Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 46
BLS. 10 | sirkus | 18. JANÚAR 2008 SIRKUS Sirkusdýrin hafa haldið tryggð við staðinn frá því hann opnaði og eru þvi orðnir jafn mikil húsgögn og barborðið. Á Sirkus ríkir ávallt taumlaus gleði. Ef Boston og Sirkus eru bornir saman verður samanburðurinn eins og að bera saman útihátíð í Eyjum og bindindismótið í Galtalæk, því Sirkus er alltaf staðurinn þar sem allt nötrar af hressileika og stemningu á meðan Boston er nokkrum skrefunum dannaðri. Stétt: Tónlistarmenn af Gus Gus-kynslóð- inni, myndlistarmenn, myndlistanemar í Listaháskóla Íslands, ljóðskáld og rithöfundar. Fram fyrir röðina: Björk Guðmundsdóttir, Stebbi Steph tónlistarmaður, Gísli Galdur tónlistarmað- ur, myndlistamaður- inn Curver, leikstjórinn Toggi, Jón Atli hárgreiðslumaður og plötusnúður, Hugleikur Dagsson og Nýhilhópurinn eins og hann leggur sig. Drykkurinn: Bjór. Áskilinn klæðnaður: Nokkurn veginn allt leyfilegt, nema 66*norður flíspeysur og flegnir bolir sem flassa brúnku og silíkonbrjóstum. Hönnun eftir Aftur-systurnar og Jón Sæmund, peysa frá Nakta apanum og skræpóttar leggings, notuð föt verða þó að teljast ákjósanlegur kostur. Pikköpplínan: „Viltu sjá nakta apann minn?“ ÖLSTOFAN Ölstofan hefur alla tíð verið staður fjölmiðlafólks, pólitíkusa og rithöfunda. Þar snobba allir fyrir öllum og njóta þess að sýna sig og sjá aðra í þeim tilgangi einum að ræða afrek sín við gesti og gangandi og sannfærast enn frekar um eigið ágæti. Hér eru þeir sem telja sig vera fræga og eru uppfullir af eigin egói. Stétt: Sjónvarpsfólk, stjórnmálamenn, blaðamenn og rithöfundar. Fram fyrir röðina: Hallgrímur Helgason rithöfundur, Ari Sigvaldason ljósmyndari og Árni Snævarr fyrrum fréttamaður. Stjórnmálamaðurinn Helgi Hjörvar og nafni hans Seljan Kastljósljóska með meiru. Kaupsýslumaðurinn og framkvæmdajöfurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, stórsöngvarinn Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir söngkona. Drykkurinn á barnum: Fastagestir Ölstofunnar verða seint sakaðir um fágaðan áfengissmekk og lepja bjórinn stíft. Það segir sína sögu að barþjón- arnir gera sér almennt ekki grein fyrir hárfínum blæbrigðamun á Gordons gini og Tanqueray gini auk þess sem Bacardi og Captain Morgan er sama rommsullið í þeirra augum á meðan munurinn á Grolsch og Tuborg er hins vegar vel þekktur bak við barborðið. Áskilinn klæðnaður: Svartur leðurjakki sem virkar aðeins of stór og gallabuxur. Bindi og allur slíkur viðhafnarbúnaður þykir lýti en þó leyfist Ölstofu- spjátrungunum þeim Kormáki og Skildi að klæðast slíku. Pikköpplínan: „Hvað segir þú, kannastu ekki við mig“? eða „Veistu hver ég var?“. VEGAMÓT Brúnkusmurðir stæltir karlmenn með ljósar strípur og íðilfagrar silíkonmeyjar á flegnum bolum, toppurinn á tilveru hnakkans. Á Vegamótum keppast allir um athyglina og hér skiptir öllu máli að sýna allt sem þú hefur. Stétt: Lögfræðinemar, fyrirsætur, útvarpsmenn, líkamsræktarjöfrar, afgreiðslufólk NTC verslana, nemendur í Háskólanum í Reykjavík. Fram fyrir röðina: Heiðar Austmann, Auðunn Blöndal, hnakkarnir Ásgeir Kolbeinsson og Arnar Grant líkamsræktarjöf- ur. Drykkurinn á barnum: Bacardi Breezer. Áskilinn klæðnaður: Fyrir karlkyns hnakkana er hvítur þröngur bolur sem undirstrikar skorna vöðva og dregur fram brúnkuna málið og við hann ljósar Diesel gallabuxur og stakur jakki. Hnakkameyjunum leyfist þó aðeins meir á meðan það er nógu bert, djarft og áberandi. Pikköpplín- an: „„Vá geðveik brjóst!“ APÓTEKIÐ Það er ótrúlega blandaður hópur á Apótekinu, fasteigna- og bílasalar mæta þangað í stórum stíl ásamt hárgreiðslufólki, kaup- mönnum, fyrrum fyrirsætum og sjónvarpsfólki. Inni á milli leynast popparar og aðrir skemmti- kraftar. Stétt: Fasteignasalar, hárgreiðslufólk, poppstjörnur Einars Bárðarsonar umboðsmanns Íslands, Senugengið með Jón Gunnar Geirdal fremstan í flokki. Fram fyrir í röðinni: Ragnheiður Guðfinna Concert- drottning, hárgreiðslu- maðurinn Böddi, Gummi Jóns í Sálinni og Þórhallur Gunnarsson. Drykkurinn: Mojito og kampavín. Áskilinn klæðnaður: Gallabuxur, hvít skyrta og jakkafatajakki á karlpeninginn en leggings, stutt pils og pallíettutoppar á kvenþjóðina. Pikköpplínan: Viltu koma í sleik? B5 Þegar B5 opnaði var hann í hlutverki kaffihúss og yfirleitt var ekki mikið af fólki þar á kvöldin. Síðasta vor snarbreyttist þetta þegar Rut Káradóttir arkítekt hressti upp á staðinn og í kjölfarið fóru þeir sem meira mega sín að sækja staðinn. Stemningin getur verið æði góð, flott tónlist og fullt af fólki við barinn. Stétt: Fjárfestar, arkítektar, heilsugúru, bankamenn og lögmenn. Fram fyrir í röðinni: Kári Stefánsson, Björgólfur Thor, Ingibjörg Stefánsdóttir, jógakennari og leikkona, og Heiðrún Lind Marteins- dóttir lögmaður á Lex. Drykkurinn: Hvítvín. Áskilinn klæðnaður: Dömurnar eru elegant, vel sniðnar gallabuxur, glansskyrta, leðurjakki og merkjavörutaska og herrarn- ir klæðast jakkafötum eða jakkafatabux- um við peysu og skyrtu. Pikköpplínan: Ég á kampavín og jarðarber heima, viltu koma og sjá vínilplötusafn- ið mitt? BOSTON Stemningin á Boston er oft dálítið eins og að vera staddur í frumsýningarpartíi krúttkynslóðarinnar sem neitar að horfast í augu við það að vera að eldast. Krúttkynslóðin á það sameiginlegt að vera feimin við alla athygli en fíla hana engu að síður og líður því vel í félagskap þjáningarbræðra sinna sem glíma við sama vandamál. Stétt: Yngri kynslóð leikara, leikstjóra og kvik- myndagerðarfólks. Leiklistar- og hönnunarangi listaháskólanema eins og hann leggur sig. Nemar við málvísindadeild HÍ. Fram fyrir röðina: Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður, Ragnar Bragason leikstjóri, Tómas Lemarquis myndlistar- maður. Drykkurinn á barnum: Gin í tónik, tilgerðarlaus og ekkert uppskrúfaður, Áskilinn klæðnaður: Vintage föt, fatnaður frá KronKron, eitthvað frá Trilogiu í bland við eitthvað gamalt. Pikköpplínan: Krúttleg þögn, augnagotur og feimnislegt bros Hverjir eru hvar? Skemmtanalíf höfuðborgarinnar hefur aldrei verið blómlegra. Skemmtistaðirnir eru stútfullir helgi eftir helgi og raðir sem ná langt út á götu er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að forðast, sama hversu snemma er lagt í hann. Skemmtistaðirnir eru þó misjafnir eins og þeir eru margir sem betur fer þar sem ólíkar týpur sækja barina heim. Sirkus fór á næturvaktina og gerði úttekt á helstu stöðum bæjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.