Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 21. janúar 2008 — 20. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ósjaldan er sófinn uppáhaldsstaðurinn á heimil- inu en hjá Drífu Bjarnadóttur vill öll fjölskyldan eyða megninu af tíma sínum þar. „Sófinn rúmar alla fjölskylduna en við erum fimm í heimili. Hann er afskaplega notalegur og maður getur legið í honum hvernig sem er – á bakinu, maganum og svo framvegis. Hann er með tungu og skemli þannig að hægt er að gera hann nánast að tvíbreiðu rúmi og því er gott að hrúgast þarna öll saman,“ segir Drífa kímin. Auk þess að hugsa um þrjú böelsta er fi honum nema ég,“ útskýrir Drífa hlæjandi. Sófinn góði var keyptur í Húsgagnahöllinni fyrir tæpu ári og hefur reynst vel. „Við vorum búin að leita lengi að sófa á hagstæðu verði og það sem gerði útslagið er að það er hægt að taka utan af honum áklæðið og þvo en það er afar hentugt þegar maður er með þrjú börn. Svo er áklæðið yrjótt þannig að óhreinindin sjást ekki eins vel,“ segir Drífa glettin. Drífa er ekki ein um að eiga í ástarsamb sófann því aðrir fjöl kh Einskonar nafli heimilisins Það er algeng sjón að sjá Drífu í uppáhaldshorninu sínu með kaffibolla í hendi og fartölvuna á sófanum. Þegar börnin eru á leikskóla og maðurinn í vinnu situr Drífa önnum kafin við lærdóminn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Sjónvörp, mynd-lykla og önnur heimilistæki ætti alltaf að taka úr sambandi áður en farið er að sofa til þess að draga úr eldhættu. Þeim sem finnst of mikið mál að taka allt úr sam-bandi geta fengið fjöltengi með rofa og þá á að vera nóg að slökkva á honum. Myndarammar fást nú á hálfvirði í Rúmfatalagernum og alveg tilvalið að fjárfesta í nokkrum, fara í gegn-um fjölskyldumyndirnar og velja þær bestu úr og skreyta svo veggina með sínum nánustu. Það er nefnilega eitt-hvað svo heimilislegt við það. Púðar í einhverjum fallegum litum í sófan-um og nýjar gardínur í stíl geta gjörbreytt stofunni. Skemmti-legt sturtuhengi og gólfmotta geta gert það sama fyrir baðher-bergið. Oft þarf mjög lítið til þess að breyta heildarmyndinni og gera allt eins og nýtt. Útsala !!Áklæði - Slip cover til sölu og leigu, rúmteppi,brúðarvörur, skreytingar og margt eira !! Sófalist, Garðatorgi, Garðabæ s. 553 0444, www.sofalist.is VEÐRIÐ Í DAG DRÍFA BJARNADÓTTIR Öll fjölskyldan oft í sófanum í einu heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Stór þakgarður með heitum potti Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hugmyndir og hagnýt ráð www.allirmed.is er nýr vefur um fjöl- menningarlegt starf á leikskóla. TÍMAMÓT 16 Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung fasteignir 21. JANÚAR 2008 Fasteignasalan Stakfell hefur til sölu fallega hundrað fermetra íbúð á þriðju hæð við Lauga- veg. Í búðin er 101,3 fermetrar að stærð á þriðju hæð við Laugaveg 40a. Hún skiptist í forstofu, baðherbergieldhús og tvö svefnherber i Ugey l Fallegt eikarparket er á allri íbúðinni nema í for- stofu þar sem eru flísar. Meðfram veggjum eru fallegir hvítlakkaðir gólflistar. Mikil lofhæð er í íbúðinni en í loftinu eru fallegir skrautlistar sem gefa íbúðinni mik- inn karakter. Stór og rúmgóð stofa snýr að Laugavegi Eldhúsinnréttingin er blönd ðð Slakað á í stórum þak-garði með heitum potti Íbúðin er á þriðju hæð í þessu stæðilega húsi við Laugaveg. Kvistavellir 34-40, 221 Hafnarfjörður Bóas Sölufulltrúi 699 6165 boas@remax.is Gunnar Sölufulltrúi 899 0800 go@remax.is Þórarinn Jónsson Hdl.Löggiltur fasteignasali Hringdu núna 699 6165 Verðmetum FRÍTT fyrir þig! 699 6165 Tilbúin til innréttinga, hiti í gólfi HVESSIR Í dag verður vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s sunn- an og vestan til í kvöld. Stöku él suðvestanlands en yfirleitt nokkuð bjart með norður- og austurströnd- inni. Frost víðast 0-7 stig en hlánar smám saman sunnan og vestan til. VEÐUR 4    Hermikrákur Atli Rafn, Hjálmar Hjálmarsson og Freyr Eyjólfsson eru meðal þátttakenda í eftirhermu- keppni Loga Bergmanns. FÓLK 30 ÓLAFUR ODDGEIR SIGURÐSSON Stendur vaktina í Hjartarbúð Þekkir flesta með nafni FÓLK 21 Hrákar á almannafæri „Það kann að vera munur á skrifstofumanninum sem hrækir tyggigúmmíi á götu og langvíunni sem dritar á klettinn,“ skrifar Guð- mundur Andri Thorsson. Í DAG 12 HEILBRIGÐISMÁL Reykjavíkurborg hefur ákveðið að stefna Barnum fyrir að hafa reykklefa innandyra, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Kormákur Geirharðsson hjá Félagi kráareigenda segir að þol- inmæði verta borgarinnar sé að þverra vegna reykingabannsins – engin viðunandi lausn sé í sjón- máli. Farið verði með málið alla leið ef til þarf. „Af hverju ekki að skoða sænsku lögin? Síðan hve- nær erum við meiri púrítanar en Svíar?“ spyr Kormákur. Í Svíþjóð megi hafa reykrými innandyra að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kormákur segir þess jafnframt dæmi að kráareigendur séu farnir að sjá í gegnum fingur sér við þá sem reykja inni í vondu veðri. Rósa Magnúsdóttir hjá umhverf- issviði Reykjavíkurborgar segir aðstöðu Barsins klárlega brjóta í bága við tóbakslög. Aðeins megi reykja úti. Hún bendir jafnframt á að heilbrigðisyfirvöld framfylgi aðeins lögunum og því sé við lög- gjafann að sakast ef veitingamenn eru óánægðir. „Við erum bara að vinna vinn- una okkar. Við höfum skoðað þau úrræði sem við höfum - að kæra og innsigla - og látið á það reyna hvort þeir fari eftir tilmælum okkar.“ - jbg / sjá síðu 46 Barnum stefnt vegna reykingaaðstöðu innandyra: Reykingastríð í uppsiglingu MATVÖRUR Gúrkuskortur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu um helgina þar sem innlendir framleiðendur á agúrkum hafa ekki haft undan við að framleiða gúrkur yfir mesta skammdegið og senda í búðir. Guðlaugur Karls- son, framkvæmdastjóri Sölu- félags garðyrkjumanna, segir að gúrkur geti vantað hluta úr degi í búðum. Búast megi við að innflutningur á gúrkum aukist næstu mánuði. Guðlaugur segir að alltaf sé minna framboð af íslenskum gúrkum á veturna. Það helgist af því að ekki séu allir framleiðend- ur með lýsingarbúnað en það standi til bóta. „Menn hafa vissulega verið að auka framboðið síðustu árin en á sama tíma eykst salan meira en því nemur. Niðurstaðan er sú að það er viðvarandi skortur á gúrkum,“ segir hann. - ghs Sölufélag garðyrkjumanna: Óvenjuslæm gúrkutíð í vetur HJÚKRUNARHEIMILI Svo mikil mann- ekla hrjáir Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði að ákveðið hefur verið að bjóða innflytjendum upp á tveggja mánaða nám á launum gegn því að þeir starfi hjá Hrafn- istu í tvö ár. Í Hafnarfirði er sjö hjúkrunarrýmum Hrafnistu hald- ið auðum vegna manneklu. Alma Birgisdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Hrafnistu, segir að í Hafnarfirði og Reykjavík vanti nú fólk í um þrjátíu stöðugildi í aðhlynningu og sjúkraliða og í Hafnarfirði vanti hjúkrunarfræð- inga í þrjú stöðugildi. Sveinn Skúlason forstjóri segir að ástandið hafi ekki verið jafn- slæmt síðustu tíu ár. Hrafnista hafi stífa reglu um að fólk í aðhlynningarstörfum kunni íslensku en aðeins útlendingar sæki um störfin og því sé brugðið á það ráð að mennta fólkið. „Ástandið hefur verið óvenju- slæmt frá því í haust. Sífellt er verið að segja að spennan í þjóð- félaginu fari minnkandi en það virðist ekki vera þannig,“ segir Sveinn. Hrafnista hefur við dræmar undirtektir auglýst eftir fólki síð- ustu mánuði og hefur því verið ákveðið að koma á legg tilrauna- verkefni þar sem fimmtán inn- flytjendum er boðið upp á tveggja mánaða nám á launum. Miðað er við að bæði starfsmenn innan Hrafnistu, til dæmis úr ræsting- um, og almennt úr samfélaginu geti sótt um. Umsækjendur þurfa að taka stöðupróf. „Skólann köllum við Öldubrjót. Fyrsti mánuðurinn er fyrst og fremst íslenskunám en síðan er stór hluti af náminu að kynnast því hvernig við Íslendingar lifum,“ segir Sveinn. Um þrjátíu umsóknir hafa bor- ist og er miðað við að skólinn hefjist 15. febrúar. - ghs Mennta útlendinga til að manna störfin Þrjátíu manns vantar í aðhlynningu á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Hjúkrunarrými standa auð. Boðið er upp á launað nám gegn starfi í tvö ár. Stigalausir í milliriðilinn Íslenska hand- boltalandsliðið tapaði með níu marka mun fyrir Frökkum á EM í handbolta í gær. ÍÞRÓTTIR 24 OG 26 LÖGREGLUMÁL Árekstur tveggja bíla varð á mótum Kringlumýr- arbrautar og Sæbrautar um miðjan dag í gær. Lögregla segir bílstjóra og tvo farþega hafa verið fasta í bíl sínum eftir áreksturinn. Þeir voru svo fluttir á slysadeild og reyndust meiðsl þeirra lítil. Bílstjóri hins bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Umferðarljósin á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar hafa verið óvirk í rúma viku og nokkrir árekstrar orðið. Að sögn Dagbjarts Sigurbrandssonar, umsjónar- manns umferðarljósa í Reykja- vík, hefur bilun af þessu tagi aldrei komið upp áður. Ekki er vitað fyrir víst hvað veldur en Dagbjartur vonast til að á því ráðist bót í dag. - þeb Ók undir áhrifum fíkniefna: Árekstur á óvirkum ljósum Á SLYSSTAÐ Klippa þurfti þrjá út úr öðrum bílnum. Ökumaður hins bílsins er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /EYÞÓ R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.