Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 74
42 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR EM í handbolta A-riðill Slóvenía-Tékkland 34-32 Króatía-Pólland 32-27 Ivano Balic skoraði 7 mörk úr 9 skotum og átti að auki 7 stoðsendingar. B-riðill Rússland-Svartfjallaland 25-25 Danmörk-Noregur 26-27 Lasse Boesen 9, Michael Knudsen 5 - Havard Tvedten 8/6, Frode Hagen 6, Frank Loke 4. C-riðill Þýskaland-Hvíta Rússland 34-26 Markus Baur 7/5, Holger Glandorf 5 - Barys Pukhouski 10, Ivan Brouka 4, Siarheir Harbok 4, Aliaksei Usik 4. Spánn-Ungverjaland 28-35 Ruben Garabaya 8, Iker Romero 7 - Ferenc Ilyes 7, Laszló Nagy 7, Tamas Ivansik 5. D-riðill Ísland-Svíþjóð 19-24 Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 4/1 (7/2), Guðjón Valur Sigurðsson 4/2 (7/2), Logi Geirsson 3 (10), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (4), Snorri Steinn Guð jónsson 2 (7/1), Alexander Petersson 1 (1), Einar Hólmgeirsson 1 (7), Jaliesky Garcia Padron (2), Vignir Svavarsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (31/2, 32%), Hreiðar Guðmundsson 6 (9, 67%). Hraðaupphlaup: 6 (Guðjón 2, Róbert, Ásgeir, Logi, Alexander). Fiskuð víti: 6 (Róbert 2, Ólafur, Logi, Einar, Ásgeir). Utan vallar: 4 mínútur Mörk Svíþjóðar (skot): Kim Andersson 7/2 (12/3), Dalibor Doder 4 (10), Jonas Larsholm 3 (4), Martin Boquist 3 (5), Jonas Kallman 3 (7), Marcu Ahlm 2 (5), Jan Lennartsson 1 82), Jonas Petersson 1 (3). Varin skot: Tomas Svensson 22 (39/3, 56%), Dan Beutler 1/1 (3/3, 33%) Hraðaupphlaup: 4 (Doder 2, Lennartsson, Kjallmann). Fiskuð víti: 5 (Ahlm, 3, Doder 2). Utan vallar: 14 mínútur. Frakkland-Slóvakía 32-31 Olivier Girault 6/1, Jerome Fernandez 5, Bertrand Gille 5, Daniel Narcisse 5 - Frantisek Sulc 10, Radovan Pekar 7, Radoslav Antl 5. Iceland Express karla Fjölnir-Keflavík 93-102 Iceland Express kvenna KR-Hamar 74-68 Stigahæstar: Monique Martin 32 (21 í seinni), Sigrún Ámundadóttir 12, Hildur Sigurðardóttir 8 - Lakiste Barkus 23, Hafrún Hálfdánardóttir 13, Fanney Lind Guðmundsdóttir 12. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Margir bjuggust við að leikur Frakka og Slóvaka yrði óspennandi en svo var alls ekki. Kærulausir Frakkar sluppu með eins marks sigur, 32-31, í leik þar sem Slóvakar hefðu vel getað náð stigi. Slóvakar áttu síðustu sókn leiksins en þeirra besti maður, Frantisek Sulc, sem hafði farið á kostum í leiknum, skaut framhjá. Þó svo Frakkar hafi verið áhugalausir og kærulausir er samt ljóst að Slóvakar verða ekki auðsigraðir en þeir gáfust aldrei upp í gær. - hbg Frakkland-Slóvakía í gær: Frakkar sluppu fyrir horn HANDBOLTI Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir leikinn í gær en bar sig þó þokkalega. „Sóknarleikurinn var alveg hræðilegur í þessum leik. Varnar- leikurinn var góður í fyrri hálfleik og Birkir varði vel en við spilum svo hægan bolta. Höngum á bolt- anum endalaust og erum meira að segja skelfilegir manni fleiri. Með eðlilegum sóknarleik hefðum við átt að vera 5-6 mörkum yfir í hálf- leik. Svíar voru mjög tauga- strekktir og vörnin okkar kom þeim á óvart. Síðari hálfleikur var síðan skelfilegur þar sem hver hvert klúðrið fylgdi á eftir öðru,“ sagði Alfreð hundsvekktur en hann stillti leiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta eru skelfileg vonbrigði. Nú verðum við að vinna Slóvaka og takist það þá er fram undan algjör úrslitaleikur gegn Frökkum rétt eins og í fyrra. Nú verður farið vel yfir þennan leik og svo sjáum við til hvernig staðan er á mannskapnum en Óli var þjáður og Garcia virðist bara ekki passa inn í það sem við erum að gera meðal annars,“ sagði Alfreð. - hbg Alfreð Gíslason var þungur á brún eftir tapið gegn Svíum í fyrsta leiknum á EM í Noregi í gær: Sóknarleikurinn var alveg hræðilegur EKKERT GEKK Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson tjáir sig við landsliðsþjálfar- ann Alfreð Gíslason. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Íslenska landsliðið er komið með bakið upp við vegg eftir ömurlegan frumsýningarleik gegn Svíum á EM í Noregi. Leik- menn virtust hreinlega ekki þola pressuna og væntingarnar fyrir leikinn og Svíar, sem sýndu alls engan glansleik, gengu á lagið og hreinlega niðurlægðu íslenska liðið í síðari hálfleik sem er lík- lega einn versti hálfleikur sem landsliðið hefur spilað. Alfreð byrjaði með Birki Ívar í markinu og þeir Sigfús og Ásgeir Örn voru í vörninni en athygli vakti að Ásgeir spilaði líka sókn- ina. Íslenska liðið mætti nokkuð sterkt til leiks. Varnarleikurinn var með miklum ágætum og Birkir Ívar byrjaði vel en sóknarleikur- inn, sem hingað til hefur nánast verið sjálfspilandi, var í molum allan hálfleikinn. Logi og Garcia voru mjög slakir á vinstri vængn- um og lítil ógnun var af Ólafi hinum megin sem skaut ekki nema einu sinni í hálfleiknum og það undir lok hálfleiksins. Sem fyrr gekk íslenska liðinu ákaflega illa manni fleiri og liðið klúðraði meira að segja sókn tveimur fleiri. Svíarnir spiluðu ekki sérstaklega vel. Spiluðu lang- ar sóknir þar sem dönsku dómar- arnir leyfðu þeim að hnoðast nán- ast endalaust. Tomas Svensson var okkur erfiður ljár í þúfu eins og oft áður í sænska markinu. Íslensku strákarnir voru þess utan að skjóta mjög illa og klúðruðu mörgum úrvalsfærum. Margir hverjir virtust hreinlega vera yfirspenntir. Svíarnir voru einu til tveim mörkum yfir lungann úr hálfleikn- um og íslensku strákarnir klúðr- uðu nánast undantekningalaust þegar þeir fengu færi á að jafna leikinn. Tveggja marka munur í leikhléi, 9-11. Það voru nákvæm- lega engin batamerki á leik íslenska liðsins í síðari hálfleik og síðari hálfleikurinn var talsvert verri en sá fyrri. Sannast sagna var hann hrein hörmung og einn sá allra lélegasti sem undirritaður hefur séð íslenskt landslið spila. Sóknarleikurinn sem maður hélt að gæti ekki versnað varð enn verri. Menn stanslaust að hnoðast í gegnum miðjuna og taka hrika- lega vond og illa tímasett skot. Í raun var algjört örvæntingarleysi í gangi. Sem fyrr breytti engu þótt íslensku strákarnir væru fleiri á vellinum. Liðið skoraði ekki einu sinni mark á tíu mínútna kafla og þegar tíu mínútur lifðu leiks var munur- inn orðinn tíu mörk, 13-23. Það var kvalafullt að fylgjast með þessari slátrun og óhætt að segja að Svíar hafi náð fram mjög svo sætri hefnd. Þetta tap skrifast ekki á ein- hverja einstaklinga heldur allt liðið í heild sinni. Tapið er líka ein- staklega sárt þar sem vörn og markvarsla var aldrei þessu vant fín lengstum. Sóknarleikurinn brást aftur á móti illilega og það eru mikil vonbrigði. Liðið er komið með bakið upp við vegg og leikmenn þurfa heldur betur að rífa sig upp ætli þeir ekki að fara heim með öngulinn í rass- inum. Slóvakar bíða handan við hornið og þeir sýndu í gær að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Leiki íslenska liðið eins illa gegn Sló- vökum og í gær gæti farið mjög illa. Hörmuleg frammistaða gegn Svíum Íslenska landsliðið olli gríðarlegum vonbrigðum í fyrsta leik sínum á EM. Sóknarleikurinn öflugi brást al- gjörlega og Svíar náðu fram sætri hefnd með fimm marka sigri, 19-24, en sigurinn hefði getað orðið stærri. MIKIL VONBRIGÐI Sigfús Sigurðsson faðmar föður sinn í leikslok. Úrslitin voru gríðarleg vonbrigði fyrir íslenska liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EKKERT FLÆÐI Svíar áttu ekki í miklum vandræðum með hægan og hugmynda- snauðan sóknarleik íslenska liðsins. Hér stoppa þeir Ólaf Stefánsson einu sinni sem oftar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EM Í NOREGI HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Þrándheimi henry@frettabladid.is HANDBOLTI Ólafur Stefánsson var ekki ánægður í leikslok. „Í fyrri hálfleik var vörn og markvarsla fín en sóknin klikkaði aldrei þessu vant. Menn voru að taka skot of fljótt í stað þess að vera þolinmóðir. Svo eru menn heldur ekki að nýta færin. Í síðari hálf- leik hrynur þetta svo endanlega. Ég man ekki eftir svona lélegum leik lengi,“ sagði fyrirliðinn Ólaf- ur Stefánsson. „Þetta tap er öllum að kenna. Sálarástandið var ekki í lagi og kannski voru menn yfirspenntir. Við eigum að geta lagt hvaða lið sem er að velli og þess vegna er þetta sárara en ella. Það verður hver og einn að líta í eigin barm eftir þetta,“ sagði Ólafur sem sagðist hafa meiðst aftan í lærinu strax í upphafi leiks og af þeim sökum gat hann ekki beitt sér eins og hann vildi. Sóknin of hæg „Þetta var einfaldlega arfaslök frammistaða í sókninni og það er ljótt að segja það en svo virtist vera sem menn væru ekki tilbún- ir og búnir að átta sig á hvað þeir voru komnir út í,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. „Sóknarleikurinn er allt of hægur og þess vegna gengur hann illa. Ég held að menn hafi ekki verið yfirspenntir þó svo eðlilega sé stress í fyrsta leik. Ég hélt við hefðum lært af reynsl- unni gegn Úkraínu en þetta er líklega svipað slakur leikur, sagði Snorri.“ – hbg Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði eftir fyrsta leik Íslands á EM í gær: Tapið er öllum að kenna HVAÐ ER Í GANGI? Ólafur Stefánsson, fyrirliði landsliðsins, skildi hvorki eitt né neitt í sóknarleiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Keppnismaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson var eðlilega mjög óhress eftir tapið gegn Svíum. „Þetta var skandall og ekkert annað. Það var allt til alls í undirbúningnum, hugarfarið gott og svo stöndum við hver í sínu horni á vellinum eins og hræddir skólastrákar. Vörnin og mark- varslan var fín en þegar við komumst yfir miðju fraus allt. Hver og einn þarf að krukka í hausnum á sér eftir þennan leik enda engan veginn ásættanlegt,“ sagði Guðjón Valur en hann skoraði 4 mörk í leiknum í gær, tvö úr vítaköstum og svo tvö góð hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Hann skoraði ekki mark utan af velli í seinni hálfleik. - hbg Guðjón Valur Sigurðsson: Eins og hrædd- ir skólastrákar HANDBOLTI Alfreð Gíslason hvíldi þá Bjarna Fritzson og Sverre Jakobsson í leiknum gegn Svíum í gær. Sverre veiktist illa í síðustu viku og hefur verið að koma til en Alfreð vill greinilega að hann hvílist betur fyrir helgina. Bjarni hefur einnig verið að glíma við meiðsli, bæði í maga sem og í læri. - hbg Íslenska landsliðið: Sverre og Bjarni hvíldu HVÍLDUR Sverre Jakobsson var ekki með gegn Svíum í gær, en er búinn að ná sér af veikindum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.