Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 70
38 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIÐI.IS - ALLT UM MYNDIRNAR Á GRAENALJOSID.IS OG AF.IS - ALLAR MYNDIR MEÐ ENSKUM TEXTA SÍMI 462 3500 SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 10 16 7 10 7 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 - 10 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 8 - 10* THE GOLDEN COMPASS kl. 6 *kraftsýning 16 10 16 12 16 BRÚÐGUMINN kl. 6.30 - 8.30 - 10.30 LUST CAUTION kl.6 - 9 ÍM NOT THERE kl.6 - 9 ótextuð WE OWN THE NIGHT kl. 8 - 10.30 RUN FAT BOY RUN kl.5.30 BRÚÐGUMINN kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 BRÚÐGUMINNLÚXUS kl. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 ALIEN VS PREDATOR 2 kl. 6 - 8 - 10.10 THE MIST kl. 8 - 10.40 THE GOLDEN COMPASS kl. 5.30 - 8 - 10.30 ALVIN & ÍKORNARNIR kl. 4 ÍSLENSKT TAL ALVIN & ÍKORNARNIR kl. 4 - 6 ENSKT TAL DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 3.45 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 - 10 THE NANNY DIARIES kl. 8 - 10.20 DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI TENGDU AUKAKRÓNUM! !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu MOLIERE kl. 10 VONBRIGÐI kl. 10 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ 11.-24. JANÚAR LÖGMAÐUR HRYÐJUVERKANNA kl. 5.30 LOFAÐU MÉR kl. 6 SÍÐASTI GEÐSJÚKLINGURINN kl. 8 TVEIR DAGAR Í PARÍS kl. 8 11.-24. janúar í Háskólabíói NÚ M ÆTAST ÞAU AFTUR! TVÖ HÆTTULEGUSTU SKRÍMSLI KVIKMYNDASÖGUNNAR Í TVÖFALT BETRI MYND! FRÁBÆR NÝ GAMANMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK! TÖFRAPRINSESSAN mögnuð spennumynd REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS fyndnasta breska gamanmynd síðan „FOUR WEDDINGS AND A FUNERAL“ FRÁ LEIKSTJÓRA „WHAT ABOUT BOB“ ÁLFABAKKA KEFLAVÍK KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSS THE GAME PLAN kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 L NAT. TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 NAT. TREASURE 2 kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP DEATH AT A FUNERAL kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 7 I AM LEGEND kl. 6 - 8 - 10:10 14 TÖFRAPRINSESSAN M/- ÍSL TAL kl. 3:20 L ENCHANTED M/- ENSK TAL kl. 5:50 - 8 L AMERICAN GANGSTER Síð. sýn kl. 10:20 16 BÝFLUGUMYNDIN M/- ÍSL TAL kl. 4 L DIGITAL THE GAME PLAN kl. 3:40 - 6 - 8 - 10:20 L DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8:20 - 10:20 7 I AM LEGEND kl. 6 14 NAT. TREASURE 2 kl. 8 - 10:30 12 TÖFRAPRINSESSAN ÍSL TAL kl. 3:40 L BÝFLUGUMYNDIN M/- ÍSL TAL kl. 4D LDIGITAL BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10 L GAME PLAN kl.5:45-8-10:20 L ALVIN OG ÍKOR... ÍSL TAL kl. 6 L BRÚÐGUMINN kl. 8 - 10:10 7 SIDNEY WHITE kl. 8 7 NAT. TREASURE 2 kl. 10:10 12 THE GAME PLAN kl. 6 - 8 - 10 L TÖFRAPRINSESSAN ÍSL TAL kl. 6 L NATIONAL TREASURE kl. 8 12 I AM LEGEND kl. 10:20 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR BRÚÐGUMINN 4, 6, 8 og 10 7 ALIENS VS PREDATOR 2 kl. 8 og 10 16 THE GOLDEN COMPASS kl. 5, 8 og 10.15 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR - ÍSL TAL kl. 4 og 6 L Sá veruleiki sem birtist okkur hér er víðs fjarri krúttunum í Amélie eða Parísarpóstkortum með mynd- um af Eiffelturni og alpahúfum. Joseph rekur kickboxing-klúbb þar sem dóttir hans og stjúpdóttir berja aðrar unglingsstúlkur til óbóta eða eru sjálfar barðar sundur og saman. Þess á milli heldur hann framhjá, eins og venja er í frönskum kvik- myndum, og á í mestu erfiðleikum með að borga rafmagnsreikninginn. Keppni er að lokum haldin þar sem bardagi við höfuðandstæðinginn er endurtekinn og örlög klúbbsins eru í húfi. Ættu nú leikslok að vera ljós, þar sem önnur hvor stúlkan mun sigrast á ofureflinu eins og kven- kyns Rocky og bjarga málunum. En svo er þó ekki. Aðalatriðið hér er ekki að sigra eða tapa, heldur er því velt fyrir sér hvers virði íþróttin er. Hefur Joseph kannski sóað lífi sínu, orðinn of gamall til að keppa sjálfur, á lítið annað eftir en minningarnar og veltir draumunum yfir á börnin? Þrátt fyrir að stúlkur séu hér að berja hvor aðra til blóðs er myndin hvorki sérstaklega feminísk (stelp- ur geta lamið hvor aðra alveg eins og strákar) né klámfengin (leðju- glíma án leðjunnar). Samband stúlknanna er hér í forgrunni, og eitt og annað sem gerðist í fortíð foreldranna sem kemur upp á yfir- borðið. En því miður er ekki kafað nógu djúpt ofan í neina af hinum þremur aðalpersónum. Og líklega er það rétt að það að sigra í hnefa- leikakeppni er ekki það mikilvæg- asta í lífinu. En það er heldur ekki gefið í skyn hvað það er sem skiptir meira máli. Valur Gunnarsson Hin hliðin á Frakklandi KVIKMYNDIR Í köðlunum (Dans les Cordes) Leikstjóri: Magaly Richard-Serrano Sýnd á Franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói. ★★★ Í köðlunum er kærkomin tilbreyting frá bandarískum íþróttamyndum jafnt sem kvikmyndum sem sýna aðeins fegurri hluta Frakklands. Hún forðast flestar klisjur, en markar sér ekki alveg nógu skýra braut sjálf til að geta talist fyrsta flokks. Þeir Atli Rúnar Hermannsson, oftar en ekki kallaður skemmt- analögga, og Erpur Eyvindarson, rappari með meiru, skemmta gestum á Hverfisbarnum í kvöld. Þessi ólíklegi dúett hefur spilað saman í þrjú ár, en þetta verður í fyrsta sinn sem þeir koma opin- berlega fram saman í höfuðborg- inni. „Við erum vinir, eins ótrúlega og það hljómar,“ segir Atli og hlær. Þeir aðhyllast ansi ólíkar tónlistarstefnur, enda er Atli ekki þekktur fyrir að vera harð- ur hipphoppari. „Við tókum eitt flippkvöld fyrir slysni fyrir þremur árum og það heppnaðist svo vel að við höfum haldið þessu áfram,“ segir hann. Atli og Erpur munu þeyta saman skífum í kvöld en auk þess mun Erpur stökkva inn og rappa í nokkur skipti yfir kvöldið. „Ég er bókstaflega að bjarga mann- orðinu hjá þessum annars ágæta dreng. Hann hefur í allan vetur gert lítið annað en að kommenta í söngvakeppni samkynhneigðra í þætti sem kallast laugardagslág- kúran, eða eitthvað álíka. Nú fær hann tækifæri til að sýna hinn rétta Erp og garga í mæk,“ segir Atli ábúðarfullur. Atli kemur Erpi til bjargar ÓLÍKLEGUR DÚETT Atli skemmtanalögga og Erpur Eyvindarson koma hvor úr sinni áttinni. Þeir skemmta gestum Hverfisbarsins í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson hefur tekið við stjórn síðunnar Uppistand.is og rekur hana nú í góðgerðaskyni. Hann telur að forsvarsmenn keppninnar Fyndnasti maður Íslands hafi skaðað uppistandsferil sinn. Einn þeirra, Oddur Eysteinn Friðriks- son, vísar gagnrýninni á bug. Rökkvi, sem á lénið Uppistand.is, segist hafa tekið við stjórn síðunnar vegna þess hversu illa hún var rekin. Auk þess telur hann að forsvarsmenn Fyndnasta manns Íslands hafi skaðað uppistandsferil sinn. „Ég er mjög óánægður með hvernig þeir stóðu sig sem umboðsmenn fyrir mig,“ segir Rökkvi, sem var lítið sem ekkert bókaður eftir keppnina í fyrra. Fékk hann þær skýringar að hann ætti sjálfur að sjá um sinn uppistandsferil en ekki þeir. Leit út eins og asni Rökkvi er einnig ósáttur við sýningu Fyndnasta manns Íslands á Skjá einum. „Fyrsti þátturinn sem ég var í var mjög illa framleiddur. Það heyrðist ekki hlátur í áhorfendunum og ég leit út eins og asni uppi á sviði,“ segir hann. „Auk þess voru undanúrslitin þannig að sigurvegararnir voru mældir með desibil-mæli eftir keppni,“ útskýrir Rökkvi og telur að það hafi gefið mjög villandi niðurstöðu. Lenti hann í síðasta sæti í sínum riðli á eftir óreyndum andstæðingum en sjálfur vann hann uppistandskeppni í Kanada árið 2006. Milljón til góðgerðamála Rökkvi, sem starfar sem forritari, ætlar að safna einni milljón til ýmissa góðgerðamála með uppistandi sínu á næstunni. Segist hann ekki þurfa á peningunum að halda enda sé uppistand eingöngu áhugamál hjá sér. „Ég er í raun bara mjög heppinn að vera ekki fatlaður að neinu leyti eða með sjúkdóm og ég þakka fyrir að hafa ekki lent í neinni meiri háttar ógæfu í lífinu. Það þarf að borga peninga til að ráða mig og þetta er bara umsemjanlegur taxti sem rennur allur til góðgerða- mála.“ Einnig stefnir Rökkvi að því að halda eitt stórt góðgerðauppistand þar sem allur aðgangseyrir rennur til ákveðinna góðgerðasamtaka. Sár að komast ekki áfram Uppistandarinn Oddur Eysteinn Friðriksson, einn af forsvarsmönnum Fyndnasta manns Íslands, vísar gagnrýni Rökkva til föðurhúsanna. „Hann er bara sár að komast ekki áfram fram yfir einhverja sem höfðu enga reynslu. Það vissu allir hvernig yrði ráðið í sætin áður en keppnin fór fram,“ segir Oddur Eysteinn og bætir því að Rökkvi hafi lent í útistöðum við marga grínista, þar á meðal Þórhall Þórhallsson, fyndnasta mann Íslands. „Þekktir grínistar neituðu að vinna með okkur af þeirri ástæðu að Rökkvi væri með okkur, þannig að þetta er eiginlega bara ágætt fyrir okkur að hann er hættur hjá okkur,“ segir Oddur. Kvartað yfir Rökkva Hvað varðar lélega umboðsmennsku fyrir Rökkva hefur Oddur þetta að segja: „Það er erfitt að selja skemmda vöru. Það kom fyrir að það var kvartað undan honum og það var engin eftirspurn eftir honum hjá okkur.“ Oddur segir það gott hjá Rökkva að gefa ágóða sinn til góðgerðamála, enda var það sama gert á uppistands- kvöldunum í fyrra. „Mér finnst þetta samt komið út í svolitlar öfgar hjá honum því hann er að selja sig ódýrt. Hann er bara að gera þetta til að koma sjálfum sér á framfæri og reyna að fá einhverja vinnu.“ Að sögn Odds stendur undirbúningur yfir vegna Fyndnasta manns Íslands 2008 og leitar fyrirtækið sem sér um keppnina, Netmiðlar hf., að nýrri heimasíðu til að kynna hana. freyr@frettabladid.is Uppistandarar í uppnámi RÖKKVI VÉSTEINSSON Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson hefur tekið við stjórnartaumunum á síðunni Uppistand.is. ODDUR EYSTEINN FRIÐ- RIKSSON Oddur vísar gagnrýni Rökkva til föður- húsanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.