við. Stefán Jónsson leikstjóri var góður vinur Rhys þegar þeir voru saman í bekk í leiklistarskólanum Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum. Eftir námið héldu þeir sambandi en Stefán segir að það hafi ekki verið sérlega mikið síðustu árin, en hann heimsæki hann þó þegar hann er á ferðinni í Lundúnum. „Sam- bandið hefur orðið strjálla eftir að frægðarsól hans hefur hækkað, hann er á ferð og flugi. En við urðum fljótt nánir vinir í skólanum, velska og íslenska blóðið blandaðist vel. Pöbbar og partí voru fastir liðir á stundaskránni. Hann er ennþá að, meðan ég hef róast töluvert,“ segir Stefán og hlær. Hann rifjar upp að þeir vinirnir hafi gert margt skemmtilegt og skrautlegt saman. „Einu sinni heimsóttum við foreldra Rhys sem búa í Wales og þar hlupum við meðal annars allsberir og öskrandi úti í þrumum og eldingum, að nóttu, eins og berserkir, falleg minning.“ Fyrir nokkrum árum kom Rhys til Íslands til að heimsækja Stefán og kynnast landi og þjóð. „Hann var hérna í viku og við sendum hann og föruneytið upp á jökul. Honum fannst það mögnuð reynsla enda er hann mikið náttúrubarn. Með í för var Thor Vilhjálms- son rithöfundur og þeir náðu vel saman. Á þessum tíma vorum við Brynhildur að frumsýna Karíus og Baktus og Rhys og co. mættu á frumsýninguna. Hann skemmti sér og reyndi að misnota Karíus kynferðislega eftir sýninguna, en það er önnur saga ,“ segir Stefán og hlær. Þegar hann er spurður að því hvort þeir hafi ekki farið á barina játar hann því. „Íslenska næturlífið hentaði honum vel og þá sérstaklega drykkjumenning Íslend- inga. Það koma líka margir blautir en góðir leikarar frá Wales – Richard Burton og Anthony Hopkins. Rhys hefur alltaf lifað hátt, slær ekkert af hvað það varðar,“ segir Stefán og bætir því við, að vinur sinn sé hluti af Kate Moss-genginu sem slær ekki slöku við í sukkinu. Þegar hann er spurður út í Siennu Miller segir hann að þetta sé alls ekki fyrsta ofurskutlan sem hann nái sér í. „Hann þykir ægilega mikið krútt. Hann er kannski ekkert sérlega sykursætur en hann er með ótrúlega persónutöfra. Persónulega finnst mér hann þó lifa of hratt og ég vona að hann nái að lenda áður en hann fer sér að voða. Rhys er nefnilega frábær leikari.“ Ætlar þú ekkert að fara að rækta sambandið við hann betur? „Auðvitað reyni ég að hafa samband við vini mína þegar ég er á ferðinni, en ég er ekkert að reyna að hitta hann meira núna af því hann er með Siennu Miller. Rhys hefur tekið flugið en ég vona að hann fljúgi ekki of nálægt sólinni,“ segir Stefán og hlær. Rhys Ifans er þó ekki eini frægi leikarinn sem var með Stefáni í skóla því nýjasti James Bond, Daniel Craig, var líka í skólanum. „Ég kynntist honum ekki náið enda vissi ég ekki þá að hann yrði Bond, annars hefði ég að sjálfsögðu gefið mig meira að honum, allavega beðið um eiginhandar- áritun,“ segir Stefán sem þessa dagana er að leikstýra Baðstofunni eftir Hugleik Dagsson. Brynhildur Brák Guðjónsdóttir, sem seinna nam einnig í Guildhall, leikur aðalhlutverkið en stykkið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 9. febrúar. martamaria@365.is STEFÁN JÓNSSON LEIKSTJÓRI VAR MEÐ RHYS IFANS Í BEKK Vona að hann fl júgi ekki of nálægt sólinni Danska tískutímaritið Cover birtir í nýjasta tölublaði blaðsins myndir af tveimur íslenskum konum, Hafdísi sem titluð er listamaður og söngkonunni Svölu Björg- vinsdóttur. Cover er með fasta opnu í blaðinu þar sem ljósmyndir af fólki sem hefur áberandi og afgerandi stíl, hvaðanæva að úr heiminum eru birtar. Það skyldi því engan undra að Svala Björgvinsdóttir hafi orðið fyrir valinu því hún ber af fyrir óvenjulegan klæðaburð hvar sem hún kemur og er ævinlega á listum yfir best klæddu íslensku konurnar. Svala Björgvinsdóttir í danska tískutímaritinu Cover RHYS IFANS OG SIENNA MILLER Eru áberandi í skemmtanalífinu. Stefán segir að þeir vinirnir hafi verið ansi hressir á börunum en hann hafi öðrum hnöppum að hneppa núna. STEFÁN JÓNSSON Var með mörgum stórstjörnum í leiklistarskóla. „Covergirl“ Argentína kallar Þegar eldri borgarar flykkjast til Kanaríeyja á meðan mesti kuldinn geisar á Íslandi hafa aðrir fundið sér öðruvísi áfangastaði. Argentína er til að mynda komin á listann yfir heitustu staðina og þeir sem heim- sækja landið virðast fá algera Argentínu-dellu. Bolli Kristinsson, fyrrum kaupmaður í Sautján, er einn af þeim. Hann hefur farið nokkrum sinnum til Argentínu og er nú á leið út í þriðja skiptið. Hann hefur aðallega farið til að svala veiðiþorstanum en líka til að æfa dans sporin en hann er mikill áhugamaður um dans. Sigurður Gísli Pálmason hefur einnig áhuga á landinu og hefur notið þess í botn. En það hafa Jóhanna Vilhjálmsdóttir og maður hennar, Geir Sveinsson, líka gert en þau heimsóttu Argentínu fyrir nokkru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.