Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 8
8 21. janúar 2008 MÁNUDAGUR RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nána ri up plýsi ngar veita sölu men n og ráðg jafar RV RV U N IQ U E 10 07 06 Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hitablásarar Hinir einu sönnu hitablásarar IÐNAÐUR Samkeppnisstaða íslenskra prentsmiðja gagnvart erlendum prentsmiðjum er verulega skekkt með misháum virðisaukaskatt- greiðslum, segir Haraldur Dean Nelson, forstöðumaður á prent- tæknisviði hjá Samtökum iðnaðar- ins (SI). Lögfræðingar SI kanna nú grund- völl málshöfðunar til að hnekkja þeirri mismunun sem felst í niður- stöðu ríkisskattstjóra í málinu, segir Haraldur. „Hvaða skref við tökum næst er óljóst, en við munum fylgja þessu máli áfram, og fara með það lengra,“ segir hann. Samkvæmt ákvörðun ríkisskatt- stjóra ber að greiða 24,5 prósenta virðisaukaskatt af prentun bóka hjá innlendum prentsmiðjum, auk þess sem sjö prósenta virðisauka- skattur er lagður á vöruna þegar hún er seld neytendum. Semji bóka- útgefendur við erlendar prent- smiðjur þarf hins vegar ekki að greiða virðisaukaskatt í prentunar- landinu, og einungis sjö prósenta virðisaukaskatt þegar bækurnar koma til landsins. „Þetta skekkir augljóslega stöðu íslenskra prentsmiðja í samkeppni við erlendar prentsmiðjur,“ segir Haraldur. Samtök iðnaðarins sendu ríkis- skattstjóra bréf vegna málsins síð- astliðið sumar. Í svarbréfi frá ríkis- skattstjóra segir að leggja beri sjö prósenta virðisaukaskatt á sölu inn- lendra framleiðsluaðila eða prent- smiðja á bókum og tímaritum, en sala á prentþjónustu, svo sem setningu, prentun og þess háttar, beri 24,5 prósenta virðisaukaskatt. Haraldur segir að taka megi undir að vinna við einstaka þætti falli í hærra skattþrepið, en þegar prent- smiðjur afhendi fullunnar bækur sé um sölu á bókum að ræða, sem eigi að falla í lægra skattþrepið. Í flestum tilvikum fá útgefendur bóka, sem stunda virðisaukaskatt- skylda starfsemi, virðisaukaskatt af prentun bókanna endurgreidd- an. Haraldur segir að þrátt fyrir það sé málið réttlætismál, til dæmis fyrir þá sem ekki eru virðisauka- skattskyldir en gefa út bækur eða tímarit, til dæmis félagasamtök. Þá þurfi þeir sem fái skattinn endur- greiddan á endanum engu að síður að leggja út fyrir honum til að byrja með. brjann@frettabladid.is Skatturinn skekkir sam- keppnina Íslenskar prentsmiðjur eiga erfitt með að keppa við erlendar prentsmiðjur. Greiddur er 24,5 prósenta virð- is aukaskattur af íslenskri framleiðslu en sjö prósenta skattur af innfluttum bókum. SI íhuga málshöfðun. PRENTSMIÐJA Borðliggjandi er að hluti af verðmuni á prentun bóka og tímarita hér á landi og erlendis liggur í hærri virðisaukaskatti sem greiddur er hér á landi, segir forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PÓSTDREIFING Íslandspóstur hætti í vor að bjóða upp á gulu miðana með áletruninni „Engan fjölpóst, takk!“ til að líma á póstkassana hjá þeim sem afþakka auglýsing- ar og annan fjölpóst. Ágústa Hrund Steinarsdóttir, markaðs- stjóri hjá Póstinum, segir að ástæðan sé fyrst og fremst samkeppnisleg, aðrir dreifingar- aðilar hafi ekki boðið upp á svona miða eða virt þessa ósk. „Okkur fannst ekki allir sitja við sama borð og þess vegna var þessi ákvörðun tekin hér innan- húss tímabundið til að fá niður- stöðu sem allir gætu sætt sig við. Nefnd með fulltrúum dreifingar- aðila og Póst- og fjarskiptastofn- unar var skipuð. Hún er enn að störfum og ekki komin að niðurstöðu. Ef niðurstaða fæst ekki fljótlega verðum við að ákveða hvað við ætlum að gera,“ segir hún. - ghs Breytingar á þjónustu Íslandspósts: Hætt með gulu miðana EKKI LENGUR Í BOÐI Íslandspóstur býður ekki lengur upp á gulu miðana með áletruninni „Engan fjölpóst, takk!“ til að líma á póstkassa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.