Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 34
● hús&heimili U m þessar mundir berast fregnir af því að hugsanleg kreppa á fasteignamarkaði sé á næsta leiti og vissulega hefur hægst um í fasteignaviðskiptum. Það hlaut að koma að því enda gróskan, hraðinn og atið búið að vera í hámarki. Mikið hefur verið rætt og ritað um hversu erfitt það er fyrir fólk, ef ekki ómögulegt, að koma þaki yfir höfuðið, sér í lagi ef það er að fjárfesta í fyrstu íbúð. Verðlag er hátt og greiðslubyrðin mikil. Ekki bætir úr skák að leigumarkaður- inn er í einhvers konar upplausn. Litlar kytrur eru leigðar út á svimandi háu verði og liggur við að salernisaðstaða teljist til munaðar. Nú finnst sumum kannski að ég sé að mála skrattann á vegginn en staðreyndin er sú að þessi skratti starir framan í marga, skýr og greinilegur, á banka- yfirlitinu hver mánaðamót. Oft er ekki mikið til skiptanna þegar búið er að greiða afborgun eða leigu, hita og rafmagn, jafnvel leikskólagjöld og svo framvegis. Ungt fólk kvartar sáran yfir því hve erfitt er að koma undir sig fótunum. Auðvitað vilja allir eiga fallegt heimili og vera nokkuð öruggir með það. En að námi loknu veður fólk ekki beinlínis í seðlum og þá er stefnt á vinnumarkaðinn og reynt að herja út þokkaleg laun. Það tekur tíma og erfitt getur reynst að eiga fyrir útborgun, sér í lagi ef stór hluti tekna fer í háa leigu í millitíð- inni. Raunveruleikinn er sá að geta ungs fólks til að skapa sér eigið heimili og framtíð veltur að stórum hluta á því hversu vel stæðir foreldrar þess eru. Vissulega hefur það alltaf verið þannig, eins ósanngjarnt og það nú er, en eitthvað við þann raunveruleika angrar mig nú á tímum einstaklingsfrelsis og jafnréttis. Það er útópía að ímynda sér að allir verði á endanum jafnir og njóti sömu lífsgæða en á hinn bóginn er engin ástæða til að sætta sig við að bilið á milli stétta stækki jafnt og þétt. Íslendingar hafa hingað til státað af að lifa í stéttlausu þjóð félagi en þróunin virðist sífellt vera í þá átt að stéttaskipting verði raunin. Tæki- færi ungs fólks sem er að hefja líf sitt sem ábyrgir fullorðnir einstakl- ingar eru ekki þau sömu. Firrtur fasteignamarkaður, fákeppni og bankar sem hugsa helst um að hámarka gróða sinn og halda í útrás eiga sinn þátt í því. Sannleikurinn er sá að bankanum þínum ER sama um þig. Lífið heldur þó áfram og einhvern veginn þarf fólk að feta veginn. Yfirdráttur er tekinn, lán eru fengin og skuldahalinn lengist. Síðan getum við unga og venjulega fólkið hlakkað til að eyða ævinni í að vinna frá níu til fimm (eða lengur) til þess að geta haldið halanum nokkuð stöð- ugum. Verra væri ef halinn yrði sjálfstæður og myndi vefjast eins og slanga um kverkarnar þar til við köfnum! Enn mótar fyrir skrattanum. Helstu ráðleggingar sem gefa mætti eru kannski þær að spenna bogann sem lægst. Hamingjan er ekki mæld í fermetrum. Kannski er eitt besta ráðið að einsetja sér að láta ekki blinda sig með stjörnum lífsgæðakapp- hlaupsins og reyna að sníða sér stakk eftir vexti – eða að minnsta kosti kaupa þann minnsta og ódýrasta þó svo að hann gapi á saumunum. Fáránleg fasteignafirra HEIMILISHALD HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR SKRIFAR Hamingjan er ekki mæld í fermetrum. Eitt besta ráðið er að láta ekki blinda sig með stjörnum lífsgæðakapp- hlaupsins og reyna að sníða sér stakk eftir vexti. ● Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson tók þessa mynd á heimili Ástu Hafþórsdóttur leikgervahönn- uðar. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. „Þetta eru mósaíkborð. Ég hanna mynstrið, bý til flísarnar, mála og brenni sjálf,“ segir Ragna Ingi- mundardóttir leirlistarmaður um ný borð sem hún er að vinna að. Á rúmlega tuttugu ára starfsferli sínum, sem hófst við útskrift frá Gerrit Ritveld-akademíunni í Hol- landi 1985, hefur Ragna vakið at- hygli og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Sem dæmi var hún árið 1998 út- nefnd bæjarlistamaður Seltjarnar- ness, þar sem hún er búsett. Mósaíkborðin sem Ragna vinnur að eru sex talsins; tvær ólíkar gerðir með nýjum mynstrum. Annað mynstrið segir Ragna hafa verið fyrir fram ákveðið, en það er samansett úr litlum kubbum sem hún hannaði sjálf. Hitt mynstr- ið setur hún saman úr stórum flísum með óskipulagðari hætti, en hugmyndin kviknaði við nokk- uð áhugaverðar kringumstæður. „Hugmyndin að seinna mynstr- inu varð til þegar ég sat um borð í flugvél og horfði niður yfir akra,“ útskýrir Ragna og segist oft fá hugmyndir sínar við ótrúlegar að- stæður. Sumar geymi hún í höfð- inu í þó nokkurn tíma áður en hún láti verða af því að framkvæma þær og þannig hafi það verið með nýju mósaíkborðin. Gerð borðanna er síðan mikið verk, eða „klikkuð vinna“ svo vitn- að sé í Rögnu, enda vinnur hún þau nánast frá grunni og er marga mánuði að ljúka verkinu. „Þegar ég vinn síðarnefnda mynstrið raða ég flísunum saman, mála heilt mynstur yfir, tek þær í sundur, brenni, set aftur saman og múra flísarnar loks á plötuna,“ lýsir hún fyrir blaðamanni, sem dæsir við tilhugsunina eina saman. Borðgrindin er í raun það eina sem Ragna býr ekki til, þar sem hún lætur smíða hana úti í bæ. Engu síður er grindin gerð eftir hugmynd Rögnu, sem rekur svo smiðshöggið á hana. „Ég set grind- ina út í garð og læt hana standa þar í fjórar vikur. Ber sýru á til að flýta fyrir verkinu og læt sjóinn sjá um afganginn. Þá kemur sér- stakur brúnn litur á hana,“ segir Ragna og bætir við að hún setji svo plötuna á og múri flísarnar inn í. Sem fyrr sagði eru borðin sex talsins, en Ragna reiknar ekki með að búa til fleiri borð í sams konar stíl, þar sem henni hefur þótt erf- itt að endurtaka leikinn. Hún er þegar komin langleiðina með að klára borðin en þarf þó ekki að hafa áhyggjur af verkefnaskorti eftir það. Hún er með ýmislegt í pípunum; hugsanlega einkasýn- ingu hérlendis og samsýningu er- lendis. Þeir sem hafa áhuga á að fræð- ast frekar um verk Rögnu geta heimsótt listamanninn á vinnu- stofuna á Nesvegi 109 laugardag- inn 2. febrúar þar sem mósaík- borðin verða til sýnis. - rve Mynstrið varð til í flugvél ● Leirlistarmaðurinn Ragna Ingimundardóttir vinnur ný mósaíkborð nánast frá grunni. Ragna hefur komið víða við. Eftir útskrift kenndi hún meðal annars í Myndlista- og handíðaskólanum og svo í Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● HJARTABOLLINN dreifir ást og friði til þeirra sem úr honum súpa. Þessi ástarbolli er úr postulíni og er tilvalin gjöf við öll tækifæri. Bollinn fæst í vef- versluninni Bits and pieces á www.bitsandpieces.com sem hefur mikið úrval af púsluspilum og frumlegum gjöfum. Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 19. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.