Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 10
10 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 415 5.531 +0,30% Velta: 2.788 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 9,02 -0,88% ... Bakkavör 53,30 +0,57% ... Eimskipafélagið 31,50 +1,29% ... Exista 14,90 +1,29% ... FL Group 10,73 -1,11% ... Glitnir 20,15 +0,25% ... Icelandair 27,10 -0,91% ... Kaupþing 750,00 +0,27% ... Landsbankinn 32,20 +0,31% ... Marel 100,00 +0,00% ... SPRON 7,38 -0,94% ... Straumur-Burðarás 13,45 +0,45% ... Össur 96,10 +0,00% ... Teymi 6,02 +2,03% MESTA HÆKKUN TEYMI +2,03% EXISTA +1,295% EIMSKIPAFÉLAGIÐ +1,29% MESTA LÆKKUN FL GROUP -1,11% SPRON -0,94% ICELANDAIR -0,91% Merrion Landsbanki, dótturfélag Landsbankans á Írlandi, var á dögunum valinn besti írski hlutabréfagreinandinn í árlegu vali viðskiptatímaritsins Finance Magazine. Þátttakendur í valinu voru írskir og alþjóðlegir sjóðs- stjórar, og fór vægi atkvæða í hlutabréfakönnuninni eftir því hversu miklar eignir sjóðs- stjórarnir hafa til ráðstöfunar. Merrion hlaut einnig efsta sætið í þrettán öðrum verðlaunaflokkum, meðal annars var John Mattimoe hjá Merrion kjörinn greinandi ársins. Þetta er í 21. skiptið sem valið fer fram. Í tilkynningu Finance Magazine segir að könnunin sýni að Merrion sé farið að bjóða stærstu verðbréfafyrirtækjum Írlands birginn. - jsk Merrion besti hlutabréfa- greinandinn MARKAÐSPUNKTAR Væntingar um aukna smásölu í Bretlandi í desember brugðust. Greiningardeild Kaupþings segir hærri lánskostnað og lækkandi íbúðaverð hafa haft slæm áhrif á einkaneyslu. Salan lækkaði um 0,4 prósent frá því í nóvember, en spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Eurofima, svissneskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármögnun lesta, gaf út jöklabréf að verðmæti fimm milljarða króna í gær, að því er fram kemur í Veg- vísi Landsbankans. Í vikunni voru gefin út jöklabréf fyrir 17 milljarða. Húsnæðisverð í Danmörku lækkar á árinu og treglegar gengur að selja eignir. Þetta hefur greiningardeild Landsbank- ans eftir könnun sem samtök danskra fasteignasala gerðu meðal félagsmanna sinna. BANKASTJÓRARNIR VIÐ MERRION- MERKIÐ Merrion Landsbanki þykir besti hlutabréfagreinandi Írlands, samkvæmt Finance Magazine. FRÉTTABLAÐIÐ/BG Kaupþing segir vísbending- ar um að lækkunarhrinan á hlutabréfamarkaði sé að nálgast endastöð og spáir hófsamri hækkun á Úrvals- vísitölunni á árinu. „Margir hafa haldið því fram að við hefðum átt að sjá fjármálakreppuna fyrir. Ef slíkt væri hægt hefði ekki orðið nein kreppa,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings, sem ásamt Haraldi Yngva Péturssyni, sérfræð- ingi hjá greiningardeild Kaupþings, kynnti þróun og horfur á íslenskum hlutabréfamarkaði í gær. Í spánni er gert ráð fyrir því að Úrvalsvísitalan hækki um 8,5 pró- sent á árinu öllu og standi í 6.850 stigum við lok árs. Þetta er hófsam- ari hækkun en greiningardeild Glitnis gerði ráð fyrir í afkomuspá sinni í vikunni en þar er reiknað með að vísitalan endi í 7.200 stigum. Landsbankinn birtir spá sína í næstu viku. Greiningardeild Kaupþings, líkt og aðrar slíkar deildir, spáði nokkuð meiri hækkun á síðasta ári og sá Úrvalsvísitöluna í allt að 9.500 stig- um þegar best lét í fyrra. Hæst fór vísitalan hins vegar í 9.016 stig um miðjan júlí áður en hún tók að falla í 6.318 stig við árslok. „Bankar og fjármálafyrirtæki eru níutíu prósent af Úrvalsvístöl- unni og allar breytingar á henni ráð- ast af þróun fjármálageirans,“ segir Haraldur. Hann bendir jafnframt á að rekstrarfélög, þar sem Bakkavör sé stærst, þurfi að hreyfast veru- lega til að hafa áhrif á hana. Því sé næstum eðlilegt að Úrvalsvísitalan hafi fallið upp á síðkastið í því umróti sem verið hafi í kjölfar lausafjárkreppunnar á alþjóðlegum mörkuðum. Þar komu fjármála- fyrirtæki verst út. Kaupþing segir í spá sinni vís- bendingar um að senn sjái fyrir end- ann á lækkanahrinunni þótt ekki sé útlit fyrir snarpan viðsnúning. Muni verðkennitölur íslenskra banka og fjármálafyrirtækja, sem séu undir meðaltali í kjölfar undirmálskrepp- unnar, fylgja í auknum mæli þróun á skandinavískum markaði. jonab@frettabladid.is Ómögulegt að sjá kreppur SPÁÐ FYRIR UM HORFUR Á HLUTABRÉFAMARKAÐI Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings, segir líkur á að senn sjái fyrir endann á lækkanahrinunni á íslenskum hlutabréfamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Greiningardeildir Kaupþings og Landsbankans eru hættar að birta verðmat og vogunarráðgjöf um einstök félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Erlendir bankar selja vogunarráðgjöf sína. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir þetta sérís- lenskt fyrirbæri sem eigi sér engan líka. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir erlenda kollega hafa rekið upp stór augu þegar þeir áttuðu sig á að verðmat á íslensk fyrirtæki hafi verið ókeypis. EKKERT VERÐMAT beint fl ug frá kefl avík Trans-Atlantic sérhæfi r sig í ferðum til Eistrasaltslandanna Verð miðast við gengi evru 15. jan 2008 Tímabil Brottför Hótel Verð 15.-19.mars( 5 nætur ) Kefl avík **** kr 76.295 MUNIÐ FRÁBÆR TILBOÐ TIL KENNARA A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.