Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 45
18. JANÚAR 2008 | SIRKUS | BLS. 9 opinskáa umræðu því ég hugsaði með mér að það væri enginn vaknað- ur og því væri þetta í lagi. Svo fannst mér líka skárra að tala um alla þessa hluti því það væri enginn að horfa á mann. En svo hefur það nú breyst eftir að við komum með vefmynda- vél í stúdíóið,“ segir Svali. Gassi er þó alls ekki sammála þessu því hann segir að það sé fullt af hlutum sem þeir megi alls ekki ræða. „Það má ekki ræða hvar Sigga býr, það má ekki ræða hvað Sigga er að gera með manninum sínum, það má ekki ræða líkamsræktarátökin sem hún fer í,“ segir Gassi hlæjandi. Upp spinnast fjörugar umræður um heilsuátök og hvernig á ekki að gera hlutina og það verður að viðurkennast að það hallar dálítið á kvenpeninginn í hópnum. „Sigga er alltaf með einhver plön á teikniborðinu varðandi líkamsrækt- ina en svo frestar hún alltaf öllu eða gefst hreinlega upp,“ segir Gassi. Sigga kippir sér ekkert upp við þetta enda er hún orðin ýmsu vön. Þegar þau eru spurð að því hvort þessi vinna hafi breytt þeim segist Svali ekki þekkja neitt annað því hann hafi verið í útvarpinu frá ungl- ingsaldri og Gassi tekur eiginlega undir það líka. „Ég held að þessi vinna hafi breytt Siggu mest því í raun er hún bara átta ára því hún byrjaði ekki að vera til fyrr en árið 2000 þegar hún kom úr sértrúarsöfn- uðinum,“ segir Svali. „Þetta er alveg rétt hjá honum, mér finnst þessi vinna hafa breytt mér. Ég kom úr svo vernduðu umhverfi og var alltaf búin að vera þessi góða stelpa sem fór aldrei út fyrir rammann. Þarna fékk ég að leika lausum hala og kynnast sjálfri mér betur og á nýjan hátt,“ segir Sigga og Gassi grípur fram í og reynir að segja einhverja brandara. Svali segir að þetta sé Gassi í hnot- skurn. „Svona er Gassi, hann segir eiginlega aldrei neitt, hann skýtur bara,“ segir hann og hlær. Gætuð þið þá ekki bara verið tvö í þættinum og sparað, eða hirt launin hans sjálf ? „Nei, það gætum við ekki. Því þá myndi vanta öll skotin, öll já og nei, innskotin og svona. Það verð- ur að vera, annars væri þetta ekkert gaman,“ segir Svali. Með blakandi eyru Þau sækja innblástur fyrir þáttinn víða. Sigga viðurkennir að hún sé stundum með blakandi eyru þegar hún fer á kaffihús og pikkar þá upp einhver umræðuefni sem hún heyrir úti í bæ. Svali tekur undir þetta en Gassi segist aldrei undirbúa sig neitt. Hann mæti bara og segi já eða nei eða gerir Siggu brjálaða með leið- indakommentum. Það er kannski ekkert skrítið að þau séu stundum pirruð út í hvert annað því þau mæta í vinnuna ekki seinna en korter yfir sex á morgnana. Þegar þau eru spurð að því hvernig það gangi segja þau að það sé hægt að venjast öllu. „Fyrst þegar við byrjuðum vorum við alltaf mætt klukkan hálf sex, alla daga. Maður sér það betur og betur að ef maður er mættur í vinnuna seinna en korter yfir sex þá er maður orðinn of seinn. Við þurfum að lesa fjögur dagblöð áður en við förum í loftið og það er alveg fáránlegt að tala ekki um hluti sem eru mikið í umræðunni.“ Hvað er það rosalegasta sem þið hafið lent í útsendingu? „Ég verð að viðurkenna það að þegar stelpan fróaði sér fyrir aftan mig í stúdíóinu varð ég mjög vand- ræðalegur og ég hef aldrei roðnað jafn mikið og þá,“ segir Svali og Sigga bætir því við að hún hafi aldrei upp- lifað neitt jafn skuggalegt og þegar þau vöxuðu pung í beinni. „Þetta með punginn var alveg rosalegt,“ segir Sigga og segir söguna af því að þau hafi í sakleysi sínu sagt frá því að snyrtistofa í bænum væri farin að sérhæfa sig í því að vaxa punga á karlmönnum. „Svo hringdi strákur inn í þáttinn og sagði að hann væri til í tuskið og þá var ekkert annað í stöðunni en að láta vaða og við boðuðum hann í stúdíóið nokkrum dögum síðar. En svo rann dagurinn upp og þá varð þetta ennþá rosa- legra. Snyrtifræðingurinn notaði súkkulaðivax og þegar það var komið á punginn var eins og hann væri búinn að gera á sig,“ segir Sigga. Þessi umræddi þáttur endaði með ósköp- um því í miðju kafi var slökkt á sjón- varpsútsendingunni. „Þetta fór eitthvað fyrir brjóstið á Pálma Guðmundssyni og hann slökkti á kamerunni,“ segir Svali. „Það er svosem ekkert skrítið því Gassi var með myndavélina alveg í klofinu á gæjanum,“ segir Sigga og dæsir. Elín Reynisdóttir sem hefur verið að sminka Gassa meðan á við- talinu stendur segir að hún hafi ein- mitt verið á hlaupabrettinu í World Class þegar þessi atburður átti sér stað. „Það voru allir í sjokki þarna á hlaupabrettunum og það munaði minnstu að ég hefði dottið af brettinu,“ segir Elín og hlær. Þegar þau eru spurð að því hvað sé mest heillandi við starfið nefnir Gassi peningana en Svali og Sigga skjóta hann í kaf og segja að svo sé nú alls ekki. „Ég hef oft hugsað um það þegar ég er að vakna svona snemma af hverju í andskotanum maður sé að þessu. En um leið og maður er mættur og búinn að opna fyrir míkrafóninn þá er ekki aftur snúið,“ segir Svali. „Öllu jafna er bara svo gaman og ég held að það sé vegna þess að það er rétt kemestrí á milli okkar. Við eigum svo vel saman,“ segir Sigga og Gassi skýtur inn í að það sé rétt ef vikan milli jóla og nýárs sé mínusuð frá. Breyttist þátturinn eitthvað þegar hann var sendur út í sjónvarpi? „Það rak okkur öll í átak,“ segir Gassi og hlær. „Við vorum mjög meðvituð um að láta sjónvarpið ekki breyta okkur. Ég verð þó að viðurkenna að maður passar sig að geispa minna og bora helst ekki í nefið,“ segir Svali en Sigga bætir því við að henni finnist það vera viss léttir þegar hún sé ekki í mynd. „Mér finnst það bæta rósum við þáttinn að hafa hann í sjónvarp- inu,“ segir Sigga. Aðspurð hvort það sé hægt að fá fólk til að framkvæma allt segja þau að svo sé ekki. „En það er alltaf einhver til í tuskið,“ segja þau og hlæja. Í frítímanum gera þau ekki mikið af því að hittast þótt Svali og Gassi fari einstaka sinnum út að borða saman eða í jeppaferðir. Þeir eiga það þó sameiginlegt að vera miklir græjukarlar. Þeir eiga til að mynda báðir jetski og elska allt sport. „Ég á fullt af börnum og konu og er mikill jeppakarl, elska golf og svo fékk ég laxveiðistöng í jólagjöf,“ segir Svali og Gassi segist vera með nákvæm- lega sömu áhugamál mínus jeppad- elluna. „Gassi er alger græjukarl, verður alltaf að eiga allt það nýjasta. Hann keypti sér til dæmis fjórhjól um daginn. Mér fannst það algert rugl og sagði við Gassa að hann ætti eflaust bara eftir að nota það þrisvar og hvað hefur komið á daginn, Gassi hvað ertu búinn nota fjórhjólið oft?“ spyr Svali og Gassi játar að hann hafi bara farið á það tvisvar og Svali hristir hausinn yfir þessu öllu saman. Líf Siggu snýst um allt annað en græjur og jeppa. Hún tekur aðallega til í frítíma sínum. „Ég elska líka að syngja og var að byrja á námskeiði í Söngskóla Reykjavíkur,“ segir hún og bætir því við að hún hafi fengið gítar í jólagjöf. „Annars finnst mér bara gott að hvíla mig og slaka á þegar ég er í fríi, horfa á góða mynd eða hitta vinkon- urnar. Þetta fer allt eftir því hvaða stuði ég er í.“ Þegar þau eru spurð út í nýja árið segjast þau ætla að halda áfram að gera góðan útvarpsþátt og hafa gaman af lífinu. „Við bindum þó vonir við að fá aukið fjármagn á þessu ári til að gera þáttinn enn betri. Samningurinn okkar rennur svo út í maí og verður spennandi að sjá hvert framhaldið verður,“ segja þau áður en þau hoppa í sparifötin svo hægt sé að smella af þeim mynd. WWW.GAP.IS 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.