Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 68
40 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR Hnattvæðingin tröllreið tískupöllun- um fyrir sumarið 2008 en þar mátti sjá mikið af mynstruðum kjólum og flíkum innblásnum af ættbálka- mynstrum Afríku. Heimsálfan myrka fékk töluverða heimsathygli á síðasta ári þegar ýmsar stór- stjörnur lögðu sitt af mörkum til að vekja athygli á hinni miklu neyð sem þar ríkir, athygli sem hefur meira að segja sett mark sitt á tísku næsta árs. Nígeríski hönnuðurinn Duro Olowu hefur til dæmis slegið í gegn á heimsvísu og var valinn hönnuð- ur ársins í Bretlandi í fyrra, en hann er þekktur fyrir gullfallega kjóla sem hann býr til úr gömlum efnum sem hann finnur víðs vegar um heiminn. Einnig mátti sjá töluverð afrísk áhrif hjá hönnuðum eins og Oscar de la Renta, Christian Lacroix og Emilio Pucci. - amb MYNSTRAÐ Ættbálkamynstur í svörtu og brúnu frá Oscar de La Renta fyrir sumar 2008. utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson SARONG Fjólublátt og brúnt með skrautlegu höfuðfati frá Christian Lacroix fyrir sumar 2008. DIMMBLÁR Æðislegur kjóll með víðum ermum og belti fyrir sumar 2008 eftir Doro Olowu. LITIÐ TIL AFRÍKU ÆTTBÁLKA- MYNSTUR Fallegur svartur og brúnn kjóll frá Oscar de la Renta. GYLLT OG FAGURT Gyllt skyrta og afrískar hálsfestar frá nígeríska hönnuðin- um Doro Olowu. Þegar fólk kaupir sér flík er það sjaldnast að hugsa um hvar hún er búin til, af hverjum og við hvernig vinnuaðstæður. En fatabransinn er flókinn og hver einasta spjör sem við klæðumst á sér langa sögu. Skoðum til dæmis fatnað sem við eigum öll til í fataskápnum: gallabuxurnar. Til þess að búa til einar gallabuxur þarf hráefni frá fimm mismunandi löndum í órafjarlægð frá Íslandi. Þessar einu gallabuxur hafa svo áhrif á fólkið sem ræktar bómullina sem þær eru ofnar úr, og fólkið sem vefur svo gallaefnið og saumar. Þar að auki hafa öll þessi skref líka áhrif á umhverfið. Vissuð þið að það er ótrúlega mikið magn af skordýraeitri notað á bómullarakra? Næstum einn fjórði af allri skordýraeitursnotkun á heimsvísu er notuð á bómull sem er bæði skaðleg umhverfinu og fólkinu sem vinnur við hana. Í dag eru gallaefni mun mýkri og þægilegri en þau voru fyrir þrjátíu árum vegna nýrra mýkingarefna sem einnig geta verið mjög skaðleg bæði fólki og umhverfinu. Svo komum við auðvitað að því hver saumar gallabuxurnar. Þar sem vinnuafl er hræódýrt í þróunarlöndunum, til dæmis í Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, eru gallabuxur oftast framleiddar þar. Sem getur verið gott fyrir fátæk samfélög og skapað atvinnu og tekjur, en hefur því miður oftast í för með sér slæmar vinnuaðstæður, ólöglega og langa vinnutíma, verkafólk langt undir löglegum aldri og í þokkabót lúsarlaun sem veita fólki ekki einu sinni grunnþarfir eins og mat og lækniskostnað. Svo verð- um við líka að hugsa um kostnaðinn við að flytja þessar gallabuxur hálfa leiðina kringum hnöttinn til Evrópu, hvort sem það er með skipi eða flugvél. Öll farartæki nota bensín eða olíu sem menga heiminn okkar og stuðla að loftslagsbreytingum jarðar. Svo þegar gallabuxurnar þínar eru saddar lífdaga enda þær á ruslahaugunum og þar með fara öll kemísk efni úr þeim beint í jarðveginn eða út í andrúmsloftið. En tískubransinn þarf ekkert endilega að vera svona. Við getum öll lagt örlítið af mörkum og margir hönnuðir leggja sig fram við að bæta úr öllum ofangreindum atriðum. Nokkrir hlutir sem við getum haft í huga þegar við kaupum föt eru þessir: Skoðið merkingarnar! „Organic“ þýðir að flík er búin til án eiturefna. „Fair Trade“ þýðir að verkamönnunum voru borguð sann- gjörn laun fyrir vinnu sína. „Recycled“ þýðir endurunnin en margir hönnuðir eru farnir að endurnýta efni. Og svo að kaupa notuð föt! Siðferðileg tíska > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR OFURFYRIRSÆTUR SNÚA AFTUR Nýjasta auglýsingaherferðin fyrir franska tískuhúsið Louis Vuitton skartar sex ofurfyrirsætum. Þær Naomi Camp- bell, Eva Herzigova, Angela Lindvall, Claudia Schiffer, Stephanie Seymour og Natalia Vodianova eru nýju andlit sumarlínu Vuitton sem er hönnuð af Marc Jacobs, en hann klæddi einmitt fyrrgreind- ar stúlkur í hjúkkubúninga á síðustu sýningu tískuhússins. Nýja herferðin er með eindæmum litaglöð og mun birtast í febrúar í helstu tískuritum heims. gamaldags pinnahæla með opinni tá úr svörtu lakki frá miss sixty, kringlunni æðislegan „babydoll“ kjól í klassískum gráum lit. Frá kronkron OKKUR LANGAR Í … silfurlita og dásamlega tösku frá Anya Hindmarch. Fæst í þremur hæðum. Smáralind ÚTSALA 50afsláttur af öllum vörum%+20%viðbótarafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.