Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Tækni sem fer úr böndunum er meginþema margra vísinda- skáldsagna. Oft er boðskapurinn eingöngu áminning um að það séum við sem eigum að stjórna tækninni en ekki hún okkur. Ég hef aldrei nennt að lesa svona sögur og hundleiðast flestar kvik- myndir sem byggjast á þeim. Svo hef ég líka komist að þeirri ónota- legu staðreynd að raunveruleik- inn getur verið mun svæsnari en nokkur vísindaskáldskapur. VINKONA mín og sambýlismað- ur hennar eiga til dæmis í stríði við tölvu. Þá er ég ekki að tala um þetta venjulega tölvustríð sem við heyjum öll annað slagið, heldur alvöru stríð við óknyttna tölvu sem ætlar að taka af þeim þann sjálfsagða rétt allra foreldra að fá að ráða því hvað barnið þeirra heitir. Tölvan illræmda, sem er í eigu Hagstofu Íslands, bannar þeim að gefa barni sínu nafn sem er lengra en 32 stafabil. MISRÉTTI tölvunnar er algjört því sá sem er Jónsson má heita miklu lengra nafni en stúlka sem er svo óheppin að vera Ingimundar- dóttir. Heiti hún tveimur nöfnum er líklegt að tölvan narti svolítið aftan af því síðara. Tölvubyltingin étur börnin sín. Fyrir vikið er nú fjöldi fólks í þjóðskrá sem hefur látið í minni pokann fyrir tækninni og heitir seinni nöfnum á borð við K og B. ÉG hef fulla ástæðu til að vera dauðhrædd við þessa tölvu enda hefur hún ýmislegt fleira á sam- viskunni. Einu sinni gekk hún svo langt að taka fyrrverandi nágranna minn af lífi. Maðurinn skildi ekk- ert í því þegar honum hættu að berast ýmis opinber gögn svo hann heimsótti skrifstofu Hagstofunnar í leit að svörum. Þegar starfs- stúlkan hafði slegið inn kennitölu nágrannans leit hún á hann án þess að blikna og sagði: „Tölvan segir mér að þú sért látinn.“ SÍÐAR kom á daginn að röngum manni hafði verið eytt úr tölvu- kerfinu þegar alnafni hans lést. Til allrar hamingju var þetta leið- rétt. Vegir tölvunnar eru órann- sakanlegir. Hún er fær um að drepa menn og vekja þá svo upp frá dauðum en samt virðist ómögu- legt að kenna henni að skrá nöfn sem eru lengri en 32 stafabil. EFLAUST er það bara tímaspurs- mál hvenær frægustu leikstjór- arnir í Hollywood heyra af þessari kvikindislegu tölvu sem enginn virðist stjórna og búa til um hana stórmynd í anda The Matrix. Titil myndarinnar mætti sækja í fras- ann úr þáttaröðinni Little Britain: Computer says no! Meira að segja ég myndi mæta í bíó. Tölvan segir nei ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Töfralandið Tyrkland verður stöðugt vinsælli áfangastaður fyrir ævintýraþyrsta Íslendinga sem vilja hafa það náðugt á fallegum ströndum, leika sér í sjónum eða kynnast glæsilegri menn- ingarsögu landsins. Marmaris er einn líflegasti strandbær Miðjarðarhafsins og smábærinn Içmeler hefur slegið í gegn með fegurð sinni og jákvæðu viðmóti við gesti. Komdu til Tyrklands og sjáðu sumar og sól í nýju ljósi. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verðdæmi: 65.972,- Nýtt og glæsilegt íbúðahótel með stórum og björtum íbúðum, vel staðsett við aðalgötuna í Marmaris. Ströndin er í göngufæri og stutt í verslanir og veitingastaði. Klassískt, virðulegt og vandað hótel í Marmaris. Stendur alveg við ströndina, í glæsilegum garði. Heilsulind er á hótelinu og tveir glæsilegir veitingastaðir. Falleg herbergi með loftkælingu. Verðdæmi: 92.205,- Verð á mann m.v. 2 fullorðna, 25. ágúst.á mann m.v. 2 með 2 börn í 2 vikur, 25. ágúst. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 78.275 Ódýrustu sætin bókast fyrst! Forum Residence - Marmaris Grand Azur - Marmaris Opnunartíminn er 7:30-19:00 mán-föst og 10-16 á laugardögum STJÖRNUBÓN Lyngási 12 Garðabæ S:5667722 WWW.ATbilar.is Allt sem viðkemur þrifum á faratækjum og vögnum Í dag er föstudagurinn 18. janúar, 18. dagur ársins. 10.49 13.38 16.28 10.53 13.23 15.53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.