Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 6
6 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Stjórn heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu hefur dregið til baka bréf sem Gunnar Ingi Gunnarsson, yfir- læknir heilsugæslunnar í Árbæ, sendi nokkur hundruðum skjól- stæðingum hennar. Viðtakendur bréfsins voru brottfluttir Árbæingar og var þeim sagt upp þjónustu frá og með 1. maí. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- ins, segir að séð verði til þess að fólkið fái áfram þá þjónustu sem það eigi rétt á. Stjórn Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins vísar í yfirlýsingu vegna ógildingar uppsagnarbréfs- ins til reglugerðar þar sem segir meðal annars að þrátt fyrir skipt- ingu landsins í heilbrigðisum- dæmi „skulu sjúklingar jafnan eiga rétt á að leita til þeirrar heilsugæslustöðvar sem þeir eiga auðveldast með að ná til hverju sinni“. - jss Skjólstæðingar heilsugæslunnar í Árbæ fá fulla þjónustu: Uppsagnarbréf dregin til baka DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðis- brot gegn tveimur barnungum systurdætrum sínum. Önnur þeirra var fimm ára þegar brotin áttu sér stað, en hin þriggja til ell- efu ára. Sú var misnotuð af mann- inum nokkur hundruð sinnum. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms, en í tölvu hans fundust myndir þar sem and- liti annarrar stúlkunnar hafði verið skeytt saman við klám- fengnar ljósmyndir. Til viðbótar við fangelsisdóminn var maður- inn dæmdur til að greiða stúlkunum bætur; annarri hálfa milljón en hinni eina og hálfa milljón króna. Alvarlegri brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2001. Þá lét hann aðra stúlkuna snerta kynfæri sín og hafa við sig munnmök að minnsta kosti tvö hundruð sinnum, ýmist heima hjá sér eða henni. Hin brotin voru framin á árun- um 1993 og 1994, þegar maðurinn lét hina stúlkuna snerta kynfæri sín nokkrum sinnum. Báðar stúlkurnar hafa átt við andleg vandamál að stríða frá því brotin áttu sér stað. Maðurinn játaði flest brotin fyrir dómi en bar fyrir sig bren- glað hugarástand vegna óreglu, meðal annars vegna neyslu áfeng- is og fíkniefna. Hann hafi átt við geðræn vandamál að stríða og verið með þunglyndi á háu stigi. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness segir að atferli manns- ins hafi verið svívirðilegt og hann hafi engar málsbætur. - sþs Karlmaður um þrítugt dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot: Misnotaði barnungar frænkur ■ Þegar fyrstu brotin áttu sér stað var maðurinn fimmtán til sextán ára, stúlkan fimm ára. ■ Upp komst um þá misnotkun þegar móðir stúlkunnar, systir mannsins, gekk inn á þau í ágúst 1994. ■ Samkvæmt vitnisburði brást hún reið við og hótaði að drepa hann ef þetta kæmi fyrir aftur. ■ Hún kærði athæfið ekki til lög- reglu, og sagði ekki frá því að ósk dóttur sinnar. ■ Þegar upp komst að maðurinn hafði misnotað dóttur annarrar systur sinnar í mörg ár var ákveðið að taka málið upp aftur og leggja fram kæru á hendur honum. STAÐINN AÐ VERKI FYRIR ÞRETTÁN ÁRUM STJÓRNSÝSLA Í rökstuðningi fyrir skipun Ólafar Ýrar Atladóttur í embætti ferðamálastjóra segist Össur Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra hafa tekið mið af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Á grundvelli þeirra sé viðurkennt að velja skuli aðila af því kyni sem er í minnihluta á hlutaðeigandi starfssviði þegar tveir eða fleiri jafnhæfir einstakl- ingar sækja um stöðu. Í rökstuðningnum er Ólöf Ýrr meðal annars sögð hafa mikinn og fjölbreyttan menntunarferil, fimm ára reynslu af stjórnun í opinberum rekstri og reynslu á sviði ferðaþjónustu. Þá tali hún fjögur tungumál og hafi tekið þátt í erlendu samstarfi. Ólöf Ýrr er jafnframt sögð hafa skarpan og greinandi hug, hún hafi vakið athygli fyrir frumkvæði og ákveðni auk þess að hafa til að bera sveigjanleika, glaðværð og félagslyndi. „Þessi rökstuðningur staðfestir fyrir mér að ráðherra valdi ekki hæfasta umsækjandann,“ segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu – einn 50 umsækjenda um starfið. Hann segir ráðherra forðast að bera umsækjendur saman en hefji Ólöfu til skýjanna. „Nú ætla ég að verða síðastur til að hallmæla þessum einstaklingi. Þetta er hæf kona. En ef borin eru saman þau atriði sem skipta máli í auglýsingunni kemur í ljós að ég hef raunhæfari menntun.“ Ársæll er með meistarapróf frá Við- skiptaskólanum í Kaupmannahöfn og skrifaði ritgerð um þýðingu ferðaþjónustu fyrir Ísland. Ólöf Ýrr er íslenskufræðingur með meistarapróf í líffræði. Ársæll bendir jafnframt á að hann hafi rekið sautján starfs- manna svæðisskrifstofu Ice- landair í Kaupmannahöfn, verið framkvæmdastjóri Ráð- stefnuskrifstofu Íslands og stýrt mannahaldi og skrifstofum Ferðamála- stofu í Danmörku, Þýska- landi og Bandaríkjun- um. Hann segir óráðið hvort hann haldi málinu áfram með einhverjum hætti. Ólafur Örn Haralds- son, sem sótti um starfið og skaraði fram úr ásamt Ársæli og Ólöfu, sóttist ekki eftir rök- stuðningi. Engu að síður kynnti hann sér rökin og sagði að svo búnu: „Ég er glaðvær maður og brosi til hægri og vinstri.“ bjorn@frettabladid.is Ársæli finnst lítið til raka ráðherra koma Jafnréttislögin eru ein röksemda fyrir skipan Ólafar Ýrar Atladóttur í embætti ferðamálastjóra. Ársæll Harðarson segir rökstuðning iðnaðarráðherra sýna að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn. Ólafur Örn Haraldsson brosir. ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR ÁRSÆLL HARÐARSON DÓMSMÁL Kröfu Saga Capital fjár- festingarbanka um að verða skráður eigandi allra hluta í fjár- festingafélaginu Insolidum ehf., sem er í eigu Daggar Pálsdóttur varaþingmanns Sjálfstæðisflokks og Páls Ágústs Ólafssonar, hefur verið hafnað í Héraðsdómi Reykja- víkur. Niðurstöðunni verður að öllum líkindum áfrýjað, segir lög- maður Saga Capital. Í úrskurðinum segir að ekki sé hægt að fullnægja skyldu til breyt- inga á hlutaskrá fyrirtækis með beinni aðfaragerð. Skilyrði til að verða við kröfu Sögu Capital séu ekki fyrir hendi, og henni því hafnað. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við áfrýjum þessum dómi án þess að það sé búið að taka ákvörð- un um það,“ segir Gísli Guðni Hall, lögmaður Saga Capital í málinu. „Við höfum tveggja vikna frest til þess.“ Jóhannes Karl Sveinsson, lög- maður Insolidum, segir innsetn- ingarmál eins og þessi vera ætluð í ákveðnum tilgangi, og dómari hafi komist að þeirri niðurstöðu að þau eigi ekki við þegar fólk telji sig eiga kröfur að tryggingarrétti. „Svona úrræði eiga til dæmis við þegar það er verið að bera fólk úr íbúðum, en ekki í máli eins og þessu,“ segir hann. - sþs Kröfu Saga Capital hafnað í héraðsdómi, lögmaður segist líklega munu áfrýja: Fengu ekki að eignast Insolidum ÓLAFUR ÖRN HARALDSSON FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N N ÍELSSO N ÖSSUR SKARÐHÉÐINS- SON Segir Ólöfu Ýri hfa lýst skýrri framtíðarsýn fyrir Ferðamálastofu og íslenska ferðaþjónustu og hún því líklegri en aðrir til að hleypa nýju blóði í starfsemi stofnunarinnar. KÍNA, AP Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur notað fundi sína með ráðamönnum í Kína til að bjóða kín verskum fjárfestum til Bretlands. „Þótt aðrir sjái hættur í hverju horni þá lít ég á uppgang- inn í Kína og alþjóðavæðinguna ekki sem ógn heldur sem tækifæri,“ sagði Brown á fundi með kvínverskum og breskum viðskiptajöfrum í Peking í gær. Brown hitti bæði Hu Jintao forseta og Wen Jiabao forsætis- ráðherra. Hann tók einnig þátt í að opna í Peking nýtt útibú frá kauphallarinni í London. - gb Gordon Brown í Kína: Vill fá fjárfesta til Bretlands ■ Málið snýst um lán sem Insol- idum tók hjá Saga Capital vegna kaupa á bréfum í SPRON. ■ Til tryggingar skuld var hlutur Daggar og Páls Ágústs í Insolidum settur að veði. ■ Gengi SPRON lækkaði töluvert og Saga Capital skoraði á Insolidum að greiða skuldina eða leggja fram fullnægjandi tryggingu. ■ Dögg og Páll Ágúst urðu ekki við áskoruninni. ■ Þá krafðist Saga Capital beinnar aðfarar — að dómstóll breytti hluta- skrá Insolidum þannig að Saga Capi- tal yrði skráður eigandi allra hluta. Í STUTTU MÁLI Ert þú á vetrardekkjum? Já 79% Nei 21% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með Evrópumótinu í handbolta? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.