Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 78
50 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. bátur 6. holskrúfa 8. líða vel 9. tímabils 11. númer 12. bátur 14. gimsteinn 16. grískur bókstafur 17. í viðbót 18. angra 20. fyrir hönd 21. tikka. LÓÐRÉTT 1. fituskán 3. mun 4. versla 5. sam- stæða 7. eilífð 10. sæ 13. herma 15. listi 16. fálm 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. skip, 6. ró, 8. una, 9. árs, 11. nr, 12. kajak, 14. tópas, 16. pí, 17. auk, 18. ama, 20. pr, 21. tifa. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. ku, 4. innkaup, 5. par, 7. óratími, 10. sjó, 13. apa, 15. skrá, 16. pat, 19. af. Sirrý Sigfús Aldur: 57 ára 17. febrúar Starf: Spákona. Fjölskylda: Sam- býlismaður er Ólafur Einarsson. Börn Sirrýar eru fimm, elst Anní Ólafsdóttir og Sigrún, Davíð, Vigdís og Valdís Viðarsbörn. Foreldrar: Ingibjörg Guðlaugdóttir húsmóðir og Sigfús Pétursson tré- smiður búsettur í Ameríku – bæði látin. Ólst upp hjá afa og ömmu í Reykjavík Ágústa Guðmundsdóttir og Guðlaugur Davíðsson múrara- meistari. Búseta: Bleikugróf í Reykjavík. Stjörnumerki: Vatnsberi Sirrý Sigfús spákona vakti mikla athygli þegar hún færði Davíð Oddssyni spákristalskúlu í afmælisgjöf í Ráðhúsinu. „Ég hef verið að kíkja á það sem er boðið upp á á hlaðborði hótelsins sem strákarnir gista á. Og þótt mér finnist það kannski full þungt í magann - reyktur lax og annað kjöt – þá eru strákarnir ánægðir,“ segir Ingvar Helgi Guðmundsson, oftast kendur við Salatbarinn, en hann er staddur með íslenska landsliðinu á EM í Þrándheimi. Ingvar hefur verið landsliðinu innan handar í mataræðinu og gegnt því starfi, ef starf má kalla, síðustu átta árin. „Já, og er búinn að vera með fjóra landsliðsþjálfara á þessum tíma,“ segir salatkóngur- inn léttur, en hann er því farinn að þekkja landsliðsmennina nokkuð vel. Hann segir að landsliðið njóti augljóslega góðs af fæðunni af Salatbarnum. „Ég meina, landslið- ið í handbolta er meðal topp tíu í heiminum. En hvar er landsliðið í fótbolta? Þeir borða ekki hjá mér.“ Ingvar var með landsliðinu á HM í Magdeburg og bauð þá upp á ávexti fyrir frægan leik gegn Frökkum þar sem landsliðsmenn- irnir kafsigldu Fransmennina. En þótt Ingvar sé kannski ekki með saxið á lofti núna er hann til þjón- ustu reiðubúinn ef eitthvað skyldi koma upp. „Í huga þeirra er aðal- atriðið að fá fjölbreytt fæði, en oft vill brenna við að maturinn er full einhæfur á svona stórmótum. Og ef þeir verða eitthvað ósáttir þá geta þeir hóað í mig hvenær sem er,“ segir Ingvar, sem er því ávallt viðbúinn ef kallið kemur. - fgg Ingvar njósnar um hlaðborðin í Noregi Egill Örn Egilsson, betur þekktur sem Eagle Egilsson, hefur verið þeim Halli Helgasyni, Júlíusi Kemp og Ingvari Þórðarsyni innan handar við uppbyggingu mynd- versins Atlantic Studios á Suður- nesjum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var Egill nýverið tilnefndur annað árið í röð til hinna virtu fagverðlauna ASC fyrir CSI:Miami. „Þetta er nú eiginlega til komið þannig að við Egill leigðum saman á námsárunum okkar úti í Los Angeles,“ segir Hallur þegar Fréttablaðið leitar eftir útskýring- um á þessu samstarfi. „Okkur varð náttúrlega vel til vina enda Egill mikill höfðingi,“ bætir Hallur við. En það var ekki bara vinskapur- inn sem leiddi þessa fyrrverandi námsfélaga saman því Halli var fyllilega ljóst að Egill væri að vinna við bestu aðstæðurnar og í bestu myndverunum úti í Holly- wood. Og þar sem markið er sett hátt á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ var því ekkert óeðlilegt að leita til fyrrum sam- býlismannsins frá Ameríku- árunum. Hallur segir enn fremur að einn af leikmyndahönnuðum CSI sé þeim einnig innan handar. „Þeir hafa verið að ráðleggja okkur með útbúnað og hvaða kröf- ur þarf að uppfylla til að standast ströngustu kröfur besta fólksins,“ segir Hallur en reiknað er með því að myndverið á Suðurnesjunum opni fyrir starfsemi sína á þessu ári. - fgg CSI-menn ráðgjafar við íslenskt kvikmyndaver KLÁR FYRIR KALLIÐ Ingvar Helgi Guðmundsson segist vera klár í að skera niður grænmeti og ávexti ef eftir því verður óskað hjá íslenska landsliðinu í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta var mjög skemmtilegt og forvitnileg blanda; svartur rappari frá New York, armenskur þunga- rokkari og svo íslenskt tónskáld,“ segir Atli Örvarsson en hann semur tónlistina við bandarísku kvik- myndina Babylon A.D. ásamt rapp- aranum RZA og bassaleikaranum úr System of a Down, Shavo Oda- djan. Með helstu aðalhlutverk í myndinni fara þeir Vin Diesel og Gérard Depardieu auk fyrrum Bond-gellunnar Michelle Yeoh en myndinni er leikstýrt af hinum franska Mathieu Kassovitz. Atli semur sjálft tónverkið við myndina og RZA og Odadjan sjá um að semja lög en þríeykið vann síðan að nokkrum hljóðdæmum saman og lauk upptökunum á þeim seint á síð- asta ári. „Ég fékk þarna innsýn í allt annan menningarheim,“ segir Atli, spurður um samstarfið við rappar- ann RZA sem er hvað þekktastur fyrir þátttöku sína í Wu-Tang Clan- hópnum. Hann staðfestir síðan að mýtan um að öllum rappörum fylgi heilt stóð af vinum og kunningjum sé síður en svo uppspuni. „Já, já, hann kom alltaf með félaga sína sem kölluðu sig The Brooklyn Zoo og það var yfirleitt mikið stuð í hljóðverinu,“ segir Atli, sem kunni þó ekki alveg réttu handtökin þegar átti að fagna góðu gengi að hætti rappara en var síðar útskrifaður eftir nokkrar kennslustundir í slík- um fræðum. RZA fékk þó ekki að njóta Stuðkompanísins, hinnar eit- urgóðu grúppu að norðan, enda segir Atli að ekki hafi gefist tími til slíkrar hlustunar. „Hann fékk hins vegar að grípa í harmonikkuna mína,“ bætir Atli við. Íslendingar ættu eitthvað að kannast við titil myndarinnar Babylon A.D. en Morgunblaðið greindi frá því á síðasta ári að hún yrði jafnvel tekin upp hér á landi. Síðar kom í ljós að ekki var nægj- anlega mikill snjór fyrir hendi hér og því héldu aðstandendur hennar til Svíþjóðar. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá var Atli í tónsmíða- hópi óskarsverðlaunahafans Hanz Zimmer í tveimur stærstu mynd- um síðasta árs: The Simpsons og Pirates of the Caribbean, og Zimm- er er ekki víðsfjarri í þessu verk- efni enda framleiðandi tónlistar- hliðar myndarinnar. Síðar á þessu ári verður síðan frumsýnd kvik- myndin Vantage Point en Atli á einnig heiðurinn af tónlistinni í þeirri mynd. freyrgigja@frettabladid.is ATLI ÖRVARSSON: SEMUR TÓNLIST MEÐ RZA ÚR WU-TANG CLAN Íslendingur í rapparastóði Hróður Orra Vigfússonar, þess mikla velgjörðarmanns laxins, heldur áfram að berast víða eftir að hann hlaut hin virtu San Francisco’s Goldman Environmental-verðlaun árið 2007. Þannig er að finna mikla grein Richards C. Morais í Forbes um Orra og frumlega baráttu fyrir viðgangi laxastofns í Norður-Atlantshafi samkvæmt kapítalískri aðferðarfræði. Grein Morais heitir „Hinn stökkvandi fiskur” en Morais gekk með Orra til laxveiða á Íslandi og var mjög hrifinn. Enn fjölgar erfingjunum í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu því framherjinn knái, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, á von á barni með unnustu sinni, Bjarnýju Þorvarðar- dóttur. Frá þessu greinir Bjarný á bloggsíðu sinni. Skötu- hjúin hafa komið sér vel fyrir í höfuðborg Noregs og ef marka má skrif Bjarnýjar ætlar parið að fylgjast vel með Evrópumótinu í handknattleik þar til þau fara til Kanarí á mánudaginn. Auðunn Blöndal hefur verið á fullu við að koma íslenska lands- liðinu aftur í gírinn eftir hrakfarirnar gegn Svíum á fimmtudagskvöldið. Auðunn ákvað að gera samning við Sigfús Sigurðsson sem felst í því að Auðunn fékk að rassskella línu- manninn risavaxna fyrir tapleikinn gegn Svíunum en Fúsi, sem er tröll að burðum, fær að dangla rækilega í bossann á sjónvarpsmann- inum ef „strák- unum okkar“ tekst að leggja Slóvaka að velli í kvöld. - jbg/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI LEITAÐ TIL ÞESS BESTA Egill Örn hefur aðstoðað Atlantic Studios við ýmis atriði. ÁNÆGÐUR MEÐ SAMSTARFIÐ Hallur segir Egil vera vel að sér í þessum málum enda vinni hann við bestu aðstæðurnar úti í Bandaríkjunum. FANN DRAUMINN Atli Örvarsson (að ofan) hefur smám saman verið að fikra sig upp metorðastigann í Holly- wood og semur tónlistina við stórmynd- ina A.D Babylon. Rapparinn RZA hefur áður samið tónlist við kvikmyndir en hann er meðlimur Wu Tang Clan-klíkunnar. Bassa- leikari System Of a Down (lengst til hægri á myndinni hér til hliðar) er einnig með í að semja tónlistina fyrir A.D Babylon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.