Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 78
46 18. janúar 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. unaður 6. hæð 8. of lítið 9. rúm ábreiða 11. ónefndur 12. raup 14. nirfill 16. sjó 17. struns 18. tunna 20. bókstafur 21. vera til. LÓÐRÉTT 1. elds 3. átt 4. land í Evrópu 5. utan 7. sök 10. knæpa 13. dvelja 15. skakki 16. andi 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. yndi, 6. ás, 8. van, 9. lak, 11. nn, 12. skrum, 14. nánös, 16. sæ, 17. ark, 18. áma, 20. ká, 21. lifa. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. nv, 4. danmörk, 5. inn, 7. saknæmi, 10. krá, 13. una, 15. skái, 16. sál, 19. af. HRÓSAÐ Börkur Jónsson fær lofsamleg ummæli frá enskum gagnrýnendum fyrir sviðsmynd sína í Hamskiptunum. „Það er miklu erfiðara að leika góðu mennina. Það er svo auð- velt að rækta kvikindisskapinn í sér.“ Leikarinn Steinn Ármann Magnússon í viðtali við Pressuna 1992. „Þetta er bara alveg rétt, ég er enn á sama máli. Það er erfitt að vera góður, en auðvelt að vera vondur,“ segir Steinn nú. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer á kost- um í Brúðguma Baltasars Kor- máks sem frumsýnd var á mið- vikudaginn og fer í almenna sýningu í dag. Hún leikur kostu- lega móður brúðarinnar, hóteleig- andann og frekjuskassið Sísí. Hún hefur ljúfmennið Lárus í vas anum, snilldarlega leikið af Jóhanni Sig- urðarsyni. Lárus hefur sætt sig við hlutskipti sitt og er löngu hætt- ur að dreyma um að verða óperu- söngvari. „Mér finnst Sísí alls ekkert skass,“ mótmælir Ólafía Hrönn. „Í myndinni hittum við bara á hana á erfiðum tíma og hún bregst svona við. Hún er ósátt við verðandi tengdasoninn, eins og gefur að skilja. Sjálf væri ég ekki ánægð með að dóttir mín giftist svona manni eins og Jóni. Hann er voða mikið bara til fyrir sjálfan sig. Varðandi samband hennar og Lárusar þá held ég nú að margar konur kannist við svona pirring út í karlinn sinn. Sísí þarf að bera alla ábyrgð á rekstri hótelsins svo áhyggjurnar hvíla á henni. Það er voða auðvelt að vera í gúddí fíling eins og Lárus ef maður ber enga ábyrgð.“ Ólafía segist ekki hafa notað ákveðnar fyrirmyndir í per- sónusköpun Sísíar. „Maður er bara vel undirbúinn, vaknar snemma og kemur sér í gírinn á meðan verið er að sminka mann. Svo er ekkert erfitt að slökkva á sér eftir dag- inn.“ Hún lætur vel af samstarfinu við Jóhann. „Það var mjög gaman og notalegt að vinna með Jóa. Við erum svolítið hjónaleg í myndinni.“ Ólafía sá Brúðgumann í fyrsta skipti á miðvikudaginn. „Mér finnst þetta satt að segja alveg ferlega fín mynd. Það kom svo sem ekkert á óvart því handritið er svo gott. Kannski er asnalegt að segja þetta verandi hluti af hópn- um, en mér finnst allir leikar- arnir alveg rosalega góðir. Það er enginn sem maður hugsar um, æi, þessi hefði nú getað verið betri.“ Ólafía leikur þessa dagana í Ívanov og Skilaboðaskjóðunni og framundan er hlutverk í Sólarferð Guðmund- ar Steinssonar, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir 15. febrúar. Fyrir fram- an tökuvélarnar verður hún svo næst í apríl þegar tökur á Dag- vaktinni hefjast. Þar mun Ólafía leika frekar stórt hlutverk í þessu framhaldi Næturvaktarinnar, sem margir bíða með óþreyju. - glh Ósátt við verðandi tengdason sinn Uppfærsla Vesturports á Ham- skiptunum eftir Franz Kafka fær afbragðsgóða dóma í Guardian. Og segir leikhúsgagnrýnandinn Lyn Gardner að leikgerð þeirra Gísla Arnar og David Farr sé líkleg til að eiga eftir að hafa jafn mikil áhrif á komandi kynslóðir leikhúsfólks og leikgerð David Berkoff á sama verki hafði fyrir tæpum þrjátíu árum. Gardner gefur sýningunni fjórar stjörnur af fimm og segir að stjarna sýningarinnar sé fyrst og fremst sviðsmynd Barkar Jónssonar. „Og þegar við hana bætist tónlist Warren Ellis og Nick Cave og góður leikhópur þá er sýningin vel þess virði að fara á.“ Fiona Mountford, gagnrýnandi Evening Standard, gefur sýning- unni einnig fjórar stjörnur og tekur undir með starfssystur sinni á Guardian að sviðsmynd Barkar steli senunni. Mountford hrósar þó einnig hjónakornunum Birni Thors og Unni Ösp Stefáns- dóttur fyrir frammistöðu sína. - fgg Hamskiptin lof- uð í Guardian FER Á KOSTUM Í BRÚÐGUMANUM Ólafía Hrönn verður næst í Dagvaktinni. KEMUR EINHVER INN KIRKJUGÓLFIÐ? Ólafía Hrönn og Herdís Þorvaldsdóttir, sem leikur móður brúðgumans, bíða spenntar. Þær Kolfinna Baldvinsdóttir og Ásdís Olsen ýta nýjum sjónvarps- þætti úr vör í dag. Þátturinn ber nafnið Mér finnst, og verður sýnd- ur á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Hann má teljast njóta sérstöðu í íslensku sjónvarpi, þar sem einungis konur munu koma fram í þátt- unum. „Ég og Ásdís verðum akkerin í þessum þáttum, og svo verða alltaf tvær konur með okkur líka,“ útskýrir Kolfinna. „Þær koma úr hópi tíu, tólf flottustu kvenna landsins, og svo verðum við líka með einn gest í hverjum þætti,“ segir hún. Á meðal kvennanna sem viðra munu skoðanir sínar í þáttunum eru Björk Jakobsdóttir, Guðfríður Lilja, Ellý Ármanns, Elísabet Jök- ulsdóttir og Katrín Júlíusdóttir, svo nokkrar séu nefndar. Kolfinna segir þáttinn ekki held- ur verða hefðbundinn viðtalsþátt. „Við höfum til dæmis heilan klukku- tíma í höndunum, svo tíminn mun ekki renna frá okkur,“ segir hún. „Það verður heldur ekki staðnað viðtalsform á þessu. Þetta verða bara konur sem hafa skoðanir og þora að segja þær upphátt. Við ætlum að vera mjög opinskáar og hispurslausar í öllu sem við fjöllum um, og þetta verður vonandi líkara rifrildi en samræðum,“ segir Kol finna og hlær við. Slíkir þættir hafa átt nokkrum vinsældum að fagna erlendis, og nefnir Kolfinna þáttinn The View sem dæmi, en þar fjalla til að mynda Whoopi Gold- berg og Barbara Walters um ýmis málefni. Hvað umfjöllunarefnin varðar segir Kolfinna þau ekki vera fyrir- fram ákveðin. „Við getum talað um fjármálageirann eða hvað sem er. Þetta á að vera eins og við séum inni í eldhúsi eða í saumaklúbbi að hlæja saman og hafa gaman. Þá fara umræðurnar af stað og maður veit aldrei hvar þær enda,“ segir hún. - sun Kvennafans í nýjum sjónvarpsþætti RIFRILDI Í SJÓNVARPI Kolfinna Baldvinsdóttir segist vona að þátturinn Mér finnst verði líkari rifrildi en samræðum. KONUR Í ÖLLUM SÆTUM Ásdís Olsen stýrir þættinum ásamt Kolfinnu, en viðmælendur þeirra og gestir verða allir konur. Fundur þeirra Garðars Thors Cort- es og Einars Bárðarsonar með fulltrúum Universal í Nashville í vik- unni gekk að óskum þó ekki væru samningar undirritaðir. Enda verið að skoða fleiri möguleika því í gær flugu þeir félagar til New York þar sem fundað var með Sony BMG sem hefur óskað eftir samstarfi. Flest bendir því til þess að innan tíðar muni Garðar skrifa undir samning við útgáfurisa í Ameríku. Gísli Ásgeirsson þýðandi lenti í undarlegu atviki á dögunum en hann hringdi í fyrirtæki ónefnt vegna erindis sem hann var að reka. Kynnti sig við símadömu og nefndi þann sem hann vildi tala við. Lét fylgja að erindið væri vegna þýð- ingar. Þá kom stutt þögn og svo hváði konan. Gísli endurtók og konan svaraði: „Meinarðu svona transleisjon?” Þá þagnaði þýðandinn sjálfur skamma stund og svaraði svo: „Já.” Hver silkihúfan upp af annarri var mætt í Háskólabíó á miðvikudags- kvöldið þegar Brúðgumi Baltasars Kormáks var frumsýndur. Þarna mátti sjá fulltrúa stjórnar og stjórn- arandstöðu, fólk úr þotuliðinu, listamenn úr öllum geirum og ein- hver nóboddí í bland. Gríðargóður rómur var gerður að myndinni og sjálfur Balti var með stjörnur í augunum. Heyrðist hann muldra með sjálfum sér að þessi frumsýningarlífsreynsla jafnaðist fyllilega á við Mýrina og væri jafnvel betri. - jbg/glh FRÉTTIR AF FÓLKI „Já, þessi kristalskúla er merki- leg. Og hefur reynst mér vel síðastliðin 15 ár eða svo síðan Davíð var forsætisráðherra,“ segir Sirrý Sigfús spákona. Sirrý hefur aldrei farið leynt með einlæga aðdáun sína á Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Hún hefur þó aldrei hitt Davíð í eigin persónu fyrr en í gær að hún gekk á hans fund þegar Davíð hélt upp á sextugsafmæli sitt með pompi og prakt í Ráðhúsi Reykjvíkur. Og færði honum einstaka spákristals kúlu að gjöf. „Það var yndislegt. Alveg ynd- islegt að hitta hann loksins augliti til auglitis. Ég rétti honum krist- alskúluna en kom því miður engum orðum að nema að óska honum til hamingju,“ segir Sirrí sem hafði handritað mikið bréf sem fylgdi hinni góðu gjöf. Hún hafði bundið við það vonir að það yrði lesið upp við þetta tækifæri en ekki reyndist unnt að koma því við. En mikill troðningur var í ráðhúsinu þegar stóra stundin rann upp. Sirrí gaf sér þó góðan tíma til að virða Davíð fyrir sér. Hún segir Davíð á góðum bata- vegi eftir veikindi en verði að láta fylgjast með sér. „Hann hefur mjög fallega áru. Mikil birta og mikil orka. Áran var gul. Það er greinilega mikið að gera hjá honum. En hann bjarg- ar því. Davíð var hugsi. Hann hugsar mikið. Að hann sé að stjórna bak við tjöldin? Nei. Alls ekki. Ef hann væri með puttana í því væri þjóðarskútan ekki eins og hún er. Hún er að sökkva og Davíð líklega eini maðurinn sem gæti bjargað því,“ segir Sirrí í stuttri skýrslu um afmælisbarn- ið. Sirrý gaf kristalskúlunni nafn- ið Davíð Oddsson á sínum tíma og ávarpar hana sem slíka þegar hún rýnir í kúluna og sér fyrir óorðna atburði. Spákristalskúlur eiga helst uppruna sinn í Kína að sögn Sirrýjar en sínar kristalskúlur hefur hún eignast á ferðum sínum um Tæland þangað sem hún sér- pantar kúlurnar frá Kína. Erfitt er að komast yfir alvöru kristals- kúlur. „Davíð Oddsson“ eignaðist Sirrý um 1995 en þá kom til henn- ar kona og færði henni kúluna að gjöf. Þá hafði Sirrý leitað lengi að réttu kúlunni og fann hana í „Davíð“. Spákonan mikla ákvað að hvíla kúluna þegar Davíð hætti sem forsætisráðherra. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja,“ segir Sirrý aðspurð hvort hún hafi séð einhverja merka atburði í „Davíð“. En af hverju þessi aðdá- un á Davíð Oddssyni? Sirrý þykir þetta sérkennileg spurning. Og þó. „Hann er kóngurinn. Allir þekkja mitt álit á honum. Hann er frábær. En það er með þetta bless- að fólk, almúgann, það er bert af hræðilegu vanþakklæti í garð Davíðs. En það er allt að fara til andskotans. Vantar kónginn til að grípa í taumana,“ segir Sirrý full- viss um að ástandið væri miklum mun betra ef Davíð kóngur ríkti hér enn. jakob@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON: FÉKK ÓVÆNTA OG MAGNAÐA AFMÆLISGJÖF Sirrý gaf Davíð kristalskúlu RÝNT Í DAVÍÐ Sirrý með kristalkúluna Davíð sem reynst hefur vel við að sjá fyrir óorðna atburði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR DAVÍÐ FÆR DAVÍÐ Mikil þröng var á þingi þegar stóra stundin rann upp, Sirrý hitti Davíð fyrsta sinni og afhenti honum kúluna. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.