Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 4
4 21. janúar 2008 MÁNUDAGUR GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,6062 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,1 65,42 127,54 128,16 95,14 95,68 12,761 12,835 11,884 11,954 10,098 10,158 0,605 0,6086 102,76 103,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR                   ! # $ %    &      &   '    # ( ! %'  ) # $  *+,  -. /+, 01+,2 -. 3+, /+, 13+,  -. 14+,2 -. 11+, 11+, 15+, 6+, 15+,  -. 45+,  17+,  44+,        !  "    #!$!! " " %% " &% %! "  %!  '  %  &%!  " &() '" '*+ %!" %% "" %!  "   #, "'  % ' %  & () '" (' -%!& ! ' . / %!% !# 0"+ ()& 1%%.()%!%) %" ((/$!& "& % !# 2345674869 7 : 6'!!.%!  & 0#!0 ;# /0138 9: :   ;: :     :   &",# & %% . "(<"& -  =        =  - - > =  - = =  - =  LEIKSKÓLAR Leikskólaplássin eru dýrust á Ísafirði ef miðað er við pláss fyrir eitt barn í fullu fæði í nokkrum fjölmennustu sveitar- félögum landsins. Næstdýrust eru þau í Garðabæ. Á Ísafirði kostar leikskólaplássið ásamt fullu fæði 30.448 krónur á mánuði en í Garða- bæ kostar það 29.970 krónur. Klukkustundin á leikskóla er dýrust í Garðabæ, á 3.200 krónur, en það gefur ekki rétta mynd af greiðsluhlutdeild foreldra því leik- skóladvölin er alls staðar niður- greidd. Á Ísafirði er klukkustundin á 2.840 en ódýrust er hún í Reykja- vík, kostar 1.760 krónur. Leikskólafulltrúarnir Guðríður Helgadóttir og Guðrún Helga Bjarnadóttir hafa tekið saman yfir- lit yfir leikskólagjaldskrár tólf sveitarfélaga í landinu. Þau eru Akureyri, Hafnarfjörður, Kópa- vogur, Reykjavík, Garðabær, Seltjarnar nes, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Árborg, Ísa- fjarðarbær, Vestmanna eyjar og Fljótsdals- hérað. Í samantekt- inni kemur fram að ódýrast sé að vera með eitt barn í fullu fæði í leikskóla í Kópavogi. Þar kostar átta tíma vistun með fæði 19.924 krónur. Reykjavík er næstódýrust með 20.150 krónur en annars kost- ar almennt gjald fyrir eitt barn leikskóla á bilinu 22.199 á Akureyri upp í 26.580 krónur í Vestmanna- eyjum. Séu báðir foreldrar í námi, eða um einstætt foreldri að ræða, er leikskólaplássið dýrast á Ísafirði, tæplega 22.500 krónur, og næst- dýrast í Garðabæ eða tæpar 22.300 krónur. Langódýrast er það í Reykjavík, kostar 11.910 krónur og næstódýrast í Kópavogi þar sem það kostar 15.620 kr. á mánuði. Í minnst þremur sveitarfélögum er gjaldfrjáls leikskóli en það er í Súðavík, Hvalfjarðarsveit og Fljótsdalshreppi/Hallormsstað. Halldóri Halldórssyni, bæjar- stjóra á Ísafirði, kemur nokkuð á óvart að leikskólaplássin á Ísafirði komi svo dýr út í samanburði við önnur sveitarfélög þar sem leik- skólagjaldskrá og fæðisgjald hafi lækkað um tíu prósent frá síðustu áramótum. Þá hafi gjaldskráin ekki hækkað frá 2005. Hann bendir á að Ísafjarðarbær hafi farið aðrar leiðir en að lækka bara gjaldskrá. Nú sé frítt fyrir þriðja barn og svo gildi gjaldskráin líka fyrir systkini hjá dagmóður eða í lengdri viðveru í grunnskóla. Þá sé frítt í fjóra tíma fyrir fimm ára börn í leikskóla. „Það má segja að þetta skili sér ekki þegar gerður er strípaður samanburður á gjaldskrám,“ segir Halldór. ghs@frettabladid.is HALLDÓR HALLDÓRSSON Dýrast er að vera með börn í leikskóla á Ísafirði Leikskólapláss er dýrast á Ísafirði miðað við almennt gjald fyrir eitt barn í fullu fæði og næstdýrast í Garðabæ en ódýrast í Kópavogi. Þetta kemur fram í samanburði á gjöldum tólf sveitarfélaga. ÍSFIRÐINGAR GREIÐA HÆSTA GJALDIÐ Íbúar í Ísafjarðarbæ greiða hæsta almenna gjaldið fyrir eitt barn í fullu fæði miðað við gjaldskrána í tólf sveitarfélögum í land- inu. Þeir greiða tæplega 30.500 krónur á mánuði. DÝRUSTU OG ÓDÝRUSTU LEIKSKÓLAPLÁSSIN Almennt gjald fyrir eitt barn með fæði Sveitarfélag Krónur Ísafjörður 30.448 Garðabær 29.970 Seltjarnarnes 27.295 Vestmannaeyjar 26.580 Fljótsdalshérað 26.265 Árborg 25.749 Reykjanesbær 24.350 Mosfellsbær 23.810 Akureyri 22.199 Hafnarfjörður 22.797 Reykjavík 20.150 Kópavogur 19.924 BANDARÍKIN, AP John McCain vann prófkjör Repúblikanaflokksins í Suður-Karolínu um helgina, og Hillary Clinton fékk yfir helming atkvæða í forkosningum demó- krata í Nevada. Aðalkeppinautur hennar um útnefningu flokksins til forsetaframboðs, Barack Obama, fær þrátt fyrir það meiri- hluta kjörmanna Nevada. McCain sagði eftir sigur sinn í Suður-Karolínu að baráttan um útnefningu Repúblikanaflokksins væri „enn galopin,“ en þessi sigur sinn gæfi sér meðbyr í næsta stóra slag í Flórída. Mitt Romney, keppi- nautur McCains, vann í forkosn- ingum repúblikana í Nevada, en lítil barátta fór fram um þá tiltölu- lega fáu kjörmenn sem þaðan koma. Hillary Clinton fékk 51 prósent atkvæða þeirra sem mættu á kjör- fundi Demókrataflokksins í Nevada en Obama 45 prósent. Reglur um útdeilingu kjörmanna ollu því þó að 13 af 25 kjörmönn- um demókrata frá Nevada munu styðja Obama en tólf Clinton. Næst kljást þau Clinton og Obama um atkvæði demókrata í Suður-Karolínu, þar sem yfir helmingur kjósenda er svartur. - aa CLINTON-HJÓNIN FAGNA Hillary og Bill Clinton fagna með stuðningsmönnum í Las Vegas í Nevada á laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forkosningar demókrata og repúblikana í Nevada og Suður-Karolínu: McCain og Clinton hafa betur DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem réðst að öðrum með hafnaboltakylfu, úr fimmtán mánaða fangelsi í átján mánuði. Hann var sakfelldur fyrir að slá fórnarlambið með kylfunni í höfuð og líkama en einnig fyrir að slá hann hnefahöggi í höfuðið. Hlaut fórnarlambið sár og mar í andliti, á brjóstkassa, öxl og framhandleggjum. Árásarmaðurinn var á reynslu- lausn en hann átti eftir að afplána 330 daga af eldri dóm og bættust þeir við í dómnum. - jse Hæstiréttur: Þyngja dóm kylfumanns GEORGÍA, AP Mikheil Saakashvili, forseti Georgíu, sór embættiseið í gær og hét því við það tækifæri að bæta sambandið við Rússa um leið og samband- ið við Bandarík- in og Vesturlönd yrði eflt. Meðan Saakashvili sór embættiseið sinn mótmæltu tugir þúsunda Georgíumanna annars staðar í borginni og kröfðust þess að atkvæðin í forsetakosningunum 5. janúar yrðu talin aftur og að Saakashvili segði af sér vegna kosningasvindls. Georgian Times hafði eftir Reuters um helgina að georgískir embættismenn væru í London til að ákæra Patarkatsishvili, einn af helstu keppinautum Saakashvilis, fyrir að hafa undirbúið byltingu og gert tilraunir til að múta mönnum í Georgíu. - ghs Forseti Georgíu: Sór embættis- eið sinn í gær MIKHEIL SAAKASHVILI KÚBA, AP Um 8,4 milljónir kjósenda streymdu í gær á kjörstaði á Kúbu til að kjósa að forminu til nýtt þjóðþing. Efstur á eina framboðslistanum var hinn 81 árs gamli Fídel Castro. Raúl Castro, yngri bróðir Fídels, sem farið hefur fyrir stjórn landsins í fjarveru hans, tilkynnti að hið nýja þing kæmi saman 24. febrúar og þar yrði nýtt ríkisráð staðfest í embætti. Þrátt fyrir að Raúl hefði tekið við völdum í júlí 2006 hefur Fídel áfram verið forseti ríkisráðsins. Eftir á að koma í ljós hvort hann verði það áfram eða dragi sig formlega í hlé. - aa Kosið á Kúbu: Castro enn í framboði GENGIÐ 18.1.2008

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.