Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 67
LAUGARDAGUR 19. janúar 2008 39 Sýning sem hefur lífsspeki búddismans að leiðarljósi verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 15. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Halldór Ásgeirsson, Erla Þórarinsdóttir, Finn- bogi Pétursson og hinn heimskunni bandaríski vídeólistamaður, Bill Viola, sem sýnir nú í fyrsta sinn hér á landi. Á sýningunni er búddisimi settur í nútímalegt, íslenskt samhengi. Íslensku myndlistarmennirnir sem eiga verk á sýningunni hafa ýmist tileinkað sér búddisma, þekkja vel til hans og nota þá þekkingu í list sinni eða virðast einfaldlega smell- passa í þetta samhengi. Á sýning- unni gefur einnig að líta hefðbundna búddíska hluti. „Flestir Íslendingar þekkja lítið til búddisma og telja hann ekki skipa nokkurn sess í lífi sínu. Fólk gerir sér þó ekki grein fyrir því að margir þættir nútíma- lífs eiga rætur sínar að rekja til búddisma, til að mynda iðkun jóga og bardagaíþrótta. Í sýningunni er varpað ljósi á búddismann frá kunnuglegu sjónarhorni og sýningar- gestir vaktir til umhugsunar um hlutverk búddisma í samfélaginu,“ segir Hannes Sigurðsson, sýningar- stjóri og forstöðumaður Listasafns- ins á Akureyri. Sérstakur gestur sýningarinnar er bandaríski listamaðurinn Bill Viola, en hann er einn virtasti myndlistarmaður heims. Viola hefur lengi verið kenndur við búdd- isma og verk hans takast gjarnan á við stóru málefni tilverunnar. „Þetta er í fyrsta skipti sem Bill Viola sýnir hér á landi,“ segir Hannes. „Ég vildi ólmur fá þetta tiltekna verk á sýninguna þar sem það tekst á við dauðann og tómleik- ann. Í verkinu má sjá endalausa röð syrgjenda sem virðast vera staddir við jarðarför. Þetta er nútímafólk af öllum kynþáttum sem er einfald- lega yfirbugað af sorg. Upplifunin af verkinu er ákaflega sterk enda býður það áhorfandanum upp á að upplifa endalok tilveru, jafnvel sinnar eigin.“ Sýningin stendur til 9. mars. vigdis@frettabladid.is Búdda fyrir norðan ENDALOK TILVERU Brot úr verki Bill Viola á sýningunni í Listasafninu á Akureyri. Tónverk eftir hinn heimsþekkta Fluxus-listamann Philip Corner verða flutt í Nýlistasafninu, Lauga- vegi 26, í kvöld kl. 20. Nýlókórinn, nemendur í Lista- háskóla Íslands og fjöldi hljóðfæra- leikara flytja tónverkin, en flutn- ingi stjórna þeir Hörður Bragason organisti og tónskáldið sjálft, Philip Corner. Verkin sem flutt verða eru samin á árunum 1962-2008 og spanna því langt tímabil í ferli tónskáldsins. Hápunktur tónleikanna verður þó frumflutningur verksins Edda sem Corner samdi sérstaklega fyrir Nýlókórinn. Philip Corner tók þátt í Fluxus- listhreyfingunni frá upphafi og er fyrst og fremst þekktur fyrir til- raunakennd tónverk, tónlistar- spuna, uppákomur og gjörninga, en hann hefur einnig verið virkur tón- listarmaður, myndlistarmaður og rithöfundur. Verk hans eru undir áhrifum frá ólíkum menningar- stefnum, til að mynda asískri tón- listarhefð, skrautskrift og dansi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn. - vþ Edda frumflutt Ólafur Páll Jónsson, lektor í heimspeki við Kennaraháskóla Íslands, stendur fyrir heimspekikaffihúsi þar sem fjallað verður um lýðræði og mannréttindi á kaffihúsinu Bláu könnunni, Hafnarstræti 96 á Akureyri, kl. 11 fyrir hádegi á morgun. Á síðasta ári kom út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags bók efir Ólaf Pál sem nefnist Náttúra, vald og verð- mæti. Í bókinni glímir Ólafur meðal annars við ýmsar grundvallarspurningar um lýðræði, eignarrétt og meðferð valds. Heimspekikaffihúsið er öllum opið og byggist á samræðu viðstaddra um tiltekið efni sem fólk hefur áhuga á að ræða. Fyrir áramót stóð Félag áhuga- fólks um heimspeki á Akureyri og félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri fyrir sex slíkum viðburðum sem allir voru mjög fjölsóttir og urðu kveikja að áhugaverðum umræðum. Því verður haldið áfram með heimspeki- kaffihúsin á nýju ári eftir því sem færi gefast. Róbert Jack, heimspekingur og höfundur bókar innar Hversdagsheim- speki, stóð fyrir fyrsta íslenska heimspekikaffihúsinu haustið 2005. Heimspekikaffihús er ekki háfleyg rökræða nokkurra útlærðra heimspekinga heldur heimspekileg samræða á venjulegu mannamáli. Hver sem er getur tekið þátt í henni svo framarlega sem hann er tilbúinn að hlusta á aðra og færa rök fyrir máli sínu. - vþ Morgunskraf um lýðræði ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON HEIM- SPEKINGUR Stendur fyrir heim- spekikaffihúsi í fyrramálið. TOPSHOP Allar yfirhafnir 2500 19 jan uppselt 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.