Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 26
26 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR M ér líður svolítið eins og fólk hafi haldið að ég væri hreinlega dauður. Það er búið að hamra svo mikið á því að þetta sé „kombakk“ og aftur „kombakk“. En ég hætti aldrei. Maður getur ekki alltaf verið á toppnum. Lögmálið í íþróttaheiminum er svolítið þannig að ef þeir sem ná að halda sér á toppnum í dágóð- an tíma detta út, taka allir eftir því, og svo þegar þeir klifra aftur þangað upp er aftur litið við. Og ef maður verður Evrópumeist- ari eitt árið er eins og það eigi ósjálfrátt að gerast það næsta líka. Og þá er jafnvel silf- ur og brons ekki nógu gott. Það er fyndið – sérstaklega þegar maður er að keppa við bestu íþróttamenninga í heimi í þessum greinum.” Örn mælir svo þegar við byrjum á efsta máli á baugi þessa dagana – endur- komu hans á toppinn. Örn hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og afrekaði það meðal annars að vera á forsíðu DV fjóra daga á einni viku árið 2003. Hann sjálfur hefur talsvert ólíka sögu að segja. Fjölskyldan í landsliðinu frá 1947 Best er þó að byrja á upphafinu og fikra sig gaumgæfilega eftir tímaásnum. Örn Arnar- son er yngri en margir telja, enda byrjaði hann svo ungur að vekja athygli sem íþrótta- maður – og margir telja hann kominn tals- vert yfir þrítugt. Hið rétta er að hann er fæddur árið 1981 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann hefur æft sund í ein 22 ár sem þýðir að hann byrjaði æfingar aðeins 5 ára gamall. Og hélt þannig áfram á lofti ættarsportinu. Fjölskyldan hefur frá árinu 1947 alltaf átt einn landsliðssundmann á hverju ári úr ætt- inni en afi Arnar og afasystir voru þau sem hófu feril fjölskyldunnar. „Svo prófaði ég auðvitað sitt hvað annað af íþróttagreinum. Fótbolta, handbolta, körfubolta og þetta venjulega. Ég var bara aldrei góður að hlaupa svo ég hefði aldrei náð neinum frama þar. Mér leið líka og hefur alltaf liðið mjög vel í vatni, var mikið með pabba í lauginni þegar ég var lítill og sá flótlega að þarna lágu hæfileikar mínir.“ Og þótti ekkert nördalegt að vera í sundi? „Það var kannski eitthvað aðeins sem maður fann fyrir því þegar ég var yngri en ekkert að ráði. Svo þegar maður var kominn í gagnfræðiskól- ann og var farinn að rífa sig upp klukkan fimm á morgnana til að fara á æfingar fyrir skóla, sá fólk hvað það var mikil alvara í þessu.“ Of ungur afreksmaður Þegar Örn var um 15 ára gamall byrjuðu æfingarnar að verða ansi stífar og hann setti sér markmið ungur – meira að segja enn yngri – eða 11 ára gamall. Hann ætlaði að synda í úrslitum á Ólympíuleikunum. „Þá fékk ég bara lista hjá þjálfaranum mínum hvað ég þyrfti að gera til þess að ná því markmiði. Ég hef alltaf haft sterkar skoðan- ir á því hvað ég vil gera og ætla mér að gera.“ Ljós Arnar skein fyrst hæst þegar hann var 17 ára gamall og var hann þá val- inn íþróttamaður ársins í fyrsta skipti. Hvernig tilfinning var það að vera svo ungur og komast svo fljótt í fremstu röð afreks- manna? „Ég var kannski full ungur og með þessu fór ég eiginlega fram úr mínum eigin plönum. Ég hafði sett mér þetta sem mark- mið en á mínu blaði hafði ég gert ráð fyrir þessu eftir kannski tvö ár. Ég var því hvorki andlega né líkamlega tilbúinn undir þetta. Og það var mjög erfitt að höndla þessa pressu, á öðru ári í framhaldsskóla. Fólkið í kringum mig stóð samt þétt á bak við mig en það var mjög skrítið þegar fólk var farið að þekkja mig hvar sem er og ég held að þetta hefði verið auðveldara hefði ég verið eldri. Maður er samt með þykkari skráp í dag en maður var með þá.“ Fékk nóg á miðri æfingu Næstu árin voru gullaldarskeið. Tímabilið frá Ólympíuleikunum í Sydney og þangað til Heimsmeistaramótið var árið 2001. Og að mati Arnar það tímabil sem heppnaðist best í heildina. Örn varð fyrstur sundmanna á Íslandi til að komast í úrslit á Ólympíuleik- um og á heimsmeistaramótinu hreppti hann silfur- og bronsverðlaun. Baksundið var hans grein og fljótlega eftir heimsmeistara- mótið fór hann að finna fyrir miklum axlar- meiðslum, sem erfitt er að eiga við í bak- sundinu. Örn virðist verða afhuga sundinu en á miðri æfingu segist hann vera hættur. „Ég fékk bara gjörsamlega nóg. Vegna meiðslanna hafði gengið mjög illa á æfing- um og það endaði með því að einn daginn stoppaði ég á miðri æfingu og sagði við þjálfarann minn: „Heyrðu, ég er hættur“ – og labbaði upp úr lauginni. Þetta var árið 2002. Ég hætti í örfáa mánuði og þegar ég byrjaði aftur skipti ég algjörlega um umhverfi og félag og fór til Keflavíkur og var þar í tvö ár. Þá fór ég líka í þetta aftur með nýju hugarfari – það er að segja – að ég væri að æfa sundið fyrir sjálfan mig og engan annan. Og ég er búinn að ákveða með sjálfum mér að þegar ég nenni þessu ekki lengur, sé ég hættur. Sama hvort það verður tveimur vikum fyrir Ólympíuleika eða ekki. Þetta eru þrjátíu tímar sem fara bara í æfingar á viku og það er allt of mikill tími að eyða ef maður vill ekki vera að gera þetta. Jú, það kemur enn yfir mig að ég fæ nóg, en þá passa ég mig líka bara á því að taka kannski þriggja daga frí og mæti svo aftur hress á æfingar.” Hneig niður á Íslandsmóti Örn undi sér vel í Keflavík og fór svo til Dan- merkur árið 2004 en var þar ekki ánægður með þjálfara sinn og fluttist því fljótlega aftur í Hafnarfjörðinn. Á þeim tíma var verið að ráða núverandi þjálfara hans til Sundfélags Hafnarfjarðar, Nenad Milos, en hann er fyrrum þjálfari serbneska lands- liðsins í sundi. „Ég fann strax að þarna var maður sem var á alveg sömu bylgulengd og ég. Ef það er eitthvað sem við erum ósam- mála um, ræðum við hlutina, og sá sem er með betri röksemdarfærslu vinnur. Ég var svo að komast í mjög gott form árið eftir, gekk vel á Íslandsmeistaramótinu þegar ég hneig niður á mótinu og var keyrður með sjúkrabíl á Landsspítalann.“ Örn hafði þá um langt skeið verið í alls kyns hjartarannsókn- um vegna óeðlilegs hjartslátts sem jókst mikið upp úr þurru. Í ljós kom að hann var með hjartagalla og biðu hans þrjár hjarta- þræðingar á tæpu ári. „Síðan þá hef ég verið nokkuð góður og um leið orðið stígandi í árangri mínum síðasta eina og hálfa árið.“ Og öxlin? „Ég verð aldrei fullgóður þar en með þjálfara mínum höfum við unnið mikið í fíntækniatriðum til að létta álagið á henni. Það koma þó dagar þar sem ég get hreinlega ekki lyft höndunum. En við ákváðum samt að kýla á fullt á gömlu greinina mína, baksund- ið, nú í haust.“ Og árangurinn lét ekki á sér standa en Örn kom sterkur inn á Evrópu- meistaramótið og 100 metra baksund verður líklega keppnisgreinin hans á Ólympíu- leikunum næsta sumar. DV færði mér fréttir af eigin rugli Tímabilið þegar Örn var í Keflavík vakti nokkuð umtal og í kringum árið 2003 fjallaði DV fjallaði þar um allt frá munntóbaksnotk- un Arnar og upp í fyllerí á heimsmeistara- móti en hann átti þar að hafa dottið í það með þjálfara sínum. Ungi afreksmaðurinn var á einni nóttu dottinn í ruglið – og fórnaði meðal annars Ólympíuleikunum fyrir tón- leikaferð að sögn blaðsins. „Ég fylgdist bara með þessari umræðu og blaðið var hrein- lega að segja mér nýjar fréttir, að ég væri í ruglinu. Ef ég var í einhverju rugli þá var það ofþjálfun og ofæfingar. Það virtist vera þannig að það var sama hvað ég gerði – því var alltaf snúið upp á mig og ég gerður að vondum karli. Ég hafði svo sem alveg heyrt kjaftasögur um mig áður – einu sinni fór ég að versla í Fjarðarkaupum með systur minni og hélt á barninu hennar og daginn eftir var ég orðinn trúlofaður með barn. Og þegar ég átti að hafa dottið í það með þjálfara mínum var þjálfari minn í fyrsta lagi víðs fjarri. Og það sem var kallað að „detta í það“ – það var þegar ég hafði unnið silfur- og bronsverð- laun og fékk mér einn bjór til að halda upp á gott mót. Hver myndi ekki halda upp á slíkt? Ég skrapp í tónleikaferð til Dublin, á tímabili sem ákveðið var að ég myndi líklga ekki fara út til Aþenu vegna meiðslanna, þó svo að úr yrði að ég fór og þá meira sem stuðningur við aðra keppendur. Munntóbakið notaði ég jú og er hættur því í dag, en bjór og munn- tóbak var þarna breytt í hass og ofdrykkju. Ég gæti aldrei verið í jafn agaðri íþrótt og æft kvölds og morgna, synt 40 kílómetra á viku, ef ég væri í rugli. Það getur hver sagt sér það sjálfur. Hinsvegar hef ég átt góð tímabil og ekki eins góð en þau tímabil lituðust fyrst og fremst að of miklu álagi og of miklum æfingum fyrir utan misgott lík- amlegt ástand. Ef fólk vill segja eitthvað slæmt um mig get ég ekkert gert í því en ég hef lært það í gegnum tíðina að láta svona tal ekki hafa áhrif á mig. Það er hægt að blása alla hluti upp og í þessu tilfelli var það gert.“ Lífaldurinn er lengri Á þeim tíma sem Örn æfði sem mest, synti hann 80 kílómetra á viku, sem er hér um bil leiðin frá Hafnarfirði til Keflavíkur og til baka. Í dag syndir hann helmingi minna enda segir hann að núna sé áherslan mun fremur á gæðin heldur en magnið. Og dagsrútínan er stíf. „Vinnudagurinn getur orðið 14-15 tímar. Ég er í tveimur störfum með æfingun- um. Ég þjálfa hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar, er með yngstu hópana og svo aðeins eldri hópa og einnig kenni ég skólasund í Áslands- skóla. Maður hefur því ekki mikla orku eftir æfingar.“ Finnst Erni hann aldrei vera að færa of mikla fórnir – fyrir íþróttina? „Nei, ég hef ekki séð eftir neinu. Það eina sem maður sér er að jafnaldrar mínir eru flestir búnir að gifta sig og eignast börn og það er eitthvað sem maður hefur ekki ennþá gert. En ég kvarta samt ekki, kærastan er bara ófundin ennþá.“ Örn segist eiga þónokkur ár eftir í sundinu. Lífaldur sundkappa er alltaf að hækka og fyrir rúmum tveimur árum var einn heimsmeistarinn 35 ára. Áherslan er núna mest á Ólympíuleikana næstkomandi sumar. Hafandi byrjað svo ungur – hvaða ráð hefur hann til foreldra ungra afreks- manna? „Að krakkarnir hafi alltaf einhvern til að tala við. Hvort sem það eru foreldrar eða aðrir. Hætt er við að krökkunum líði ein- angruðum þegar þeir helga sig svo íþróttinni og ég var til að mynda skikkaður þegar ég var 18 ára af Ólympíusambandinu til að mæta til sálfræðings tólf sinnum á ári sem hjálpaði mér mjög mikið – bara að hafa ein- hvern til að tala við um allt og ekkert. Fyrst og fremst er þetta auðvitað bara vinna, vinna og vinna.“ Mitt rugl var ofþjálfun og ofæfingar Skin og skúrir hafa skipt hratt með sér vöktum í lífi Arnar Arnarsonar. Öll munum við eftir því þegar honum skaut upp á stjörnuhimin íþróttanna, aðeins sautján ára gömlum, en síðan þá hefur hann unnið ótrúleg afrek og er meðal annars einn af aðeins fjórum íþrótta- mönnum sem kosnir hafa verið íþróttamaður ársins þrisvar sinnum eða oftar. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti sundkappann, sem hefur meðal annars farið í þrjár hjartaþræðingar undanfarin tvö ár og segir gróusögur um sig hafa leikið lausum hala. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R AFTUR KOMINN Í BAKSUNDIÐ Baksundið gerði Örn Arnarson að því sem hann er en vegna meiðsla hefur hann ekki getað att kappi í þeirri grein undanfarin ár. Í haust ákvað hann að kýla aftur á greinina af full- um krafti með frábærum árangri. Ég fylgdist bara með þessari umræðu og blaðið var hreinlega að segja mér nýjar fréttir, að ég væri í ruglinu. ➜ AF AFREKUM ARNAR ARNARSONAR Hefur sex sinnum orðið Evrópu- meistari Silfur- og bronsverðlaun á heims- meistaramótinu 2001 Silfurverðlaun í 100 metra baksundi á Evrópumótinu Dublin Bronsverðlaun í 50 metra flugsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug árið 2006 Örn Á 26 gildandi Íslandsmet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.