Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 12
12 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Árni Mathiesen fór létt með að fylgja „eigin sannfæringu“ í stóra héraðsdómaramálinu. Hann hafði fyrir löngu selt hana góðum manni og átti því auðvelt val. Nú hafa deilurnar um embættisveit- inguna fyllt blöð og skjái í heilan mánuð. Satt að segja hélt maður að þær myndu deyja út fyrir jól. En batnandi þjóð er best að lifa og kannski þokar umræðan okkur eilítið frá gamla fúla ættarveld- inu. Eigum við að snúa dæminu við og ímynda okkur að núverandi ráðherra Samfylkingar ráði dóttur fyrrum formanns síns í eftirsótt embætti? Að Kristján Möller, samgönguráðherra, geri dóttur Össurar Skarphéðinssonar að sérlegum eftirlitsmanni með framkvæmdum við Vaðlaheiðar- göng. „Hún hefur einstaka yfirsýn. Til dæmis kortlagði hún nýverið iðnaðarráðuneytið eins og það lagði sig.“ Kannski myndi heyrast hljóð úr horni. Frekar níð en stríð Að ári mun síðan ungur héraðs- dómari fyrir norðan sækja um hæstarétt og dómsmálaráðherra telja að „sú dýrmæta reynsla sem umsækjandinn hefur af störfum héraðsdómara“ geri hann langhæfastan í stöðuna. Og þar með er gamli Íslandspabbi kominn með þrjá menn í hæsta- rétt; son sinn, frænda og besta vin. Þá þarf hann ekki að gera annað en sækja um sjálfur og dómum sögunnar verður snúið við. Gamla Ísland er klíkuveldi. Nýja Ísland er land tækifæranna þar sem menn komast áfram á hæfileikum en ekki ætterni. Þar sem menn verða ekki sjálfkrafa héraðsdómarar um leið og þeir flytja að heiman. Árni Mathiesen er ekki gamall maður en er þó fulltrúi gamla tímans sem rembist nú sem aldrei fyrr gegn síþyngjandi straumi framtíðar. Margir bardagar hafa tapast á undanförnum árum og herinn hopað æ lengra. Nú standa síðustu vígin hvort sínu megin við Arnarhól, hlaðin úr staksteinum og myndaalbúmum leiðtogans. Óvinirnir eru reyndar löngu hættir að berjast; þeirra stríð stendur annars staðar, á erlendri grund, í erlendri mynt. En í hugum Hólverja stendur styrjöld- in þó enn. Þótt Útherjar vinni stærri lönd skal Hóllinn heima varinn. Hvað sem það kostar. Og enn skal „okkar mönnum“ potað í dómskerfið. Nær væri því að kalla þetta níð en stríð. Níðhögg kallast þau sem höggvin eru í bak þeim er berst við annan. Útherjar neyðast til að verja sig með hælnum heima um leið og hendur hreyfa sverðin utan lands. Ef strandhögg þeirra geigar er dansað heima á Hólnum og blásið til þórðargleði í Hádegismóum. Tryllingurinn svo mikill að enginn skilur fyrirsagnirnar nema blaðakonan og maðurinn yfir henni. „650 gætu farið!“ „Glitnir er hættur við!“ Hættur við hvað? Það var svo flókið að jafnvel greinin gat ekki útskýrt það. En allt er það í boði samkeppnisbankans. Allir heima Hér hefur fátt breyst. Heim- boðnir í höllu konungs verða höggnir er heim kemur. Hólverj- ar sjá ekki út fyrir Hólinn sinn og telja sig ekkert hafa til heims að sækja. Orkuveitan á að vera heima. Forsetinn á að vera heima. Allir eiga að vera heima. Enn skal varið land. Yfirmaður íslenskra efnahags- mála hefur margoft málað sjálfan sig andstæðing stærstu banka og fyrirtækja landsins, og á greinilega ennþá innhlaup í ríkisstjórn, sér og sínum til handa. Því þýðir lítið fyrir kollega hans að skrifa gegn þeirri staðreynd í blöðin. Áður óþekktur starfsbróðir beggja mætir síðan í hádegisviðtal á Stöð tvö og talar eins og gamall ritsímamaður um tölvuknúið samfélag. Leggur til að enn harðari lög verði sett gegn yfirvofandi uppgjörum í evru, og minnir fyrir vikið á mann sem vill banna fyrirtækjum landsins að senda tölvupóst. „Gömlu skeytin hafa dugað okkur vel hingað til og engin ástæða til breytinga.“ Engin ástæða til breytinga. Í gjörbreyttu þjóðfélagi. En áfram æðir tíminn og breytir stöðugt öllu sem á vegi hans verður. Ætlum við að reyna að standa gegn þeim þunga vagni eða taka okkur far með honum? Því ræður víst Árni gamli Matt og mun sjálfsagt láta „eigin sannfæringu“ ráða. Hólverjar, Útherjar Í höllu konungs Nú standa síðustu vígin hvort sínu megin við Arnarhól, hlað- in úr staksteinum og mynda- albúmum leiðtogans. Óvinirnir eru reyndar löngu hættir að berjast; þeirra stríð stendur annarstaðar, á erlendri grund, í erlendri mynt. HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | UMRÆÐAN Sundabraut Eitt af meginmarkmiðum Vegagerðar-innar er hagkvæm uppbygging og rekstur vegakerfisins. Iðulega þegar um nýframkvæmdir er að ræða leggur Vega- gerðin fram nokkra kosti til athugunar og leggur fram mat á kostunum. Að því loknu gerir Vegagerðin tillögu um kost til framkvæmda. Nauðsynlegt er umræðunnar vegna að árétta nokkur atriði. Vegagerðin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa skoðun á því hvaða leið sé best. Það er eigi að síður hlutverk Vegagerðarinnar að leggja mat á kostina. Vegagerðin hefur einnig sagt að það sé komið að stjórnmálamönnunum að taka ákvörðun. Það hjálpar hinsvegar ekki umræð- unni að segja að svart sé hvítt og hvítt sé svart. Bent hefur verið á að Sundabraut er ekki einkamál Reykvíkinga. Gerð hennar og lega skiptir máli fyrir höfuðborgarsvæðið allt og fyrir lands- byggðina. Með hliðsjón af því er það mat Vegagerð- arinnar að eyjalausnin sé betri kostur en jarðgöng, m.a. vegna þess að eyjalausnin dreifir umferð betur. Jarðgöng leiða umferð frekar vestur í bæ meðan eyjalausnin leiðir hana einnig til suðurs um Sæbraut og síðan Reykjanesbrautina. Færri færu þannig um Sundabraut í jarðgöngum en um innri leiðina og það drægi minna úr álagi á Ártúnsbrekkuna. Með eyjalausninni styttast einnig vegalengdir á milli staða meira en með jarðgöngum og því minnkar heildar- akstur á höfuðborgarsvæðinu. Því hefur einnig verið haldið fram að Vegagerðin ofmeti kostnað við jarðgöng en vanmeti kostnaðinn að innri leiðinni. Þetta er alrangt. Miðað er við norska staðla og Evrópureglur sem ekki verður vikist undan. Væri miðað við sænska staðla myndi kostnaðurinn með vegtengingum reiknast 27 milljarðar króna, eða 12 milljörðum króna meiri en við eyjaleiðina. Kostnaður við eyjaleiðina sem er metinn á 15 milljarða króna hefur verið uppfærður til samræmis við jarðgöngin. Rétt er enn að árétta að rekstrarkostnaður ganga er miklu meiri en af eyjalausninni og munar þar líklega að minnsta kosti 200 milljónum króna árlega. Að öllu samanlögðu mælir Vegagerðin því með því að fara innri leiðina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að skjóta sendiboðann G. PÉTUR MATTHÍASSON F réttin af því að Bobby Fischer hefði andazt á sjúkra- húsi í Reykjavík síðla fimmtudags, 64 ára að aldri, barst með eldingarhraða um heimsbyggðina í gær. Enda þótt hann hefði lítið teflt opinberlega síðan hann sigraði sovézka meistarann Borís Spasskí í „ein- vígi aldarinnar“ í Laugardalshöll fyrir hartnær 36 árum skein frægðarsól hans jafnbjört, enda veita skákirnar sem hann tefldi allt frá æskuárum til heimsmeistaratignar hverri nýrri kynslóð skákáhugamanna ómældan innblástur. Þær lifa sem minnisvarði um fádæma snilligáfu. Annar mesti skáksnillingur 20. aldar, Rússinn Garrí Kasparov, komst vel að orði þegar honum var borin fréttin af andláti Fischers og sagði: „Harmleikurinn er sá að hann yfir- gaf þennan heim of snemma, og sérvizkulíf og hneykslanlegar yfirlýsingar hans juku ekki á vinsældir skákarinnar.“ Kasparov talaði örugglega einnig fyrir munn margra skákáhugamanna með því að segja að framlag Fischers til skákíþróttarinnar hefði hvorki meira né minna en umbylt henni. Síðustu fimmtán ár ævinnar var Fischer á stöðugum flótta undan óbilgjörnum armi bandarískrar réttvísi, sem vildi draga hann fyrir rétt fyrir að hafa teflt aftur við fjandvin sinn Spasskí réttum 20 árum eftir einvígið fræga í Reykjavík. Endurkomueinvígi þetta fór nefnilega fram á júgóslavnesku orlofseynni Sveti Stefan á meðan bandarískar og alþjóðlegar refsiaðgerðir voru í gildi gegn Júgóslavíu vegna herskárrar yfirgangsstefnu Slobodans Milosevic, þáverandi Júgóslavíu- forseta. Það hversu mikla áherzlu bandarísk yfirvöld lögðu á að Fischer gæti hvergi fundizt hann óhultur átti sér þó tvímælalaust pólitískar orsakir. Efast má um að bandarísk stjórnvöld hefðu lagt svona mikið upp úr því að draga einn frægasta son landsins fyrir rétt – fyrir þær sakir að hafa teflt nokkrar skákir – hefði hann látið vera að láta eins ljót orð falla og hann tamdi sér um gyðinga og meint áhrif þeirra á stjórnarstefnu Bandaríkjanna. Því ef það er eitthvað sem ekki telst fyrirgefanlegt í tabúhlaðinni opinberri umræðu í Banda- ríkjunum þá er það opinskátt gyðingahatur. Erindrekar Bandaríkjastjórnar mótmæltu því líka kröftug- lega, er íslenzk stjórnvöld ákváðu vorið 2005 að veita Fischer ríkisborgararétt til að forða honum frá því að verða fram- seldur til Bandaríkjanna frá Japan, þar sem hann hafði verið handtekinn í júlí 2004 og haldið í gæzluvarðhaldi í níu mánuði. Áður hafði Fischer afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti. Eftir komuna til Íslands fór hann aldrei aftur út fyrir land- steinana af ótta við hinn langa arm bandarískrar réttvísi. Ævi og örlög Bobby Fischer eru dæmisaga um það hvernig maður gæddur snilligáfu á afmörkuðu sviði er oft meðal- manninum breyzkari á öðrum sviðum. Þótt hann hafi verið einangraður og bitur síðustu misseri ævi sinnar var þó vafa- laust meiri reisn yfir ævikvöldi hans hér en hann hefði fengið að njóta í höndum bandaríska dómskerfisins. Það fór vel á því að Íslendingar gátu gert honum þann greiða. Bobby Fischer fallinn frá: Sérvizka og snilld AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Holtið næst? Haldið var upp á sextugsafmæli Davíðs Oddssonar með pompi og prakt á fimmtudag með fjölda góðra gesta. Eins og rifjað hefur verið upp hélt Davíð upp á fimmtugsafmæli sitt í Perlunni. Hann hefur því nýtt þau tvö hús undir stórafmæli sem hann stóð fyrir að yrðu reist. Það vekur upp spurningar um hvað Davíð geri eftir áratug. Auðvitað getur hann farið hringinn aftur í Perlunni, en það er alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt, þótt á sama tíma sé traust- vekjandi að halda í það sem þekkt er. Þótt ekki sé ástæða til annars en að ætla að Davíð sé fullfær um að skipu- leggja sín afmæli sjálfur er kannski hægt að mæla með Hótel Holti undir næstu veislu. Eins og fram kom í síðasta þætti Kiljunnar er hann vanur því að hittast þar í góðra vina hópi. Ekki var mikið um ræðuhöld í veislunni, eins og Björn Bjarnason lýsir henni á vefsíðu sinni. Kjartan Gunnarsson veislustjóri leyfði einungis þremur að taka til máls; þeim Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, Eiríki Guðnasyni seðlabankastjóra og Halldóri Blöndal, formanni bankaráðs seðlabank- ans. Að týna ráðuneyti Hæfileikar manna eru á ýmsum sviðum. Fæstum hefur þó tekist, líkt og Valgerður Sverrisdóttir upplýsir að hún hafi gert í skemmtilegri sögu á heimasíðu sinni, að týna heilu ráðuneyti. Á öðrum starfsdegi hennar fór hún að velta fyrir sér hvar iðnaðar- ráðuneytið væri. Daginn eftir brá hún á það ráð að ráfa um rangala hússins, eftir að starfsfólk var farið heim, í leit að ráðuneytinu. Það kæmi nefnilega ekki vel út að spyrja starfsfólkið. Eftir mikinn leiðangur kom iðnaðarráðu- neytið loks í ljós, vel falið á bak við mótttökusvæði. Kannski hefði það verið heppilegt fyrir hana að hafa kortið sem Birta Össurardóttir teikn- aði fyrir pabba sinn. Össur þarf reyndar ekki að hafa áhyggjur af því að týna iðnaðarráðuneytinu, því hann ber nú ábyrgð á því sem fram fór í „botnlanganum, sem ótrúlega lítið fór fyrir“. svanborg@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.