Fréttablaðið - 19.01.2008, Page 1

Fréttablaðið - 19.01.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 19. janúar 2008 — 18. tölublað — 8. árgangur hús&heimili Gömul og hlýleg íbúð Ástu Haf- þórsdóttur leik- gervahönnuðar í miðbænum. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG hús&heimili LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 ● HÚSHorfi ð inn í heim hefðarfólksins ● HÖNNUNTeppi með húmor ● INNLITSál hússins býr í eldhúsinu VEÐRIÐ Í DAG OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 Hjólhýsa sýning Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsi- legum Polar hjólhýsum helgina 19.-20. janúar í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Léttar veitingar í boði! Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 NÝI BÆKLINGURINN ER KOMINN ÚT! Hvert viltu fara? FÓLK Íslenska kvikmyndatónskáld- ið Atli Örvarsson hefur lokið við að semja tónlist við bandarísku stórmyndina Babylon A.D ásamt bandaríska rapparanum RZA og bassaleikara System of a Down, Shavo Odadjan. Atli segir að þetta hafi verið skemmtilegt og fróðlegt samstarf enda ekki á hverjum degi sem samstarf bandarísks rappara, armensks þungarokkara og íslensk tónskálds líti dagsins ljós. - fgg / sjá síðu 50 Atli Örvarsson tónlistarmaður: Semur með RZA HVASST OG ÉLJAGANGUR Hvasst við norðausturhorn landsins, éljagangur norðan og vestanlands, en þurrt eystra. VEÐUR 4 ... það sem við höfum ekki síður áhyggur af er að á næstu ellefu til tólf árum munu allt að 47 prósent starfandi heimilislækna hér á svæðinu hætta störfum sökum aldurs. ATLI ÁRNASON YFIRLÆKNIR Í GRAFARVOGI Strumpar Íslands Í TILEFNI AF 50 ÁRA AFMÆLI STRUMPANNA FÉKK FRÉTTABLAÐIÐ ÁLITSGJAFA TIL AÐ VELJA ÍSLENDINGA Í MISMUNANDI STRUMPAHLUTVERK. Litið til Afríku HNATTVÆÐINGIN TRÖLLREIÐ TÍSKUPÖLLUNUM FYRIR SUMARIÐ 2008. ÞAR MÁTTI SJÁ MARGA MUNSTRAÐA KJÓLA OG FLÍKUR INNBLÁSIN AF ÆTTBÁLKAMYNSTRUM AFRÍKU. 40 32 La Traviata í Iðnó Nýlega stofnuð Ópera Skagafjarðar heldur sína fyrstu sýningu í Reykjavík. TÍMAMÓT 22 Biður um baráttu Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari ræðir um leikinn við Slóvaka í dag. ÍÞRÓTTIR 46 HEILBRIGÐISMÁL Allt að þrjátíu þús- und manns á höfuðborgarsvæð- inu gætu verið án skráðs heimilislæknis, samkvæmt útreikningum Atla Árnasonar, yfirlæknis Heilsugæslunnar í Grafarvogi. Hann telur jafnframt að útreikningar geti bent til að tuttugu heimilis- lækna í fullu starfi við mót- töku vanti á höf- uðborgarsvæðið til að svara vel þeirri þörf sem sé fyrir hendi. „Erfitt er að festa hendur á þessu og upplýs- ingar hefur skort en ég veit að ráðuneytið er að skoða þessi sömu mál. Ég gerði fyrir hálfu ári skoðun á stöðunni og studdist við þau tölulegu gögn sem við höfum,“ segir Atli. „Miðað við fjölda heimilislækna hér á svæðinu, fjölda stöðugilda í móttökum, mannfjölda og þann fjölda sem er áætlaður að hver heimilislæknir geti sinnt, 1.500 manns, sýna þessir útreikningar að talsverðan hóp heimilislækna vantar.“ „Hins vegar er dálítið erfitt að festa hendur á nákvæmri tölu yfir þá sem eru án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu,“ bætir hann við. „Ef til vill leita ekki allir eftir skráningu. Ef við miðum við þær tölur sem liggja fyrir, það er að um 195 þúsund manns búi hér á svæðinu og 114 stöðugildi séu til að sinna þeim fjölda, má leiða líkur að því að allt að þrjátíu þúsund manns séu án heimilislæknis. Þessi niður- staða er að sjálfsögðu nefnd með fyrirvara, enda efast ég um að hægt sé að fá staðfesta einhverja nákvæma tölu í þessum efnum.“ Atli bætir við að einungis við þá fjölgun sem orðið hafi á svæðinu á síð- asta ári, sem numið hafi um 4.300 manns, hefði þurft að bæta við þremur nýjum stöðu- gildum. „En það sem við höfum ekki síður áhyggjur af er að á næstu ellefu til tólf árum munu allt að 47 prósent starfandi heimilis- lækna hér á svæðinu eiga rétt á því að hætta störfum sökum ald- urs. Meginþunginn á þessu verð- ur á síðari hluta þessa tímabils. Það tekur tólf ár fyrir einstakling að fara í gegnum læknisfræði og verða fullnuma í heimilislækn- ingum. Við erum að byrja á að vekja athygli ráðamanna á þessu. Menn hafa sett upp sérnámsstöð- ur heimilislækna hér á landi. Það kerfi hefur framleitt fyrir okkur þrjá til fjóra nýja heimilislækna á ári. En betur má ef duga skal og hvetja þarf læknanema og ung- lækna í þetta sérnám. Þetta er margra ára uppsafnaður vandi.“ - jss Um 30 þúsund eru ekki með heimilislækni Samkvæmt nýlegum útreikningum yfirlæknis Heilsugæslunnar í Grafarvogi eru allt að þrjátíu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu án heimilis- læknis. Hann telur að tuttugu heimilislækna vanti. Aðstoð úr CSI Hallur Helgason og aðrir aðstand- endur Atlantic Studios hafa fengið góð ráð frá Eagle Egilssyni og samstarfs- manni hans. FÓLK 50 FÓLK Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, er látinn. Hann andaðist á Landspítalanum aðfaranótt föstudags vegna nýrna- bilunar, 64 ára að aldri. „Bróðir minn er látinn,“ sagði Boris Spasskí, gamall vinur og keppinautur Fischers, þegar hann heyrði fregnirnar af andlátinu í gær. Hann sagðist myndu koma í jarðarför Fischers. Fischer, sem fæddist 9. mars 1943 í Bandaríkjunum, vakti snemma athygli fyrir skákhæfi- leika sína. Hann varð heimsmeist- ari árið 1972 þegar hann sigraði Sovétmanninn Boris Spasskí í ein- vígi á Íslandi sem kallað var skák- einvígi aldarinnar. Eftir sigurinn dró hann sig að mestu leyti í hlé en sneri aftur tuttugu árum síðar til að heyja annað einvígi við Spasskí í Júgó- slavíu. Með því virti Fischer að vettugi viðskiptabann sem Banda- ríkjamenn höfðu sett á Júgóslavíu, og var því gefin út handtöku skipun á hendur honum í Banda ríkjunum. Hann sneri aldrei aftur þangað. Árið 2004 var hann handtekinn í Japan og hótað framsali til Banda- ríkjanna. Íslensk stjórnvöld veittu honum ríkisborgararétt og fluttist hann hingað til lands árið 2005. „Hann byrjaði að koma til mín strax eftir að hann kom til lands- ins,“ segir Bragi Kristjónsson bóksali, en Fischer var fastagest- ur í verslun hans á Klapparstíg. „Ég held hann hafi litið á búðina sem eins konar skjól frá áreitinu sem hann hefur þurft að þola meira og minna alla ævi.“ - sþs, - sdg / sjá síðu 30 Spasskí syrgir keppinaut sinn og vin, Bobby Fischer: Bróðir minn er látinn FÉLAGA MINNST „Ég held að honum hafi fundist okkar búð klikkuðust, hann sagði að hún minnti sig á New York þegar hann var að alast upp,“ segir Bragi Kristjónsson bóksali um fyrrverandi skákmeistarann Bobby Fischer, sem lést í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.