Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 36
BLS. 8 | sirkus | 18. JANÚAR 2008 Í nýjustu rafrænu skoðanakönnun Gallup kemur í ljós að útvarpsþátt- urinn Zúúber á FM 957 er vinsælasti útvarpsþátturinn í landinu hjá fólki á aldursbilinu 20-40 ára. Tölur úr könn- uninni voru nýlega birtar þegar blaða- maður hitti þríeykið í ljósmyndastúd- íói Gassa sem er í Grafarholtinu. Það var líf og fjör á staðnum, Gassi að stilla ljósin og Elín Reynisdóttir ofur- sminka er búin að setja sig í stellingar til að gera þau ennþá flottari á mynd- inni. Þó að Sigga, Svali og Gassi séu ákaflega ólík gengur samstarfið vel þótt hlustendur fái það kannski ekki alltaf á tilfinninguna. Gassi og Sigga eru nefnilega aldrei sammála, en kannski eru þau bara of lík því það kemur í ljós að þau eru systkinabörn. „Mamma hans Gassa og mamma mín voru hálfsystur,“ segir Sigga sem hafði ekki hugmynd um að hún ætti þenn- an frænda fyrr en þau byrjuðu að vinna saman. Þótt þau séu nú yfirleitt opin og geta rætt allt í útvarpinu vilja þau ekki fara nánar út í það sem varð- ar líf fjölskyldunnar. Það er einfald- lega of flókið. Þátturinn Zúúber byrjaði 21.októb- er 2004 en upphaflega voru þau fimm með þáttinn en Svali var aðalhvata- maðurinn að honum. „Í byrjun hafði enginn sérstaka trú á að þetta myndi virka. Ég var landsfræg svefnpurka og það trúði enginn að ég gæti vaknað svona snemma. Þegar ég stakk upp á að Gassi væri með mér í þættinum var fólki öllu lokið. Menn krossuðu sig bara því hann var svo erfiður í sam- starfi. En eftir að Gassi hætti að drekka fyrir þremur árum þá hefur hann orðið miklu skapbetri. Sumir geta drukkið en aðrir ekki. Gassi hegð- aði sér eins og hálfviti þegar hann var fullur. Þegar hann hætti að drekka kom loksins réttur maður í ljós,“ segir Svali og Gassi er orðinn frekar pirrað- ur á honum. „Þú talar eins og ég hafi verið fullur á hverjum degi,“ segir Gassi. „Ég er ekkert að tala um það, þú varst bara leiðinlegur í skapinu þegar þú varst að drekka,“ segir Svali og bætir því við að konan hans Gassa hafi stundum hringt í hann því Gassi hafi verið svo leiðinlegur við hana. „Batnandi mönnum er best að lifa,“ segir Svali. Fékk áfall eftir fyrstu vikuna „Þátturinn var teiknaður upp með ákveðinni formúlu og við fengum fullt af fólki í prufur í þáttinn. Mark- miðið var að búa til skemmtilegan útvarpsþátt. Síðan þróaðist þetta út í dægurumræðu og svo hefur þáttur- inn tekið heilmiklum breytingum eftir að Sigga kom inn í hann,“ segir Svali. Þegar hann kom að máli við Siggu í byrjun árs 2006 var hún stödd á allt öðrum stað í lífinu. Hún starf- aði sem útvarpskona á Létt 69.7 og spilaði mjúka tónlist fyrir eldri kyn- slóðina. „Þetta var mikið stökk fyrir mig. Ég var mjög hissa þegar Svali kom að máli við mig og bað mig að vera með í þættinum. Þetta kom samt á hárréttum tímapunkti því ég fann að ég þurfti á tilbreytingu að halda,“ segir hún en viðurkennir að fyrsta vikan hafi verið hroðaleg. Það hafi ekki verið talað um neitt annað en kynlíf og hjálpartæki. Botninn fór alveg úr þessu að hennar mati þegar það mætti kona í stúdíóið til þeirra á föstudeginum og fróaði sér í beinni útsendingu. „Þetta var rosalegt. Eftir fyrstu vikuna hringdi ég grátandi í yfirmann útvarpssviðs og sagði honum að ég hefði tekið ranga ákvörðun. Ég vissi ekki hvað ég var búin að koma mér út í. Hann sann- færði mig þó um að vera áfram því þetta væri nú ekki dæmigert fyrir starfið,“ segir hún. „Sigga er svo skemmtilega opin og segir alltaf allt. Hún lét það til dæmis flakka að hún hefði aldrei prófað eggið og það fór gjörsamlega allt á hliðina við þær fréttir og síminn stoppaði ekki. Á endanum fengum við gefins fullt af hjálpartækjum til að gefa Siggu og auðvitað hlustendum okkar í leið- inni,“ segir Svali. Þegar þau eru spurð að því hvort þau séu ekki bara að leika þegar þau eru í útsendingu segja þau svo ekki vera. „Þetta er að hluta til teiknað upp, en í langflest- um tilfellum erum við bara við sjálf. Og svo erum við ólík að eðlisfari og því ekki oft sammála. Sérstaklega ekki þau tvö,“ segir Svali og bendir á Siggu og Gassa. „Stundum koma óþarflega mikil skot en það gerir þáttinn líka ennþá skemmtilegri,“ segir Svali en hann er oftar en ekki í hlutverki sáttasemjara þegar Sigga og Gassi eru orðin eins og hundur og köttur. Stundum hafa þau tekist svo mikið á að annað hvort þeirra hefur labbað út. „Það kemur oft fyrir að Gassi segir eitthvað ógeðslegt við mig en svo er lokað fyrir míkrafóninn og þá segir hann fyrirgefðu,“ segir Sigga og reynir að gera gott úr þessu. Hlustendur tóku eftir því að á milli jóla og nýárs varð allt vitlaust í þætt- inum. Það var eins og það hafi verið eitthvað í jólasteikinni sem olli rifrildunum sem geisuðu í Zúúber þessa vikuna. Sigga viðurkennir að hafa sent Gassa sms á gamlárskvöld til að biðjast fyrirgefningar. Þegar þau eru spurð að því hvort þau séu í miklu sambandi utan vinn- unnar segja þau svo ekki vera. „Ég er ekki einu sinni með símann hjá Siggu,“ segir Gassi en auðvitað er hann að plata. Líf í trúarsöfnuðum Þótt Zúúber hljómi stundum eins og hann sé bara leikinn af fingrum fram er hann þaulskipulagður. Sigga á heiðurinn af þættinum en hún er eini starfsmaður þáttarins í fullu starfi. Meðfram útvarpsvinnunni er Svali markaðsstjóri Skífunnar og Gassi er framleiðslustjóri útvarps- sviðs 365 og klippir saman sýnishorn úr sjónvarpsþáttum og myndum og fleira í þeim dúr. Hann rekur líka ljósmyndastúdíó og hefur myndað rjómann af poppelítunni á Íslandi. „Við gerum handrit að þættinum en yfirleitt hringir einhver inn sem skapar allt aðrar umræður og þá tekur þátturinn sína eigin stefnu. Það er alltaf gaman þegar það ger- ist,“ segir Svali. Þátturinn er yfirleitt á léttum nótum en þó kemur fyrir að hann verði hádramatískur. Það hefur gerst oftar en einu sinni að fólk hringir inn grátandi. „Um daginn hrindi ung kona inn til okkar. Við vorum að ræða trú og hún sagði að hún væri eiginlega hætt að trúa á guð því hún hefði verið misnotuð þegar hún var lítil. Hún sagðist hafa farið á skeljarnar á hverju einasta kvöldi og bað til guðs um að hún yrði ekki misnotuð framar en svo gerðist það aftur og aftur og hún tapaði trúnni. Þegar hún hringdi inn þá höfðum við það á tilfinningunni að þetta væri í fyrsta sinn sem hún tal- aði um þetta því hún brotnaði saman og fór að hágráta,“ segir Svali og bætir því við að það sé í raun ekki til neitt umræðuefni sem ekki megi tala um í Zúúber. „Það er eins og fólk sé að átta sig á því að það megi tala um allan fjandann. Ég vil meina að Zúú- ber hafi komið margri umræðu af stað,“ segir Svali. Fyrst Svali nefnir trú er ekki úr vegi að spyrja þau um þeirra eigin, en foreldrar Svala voru í Vottum Jehóva. Þegar hann er spurð- ur að því hvort Vottarnir hafi sett mark sitt á líf hans segir hann svo ekki vera. „Ég veit ekki beint hvort Vottarnir hafi mótað mig, en ég hef samt sterkar skoðanir á trú fyrir vikið,“ segir Svali. Vottar Jehóva halda ekki upp á afmæli og heldur ekki upp á jól. Hvernig fannst þér það? „Ég man vel eftir fyrsta afmæl- inu mínu og fyrstu jólunum eftir að mamma og pabbi hættu í Vottunum. Get samt ekki sagt að þetta hafi farið eitthvað illa með mig. Við vorum til dæmis alltaf „bara“ upp í sumarbú- stað yfir hátíðarnar,“ segir Svali og segist vera guðslifandi feginn að mamma hans og pabbi hafi snúið bakið við trúarhópnum. Hann vill þó að það komi fram að hann beri engan kala til Vottanna, þetta hafi bara ekki hentað fjölskyldunni. Svali er þó ekki sá eini í hópnum sem hefur kynnst sértrúarsöfnuði því Sigga var í Frelsinu um nokkurra ára skeið. En af hverju sneri hún baki við trúar- hópnum? „Ástæðan fyrir því að ég hætti í Frelsinu var sú að það sprakk allt í loft upp þegar upp komst um framhjáhald pastorsfrúarinnar við tvítugan pilt í kirkjunni. Í ofanálag voru forsvarsmenn safnaðarins í svakalegu fjármálabraski með pen- inga kirkjunnar. Þau gerðu tilraun til að halda starfinu áfram. Ég var ein af mörgum sem gengu út úr starfinu í framhaldi af þessu. Frelsið lagðist svo alveg niður stuttu seinna þar sem engir meðlimir voru eftir.“ Kom úr vernduðu umhverfi Þrátt fyrir að geta nánast rætt alla hluti í útvarpinu þá viðurkenna þau að það sé stundum erfitt og þau hafi oft og mörgum sinnum roðnað mikið í útsendingarstúdíóinu. „Þegar við vorum að byrja með þáttinn fannst mér allt í lagi að vera með svona ÞAÐ ER ALDREI LOGNMOLLA Í KRINGUM SIGGU LUND, SVALA OG GASSA SEM STJÓRNA ÚTVARPSÞÆTTINUM ZÚÚBER Á FM 957. FRÁ ÞVÍ ÞÁTTURINN HÓF GÖNGU SÍNA HAFA ÞAU FENGIÐ LANDANN TIL AÐ FRAMKVÆMA ÓTRÚLEGUSTU HLUTI. Í VIÐTALI VIÐ MÖRTU MARÍU JÓNSDÓTTUR TALA ÞAU UM VINNUNA, SÉRTRÚARSÖFNUÐINA OG DRYKKJUVANDAMÁL. UPPÁHALDSMATURINN: SIGGA: Nautalundir, með smjörsteiktum sveppum, bakaðri kartöflu og sveppasósu. Gott vín er líka nauðsynlegt með! SVALI: Kjúklingurinn í Melabúðinni. GASSI: Pasta. UPPÁHALDSDRYKKURINN: SIGGA LUND: Kók. En ég er samt að reyna að vera duglegri í vatninu. SVALI : Vatn. GASSI: Vatn. MESTI LÚXUSINN: SIGGA: Að sofa út og leggja mig þegar ég er úrvinda. SVALI: Jeppinn og öllu sem honum fylgir. GASSI: Mac-tölvan mín. LÍKAMSRÆKTIN: SIGGA : Pass. SVALI: Næsta spurning. GASSI: World Class. MESTA SLÖKUNIN: SIGGA: Sumarbústaðurinn og náttúran klikkar aldrei! SVALI: Í sveitinni hjá tengó. GASSI: Fjölskyldan og gufan. BÍLLINN MINN ER ... SIGGA: Rauður Toyota Yaris, alveg yndislegur! SVALI: Lítill og hinn stór. GASSI: Pajero. DEKRIÐ: SIGGA: Heill dagur í dekri á snyrtistofu, við erum að tala um nudd og allan pakkann. SVALI: Pítsa, bjór og Playstation. GASSI: Pass. VERÐMÆTASTI HLUTURINN: SIGGA: Nýji gítarinn minn. SVALI: Íbúðin mín. GASSI: Öll tækin mín. HVERNIG VERÐUR 2008? SIGGA: Það verður besta árið í lífi mínu til þessa. Lífið fer bara batnandi! SVALI: Það besta hingað til... GASSI: Geggjað. Roðna oft í stúdíóinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.