Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 21. janúar 2008 11 Föndurverslun Síðumúli 15 S: 553-1800 Sjón er sögu ríkari FITUBRENNSLA VÖÐVAUPPBYGGING AUKIN ORKA SPORTÞRENNA er góð leið fyrir þá sem vilja styrkja sig til árangurs og auka getu í íþróttum og líkamsrækt. Jafnframt fyrir þá sem vilja auka fi tubrennslueiginleika líkamans. Hver dagskammtur af inniheldur 1 fjölvítamíntöfl u, 2 L-Karnitíntöfl ur og eitt hylki af omega-3 fi tusýrum. www.lysi.is ALÞINGI Bjarna Harðarsyni, þingmanni Framsóknarflokksins, þykir það vond ráðstöfun að hækka komugjöld í heilbrigðis- kerfinu á fullorðna til að mæta tekjutapi sem hlýst af afnámi gjaldanna fyrir börn og unglinga. Segir hann hækkunina koma verst niður á eldri borgurum og öryrkjum. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra bendir á að aldraðir og öryrkjar njóti helm- ingsafsláttar og greiði því 500 krónur. Það sé ekki há fjárhæð. - bþs Bjarni Harðarson, Framsókn: Vont að hækka komugjöld aldr- aðra og öryrkja BJARNI HARÐARSON Alþingismaður. Línuskip komið heim Öflugt línuskip, sem Hraðfrystihús Hellissands hefur keypt frá Noregi, kom til heimahafnar í Rifi í dag. Skipið hefur fengið nafnið Örvar SH 777. Hér er á ferðinni Tjaldur II SH, sem smíð- aður var fyrir K.G. fiskverkun á Rifi árið 1992 ásamt systurskipinu Tjaldi SH. SJÁVARÚTVEGUR Nýr forstöðumaður RHA Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rann- sókna- og þróunarmiðstöðvar Háskól- ans á Akureyri, RHA. Guðrún Rósa er með doktorsgráðu frá Göteborgs Universitet og hefur meðal annars stýrt rannsóknasviði HA, unnið að rannsóknum og úttektum á sviði fjarnáms hérlendis og erlendis og verið framkvæmdastjóri á skrifstofu Rannsóknarþings norðursins. AKUREYRI FÉLAGSMÁL Nýlega veitti Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og trygg- ingamálaráðherra, styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála og er það í fyrsta skipti sem styrkir eru veittir úr þessum nýja sjóði. Alls hlutu sautján aðilar styrki að þessu sinni og nam heildarfjár- hæðin rúmum níu milljónum króna. Var þeim skipt í þrjá flokka, þróunarverkefni, rannsóknir og önnur verkefni. Hæstu styrkina, upp á eina milljón hvert verkefni, hlutu Reykjanesbær vegna verkefnis- ins Hver vegur að heiman, Barna- heill vegna Barna- og unglinga- línunnar, Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst vegna rann- sóknar á afstöðu Íslendinga til inn- flytjenda og Kristín Erla Harðar- dóttir vegna könnunar á viðhorfum til innflytjenda. „Óhætt er að segja að verkefnin sem fengu styrki sýni í raun mjög vel breiddina og gróskuna sem eru í grasrótinni í þessum innflytj- endamálum,“ segir Hrannar B. Arnarson, formaður innflytjenda- ráðs. „Þarna eru bæði sveitar- félög, einstaklingar, stofnanir og rannsóknaraðilar að sýna með ýmsum hætti hvernig hægt er að koma að innflytjendamálum með mismunandi hætti og þarna eru mjög spennandi verkefni.“ - ovd Formaður innflytjendaráðs segir mikla grósku í grasrótinni í innflytjendamálum: Sautján verkefni styrkt um 9 milljónir STYRKÞEGAR MEÐ RÁÐHERRA Hópurinn er mjög fjölbreyttur enda víða unnið að málefnum innflytjenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR RANNSÓKNIR Tuttugu ný leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni voru gefin út af Persónuvernd í nóvember og desember. Meðal þess sem á að rannsaka eru tengsl blóðþrýstings á barnsaldri við hjarta- og æðasjúk- dóma síðar á ævinni, langtímaár- angur eins árs offitumeðferðar á Heilsustofnun NLFÍ, áhrif nálastungumeðferðar á sjálfkrafa byrjun fæðingarhríða, umfang og árangur endurlífgunartilrauna á Landspítalanum og áhrif nála- stungumeðferðar á grindarverki á meðgöngu. - gar Fá persónuupplýsingar: Tuttugu nýjar rannsóknir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.