Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 19. janúar 2008 — 18. tölublað — 8. árgangur hús&heimili Gömul og hlýleg íbúð Ástu Haf- þórsdóttur leik- gervahönnuðar í miðbænum. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG hús&heimili LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 ● HÚSHorfi ð inn í heim hefðarfólksins ● HÖNNUNTeppi með húmor ● INNLITSál hússins býr í eldhúsinu VEÐRIÐ Í DAG OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 Hjólhýsa sýning Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsi- legum Polar hjólhýsum helgina 19.-20. janúar í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Léttar veitingar í boði! Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 NÝI BÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT! Hvert viltu fara? FÓLK Íslenska kvikmyndatónskáld- ið Atli Örvarsson hefur lokið við að semja tónlist við bandarísku stórmyndina Babylon A.D ásamt bandaríska rapparanum RZA og bassaleikara System of a Down, Shavo Odadjan. Atli segir að þetta hafi verið skemmtilegt og fróðlegt samstarf enda ekki á hverjum degi sem samstarf bandarísks rappara, armensks þungarokkara og íslensk tónskálds líti dagsins ljós. - fgg / sjá síðu 50 Atli Örvarsson tónlistarmaður: Semur með RZA HVASST OG ÉLJAGANGUR Hvasst við norðausturhorn landsins, éljagangur norðan og vestanlands, en þurrt eystra. VEÐUR 4 ... það sem við höfum ekki síður áhyggur af er að á næstu ellefu til tólf árum munu allt að 47 prósent starfandi heimilislækna hér á svæðinu hætta störfum sökum aldurs. ATLI ÁRNASON YFIRLÆKNIR Í GRAFARVOGI Strumpar Íslands Í TILEFNI AF 50 ÁRA AFMÆLI STRUMPANNA FÉKK FRÉTTABLAÐIÐ ÁLITSGJAFA TIL AÐ VELJA ÍSLENDINGA Í MISMUNANDI STRUMPAHLUTVERK. Litið til Afríku HNATTVÆÐINGIN TRÖLLREIÐ TÍSKUPÖLLUNUM FYRIR SUMARIÐ 2008. ÞAR MÁTTI SJÁ MARGA MUNSTRAÐA KJÓLA OG FLÍKUR INNBLÁSIN AF ÆTTBÁLKAMYNSTRUM AFRÍKU. 40 32 La Traviata í Iðnó Nýlega stofnuð Ópera Skagafjarðar heldur sína fyrstu sýningu í Reykjavík. TÍMAMÓT 22 Biður um baráttu Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari ræðir um leikinn við Slóvaka í dag. ÍÞRÓTTIR 46 HEILBRIGÐISMÁL Allt að þrjátíu þús- und manns á höfuðborgarsvæð- inu gætu verið án skráðs heimilislæknis, samkvæmt útreikningum Atla Árnasonar, yfirlæknis Heilsugæslunnar í Grafarvogi. Hann telur jafnframt að útreikningar geti bent til að tuttugu heimilis- lækna í fullu starfi við mót- töku vanti á höf- uðborgarsvæðið til að svara vel þeirri þörf sem sé fyrir hendi. „Erfitt er að festa hendur á þessu og upplýs- ingar hefur skort en ég veit að ráðuneytið er að skoða þessi sömu mál. Ég gerði fyrir hálfu ári skoðun á stöðunni og studdist við þau tölulegu gögn sem við höfum,“ segir Atli. „Miðað við fjölda heimilislækna hér á svæðinu, fjölda stöðugilda í móttökum, mannfjölda og þann fjölda sem er áætlaður að hver heimilislæknir geti sinnt, 1.500 manns, sýna þessir útreikningar að talsverðan hóp heimilislækna vantar.“ „Hins vegar er dálítið erfitt að festa hendur á nákvæmri tölu yfir þá sem eru án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu,“ bætir hann við. „Ef til vill leita ekki allir eftir skráningu. Ef við miðum við þær tölur sem liggja fyrir, það er að um 195 þúsund manns búi hér á svæðinu og 114 stöðugildi séu til að sinna þeim fjölda, má leiða líkur að því að allt að þrjátíu þúsund manns séu án heimilislæknis. Þessi niður- staða er að sjálfsögðu nefnd með fyrirvara, enda efast ég um að hægt sé að fá staðfesta einhverja nákvæma tölu í þessum efnum.“ Atli bætir við að einungis við þá fjölgun sem orðið hafi á svæðinu á síð- asta ári, sem numið hafi um 4.300 manns, hefði þurft að bæta við þremur nýjum stöðu- gildum. „En það sem við höfum ekki síður áhyggjur af er að á næstu ellefu til tólf árum munu allt að 47 prósent starfandi heimilis- lækna hér á svæðinu eiga rétt á því að hætta störfum sökum ald- urs. Meginþunginn á þessu verð- ur á síðari hluta þessa tímabils. Það tekur tólf ár fyrir einstakling að fara í gegnum læknisfræði og verða fullnuma í heimilislækn- ingum. Við erum að byrja á að vekja athygli ráðamanna á þessu. Menn hafa sett upp sérnámsstöð- ur heimilislækna hér á landi. Það kerfi hefur framleitt fyrir okkur þrjá til fjóra nýja heimilislækna á ári. En betur má ef duga skal og hvetja þarf læknanema og ung- lækna í þetta sérnám. Þetta er margra ára uppsafnaður vandi.“ - jss Um 30 þúsund eru ekki með heimilislækni Samkvæmt nýlegum útreikningum yfirlæknis Heilsugæslunnar í Grafarvogi eru allt að þrjátíu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu án heimilis- læknis. Hann telur að tuttugu heimilislækna vanti. Aðstoð úr CSI Hallur Helgason og aðrir aðstand- endur Atlantic Studios hafa fengið góð ráð frá Eagle Egilssyni og samstarfs- manni hans. FÓLK 50 FÓLK Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, er látinn. Hann andaðist á Landspítalanum aðfaranótt föstudags vegna nýrna- bilunar, 64 ára að aldri. „Bróðir minn er látinn,“ sagði Boris Spasskí, gamall vinur og keppinautur Fischers, þegar hann heyrði fregnirnar af andlátinu í gær. Hann sagðist myndu koma í jarðarför Fischers. Fischer, sem fæddist 9. mars 1943 í Bandaríkjunum, vakti snemma athygli fyrir skákhæfi- leika sína. Hann varð heimsmeist- ari árið 1972 þegar hann sigraði Sovétmanninn Boris Spasskí í ein- vígi á Íslandi sem kallað var skák- einvígi aldarinnar. Eftir sigurinn dró hann sig að mestu leyti í hlé en sneri aftur tuttugu árum síðar til að heyja annað einvígi við Spasskí í Júgó- slavíu. Með því virti Fischer að vettugi viðskiptabann sem Banda- ríkjamenn höfðu sett á Júgóslavíu, og var því gefin út handtöku skipun á hendur honum í Banda ríkjunum. Hann sneri aldrei aftur þangað. Árið 2004 var hann handtekinn í Japan og hótað framsali til Banda- ríkjanna. Íslensk stjórnvöld veittu honum ríkisborgararétt og fluttist hann hingað til lands árið 2005. „Hann byrjaði að koma til mín strax eftir að hann kom til lands- ins,“ segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Fischer var fastagest- ur í verslun hans á Klapparstíg. „Ég held hann hafi litið á búðina sem eins konar skjól frá áreitinu sem hann hefur þurft að þola meira og minna alla ævi.“ - sþs, - sdg / sjá síðu 30 Spasskí syrgir keppinaut sinn og vin, Bobby Fischer: Bróðir minn er látinn FÉLAGA MINNST „Ég held að honum hafi fundist okkar búð klikkuðust, hann sagði að hún minnti sig á New York þegar hann var að alast upp,“ segir Bragi Kristjónsson bóksali um fyrrverandi skákmeistarann Bobby Fischer, sem lést í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.