Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 66
34 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Útgáfurisarnir halda áfram að berjast í bökkum. EMI hefur átt við mestan vanda að stríða undanfarið, en fyrirtækið var nýlega selt verðbréfasjóðnum Terra Firma sem er rekinn af hinum 48 ára gamla Guy Hands sem hefur fram að þessu ekki verið þekktur fyrir áhuga eða vit á tónlist. Talið er að Terra Firma ætli sér að segja upp 1.500 til 2.000 af 6.000 starfsmönnum EMI og nokkrar helstu stjörnur fyrirtækisins hafa hótað að fara í verkfall til að mótmæla þeim fyrirætlunum þar sem þær muni koma niður á markaðssetningu á plötum þeirra. Þeirra á meðal eru Coldplay, The Verve og Robbie Williams. Hrakfarir EMI koma á óvart þar sem fyrirtækið hafði á sínum snærum stjörnur eins og Coldplay, Robbie Williams, Kylie Minogue og Radiohead og átti útgáfurétt- inn á helstu plötum Bítlanna, Pink Floyd, Sex Pistols, David Bowie og Rolling Stones svo nokkur dæmi séu tekin. EMI var líka einna framsæknast af stóru plötufyrirtækjunum, gerði til dæmis samninga við Daft Punk, Air, Gorillaz og LCD Soundsystem og keypti eðalfyrirtæk- ið Mute. En EMI virðist ekki hafa áttað sig nógu snemma á breyttu landslagi í plötuútgáfu og hélt áfram að ausa fjármunum í allar áttir eins og það væri hægt að reikna með stöðugri söluaukningu um ókomna tíð. Samkvæmt frásögn í Economist nýlega áttaði EMI sig ekki á stöðunni fyrr en árið 2006 þegar hópi af sextán ára unglingum var boðið á skrifstofur fyrirtækisins til að kanna hlustunarvenjur þeirra. Eftir fínt spjall var unglingunum boðið að velja sér diska úr stafla á einu borðinu. Þegar enginn þeirra tók með sér einn einasta ókeypis disk rann upp fyrir stjórnendum fyrirtækisins að staðan væri breytt og róðurinn gæti orðið ansi erfiður… Gjörbreytt landslag CHRIS MARTIN EMI bindur vonir við nýja Coldplay-plötu sem er væntanleg með vorinu. Hin áhrifamikla hljómsveit The Magnetic Fields sendi frá sér nýja breiðskífu í vikunni. Steinþór Helgi Arnsteinsson tók þess vegna púlsinn á Stephin Merritt og félögum. The Magnetic Fields hefur verið við lýði frá árdögum síðasta ára- tugar og á þeim tíma sent frá sér um tug platna. Fyrstu tvær, Dist- ant Plastic Trees og The Wayward Bus, þóttu stórgóðar og komu hljómsveitinni á kortið. Sveitin hverfist um einn mann, Stephin Merritt að nafni, mikinn popp- snilling með ógnargott nef fyrir hnausþykkum laglínum. Í fyrstu gerði Merritt reyndar allt sjálfur í hljóðverinu (fyrir utan að syngja stundum) og setti síðan saman sveit í kringum sig fyrir tónleika- hald. Þessi vinnuaðferð minnir þannig óneitanlega á sjálfan Brian Wilson. Margir telja að Merritt hafa náð hápunktinum í sínum lagasmíðum með útgáfu plötunnar 69 Love Songs árið 1999. Platan var þre- föld og eins og flestir gætu getið sér til um innihélt hún 69 lög um ástina. Næsta plata þar á eftir var einnig þemaplata. Platan hét i og hófust öll lagaheiti plötunnar á stafnum i. Upptekinn maður Merritt hefur langt í frá einskorð- að sig við The Magnetic Fields. Hann hefur átt sinn þátt í alls kyns hliðarverkefnum, gefið meðal annars út plötur með sveitunum The 6ths og Future Bible Heroes auk þess að hafa unnið að leikhús- tónlistargerð og fleiru. Áhrif Merritts ná til hinna klass- ísku poppkónga og drottninga, „the usual suspects“. Abba, Roxy Music, The Kinks og David Bowie hafa öll verið nefnd sem áhrifa- valdar enda einkennast flestar plöturnar af poppuðum en djörfum hljóðgervlahljómi. Undantekning- in var hins vegar i sem innihélt ekki einn einasta hljóðgervla- hljóm. Hávaða 60’s popp Nú, um fjórum árum eftir útgáfu i, er komið að Distortion, einni fyrstu „stóru“ plötu ársins 2008. Á Distortion heldur Merritt sig áfram við þema-þemað og bjagar hljóm plötunnar hægri vinstri líkt og enginn væri morgundagurinn. Nema þá kannski helst sérstakur The Jesus and Mary Chain morg- undagur. Nær öll hljóðfæri sem nöfnum tjáir að nefna fá bjögun- armeðferð og hávaðaskruðningar njóta sín. Þegar lögin sjálf eru hins vegar skoðuð betur er platan greinlega undir áhrifum frá poppperlum sjöunda áratugarins, þrátt fyrir alla bjögunina. Sýnir kannski best og sannar hversu mikill snillingur Merritt í raun og veru er að geta blandað þessu tvennu saman. Leiðindagaur eða snillingur? Þrátt fyrir oft gráglettnilega og kímna texta sína (til dæmis má nefna af Distortion lögin Californ- ia Girls og ekki síst The Nun’s Litany) þykir Merritt persónulega nokkur ógleðigjafi. Margir myndu til dæmis þykja þáttaröðin Maður er nefndur hið mesta skemmtiefni við hlið sviðsframkomu Merritt. Til varnar Merritt verður reynd- ar að segja frá athugasemd Bob Mould, aðalmanni Hüsker Dü, sem birtist í gömlu viðtali við Union AV Club. Þar barst talið að blaða- manni sem nefnt hafði Merritt „þunglyndasta mann rokksins“. Svar Mould var þá eitthvað á þessa leið: „Hann hefur augljóslega aldrei kynnst Stephin Merritt.“ Brenglaður Merritt THE MAGNETIC FIELDS Stephin Merritt, annar frá vinstri, fer fyrir The Magnetic Fields sem voru að senda frá sér nýja plötu. > Í SPILARANUM Jack Johnson - Sleep Through the Static Mountain Goats - Heretic Pride Cat Power - Covers II MGMT - Oracular Spectacular Hot Chip - Made in the Dark JACK JOHNSON HOT CHIP The End skipa fimm manneskjur en Atingere er fyrsta breiðskífa sveitarinnar. Umslag skífunnar er vitaskuld það fyrsta sem maður rekur augun í þegar Atingere er skoðuð. Forvitnileg mynd prýðir framhliðina en annars er umslagið sem slíkt óttalega aumingjalegt og telst ekki til gagns fyrir metnað- arfullt verk. Atingere er nefnilega að mörgu leyti metnaðarfull smíð. Ekki þarf annað en skoða listann yfir það fólk sem hjálpað hefur til við vinnslu plötunnar. Þorvaldur Bjarni hljóðblandar nokkur lög og það gerir Valgeir Sigurðsson úr Gróðurhúsinu einnig. Fátt má heldur setja út á hljóðeftirvinnsl- una sem slíka sem er nokkurn veg- inn slétt og felld frá upphafi til enda. Hins vegar er hljómurinn á Atingere frekar litlaus. Dökkur er hann vissulega en hann þreytist fljótt og fölnar. Líkt og blekpollur sem dreift hefur verið úr í beina línu og er án allra tilbrigða. Ræturnar liggja greinilega í rokkinu líkt og Howling Trout og Give Yourself to Me sýna vel en reynt er að rafræna helstu eiginleika tónlistarinnar. Nokkur laganna eru samt hreinræktuð raftónlistarlög og er Deliverance dæmi um frambærilega útsett lag. Söngurinn eyðileggur hins vegar margt í laginu sem og í fleirum. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi grunge-stíll a la Alice in Chains, Pearl Jam og félaga er orðinn frekar þreytandi. Ég tala nú ekki um hjá íslenskum sveitum. Lagið Drive Me Home ásamt fyrrnefndu Deliverance eru bestu sprettir Atingere. Platan skortir hins vegar nauðsynlega hug- myndaauðgi og ég vona að högg- spjót The End muni fljúga betur næst þegar þau hefja það á loft. Steinþór Helgi Arnsteinsson Máttlítið höggspjót TÓNLIST Atingere The End ★★ Þrátt fyrir að í grunninn sé Atingere fjölbreytt hvað varðar músíkina þá hljómar skífan oft einhæf og nær sér aldrei á flug í daufkenndu andrúms- lofti. > GEFUR ÚT TÓNLEIKAPLÖTU Söngvarinn Colin Meloy úr hljóm- sveitinni The December- ists ætlar að gefa út tón- leikaplötu með vorinu. Meloy hefur gert fjór- ar stúdíóplöt- ur með sveit- inni en vill nú breyta til. Á plötu hans, Colin Meloy Sings Live, syngur hann nokkur lög með Dec- emberists, einhver ný og nokkur töku- lög með. Platan kemur út 8. apríl á vegum plötufyrirtækisins Kill Rock Stars. COLIN MELOY Lítið bandarískt plötufyrirtæki segist hafa í fórum sínum tónleikaupptökur með Bítlunum sem aldrei áður hafa verið gefnar út. Breski tónleikahald- arinn Jeffrey Collins keypti upptökurnar fyrir rúmum 40 árum af plötusnúði sem var að þeyta skífum sama kvöld og Bítlarnir tróðu upp í Star Club í Hamborg árið 1962. Um er að ræða fimmtán lög, þar á meðal áður óútgefnar útgáfur Bítlanna af Lovesick Blues eftir Hank Williams og Do You Believe eftir Maur- ice Williams. Á meðal annarra laga eru I Saw Her Standing There, Money, Twist and Shout og Hippy Hippy Shake. Þegar Collins fékk upptökurnar í hendurn- ar voru þær í lélegum gæðum en hann hefur nú endurunnið þær á stafrænan hátt. Samkvæmt plötufyr- irtækinu Fuego Enterta- inment, sem ætlar að gefa lögin út með hjálp Collins, spilaði Ringo Starr í fyrsta sinn með Bítlunum á þessum tónleikum, sem gerir upptökurnar ennþá merkilegri. Óútgefin Bítlalög í dagsljósið BÍTLARNIR Áður óútgefnar upptökur með Bítlunum eru komnar fram á sjónarsviðið. Sendu sms BTC CLF á númerið 1900og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 17. janúar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.