Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 21. janúar 2008 13 BRÉF TIL BLAÐSINS M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 99 77 0 1 /0 8 5. dagur – 5. útkall Manchester á Hagkaupsverði Kauptu miða á www.icelandair.is í dag og aðeins í dag. 50 FERÐAVINNINGAR Allir kassastrimlar eru happdrættis- miðar. Neðst á strimlinum er 7 stafa númer. Þú ferð inn á www.icelandair.is og slærð þar inn númerið og færð samstundis svar við því hvort þú hafir dottið í lukkupottinn. Hafið sætisólarnar spenntar Við kynnum 24 spennandi áfangastaði Icelandair árið 2008, helgarferðir, sumarævintýri og sérferðir. Nýr ferðabæklingur Icelandair, Mín borg, liggur frammi í öllum verslunum Hagkaupa. Þetta er verslunarstjórinn sem talar Full búð af spennandi Duty Free tilboðum. Duty Free tilboð á sælgæti og fleiru. Ferðadagar Icelandair og Hagkaupa frá 17.–27. jan. Manchester Hvert viltu fara? á 15% afslætti í dag* + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is * Í dag, 21. janúar, bjóðum við 15% afslátt af öllum fargjöldum á Best Price og Economy fargjaldaflokkum til Manchester. Ferðatímabil er til og með 31. desember 2008. UMRÆÐAN Staða fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen fjármála-ráðherra hefur mikið verið í þjóðfélagsumræðunni að undan- förnu vegna ýmissa mála. Heit- asta málið sem hvílt hefur í fangi hans síðustu daga og vikur er umdeild skipan hans sem setts dómsmálaráðherra í embætti héraðsdómara í norðaustur- umdæmi. Hann hefur átt í deilum við dómnefnd sem skilaði honum mati á hæfni umsækjenda um embættið. Þjóðin þekkir málið og út af fyrir sig er ekki þörf á að rekja það hér í smáatriðum. Hitt er annað að í viðtali við hann í Kastljósi Sjónvarpsins fyrir nokkrum dögum varð honum illi- lega fótaskortur. Þegar hann var spurður um það hvort þetta mál leiddi ekki til þess að draga úr trausti almennings á dómskerf- inu, þá brást hann við eitthvað á þá leið að ekki ætti að benda á hann, dómnefndin bæri þá ábyrgð af því að hún leyfði sér að koma fram opinberlega með athuga- semdir við skipan hans. Þessi við- brögð sýna það sem allir eiga að vita að ekki má gagnrýna sjálf- stæðismenn á þennan hátt. Síðan bætti hann við að dómnefndin hefði gert mistök og að hún kynni ekki þær reglur sem hún á að vinna eftir! Ekki benda á mig... aftur! Fjármálaráðherrann sagði aftur ekki benda á mig, þegar umræða fór fram um efnahagsmál á Alþingi sl. fimmtudag. Í umræðunni gagnrýndi greinarhöfundur ríkis- stjórnina fyrir lausatök og aðhaldsleysi í ríkis- fjármálum. Því til rök- stuðnings var bent á að útgjaldaliður fjárlaga ársins 2008 væri hátt í 20% hærri en í fjárlög- um ársins 2007. Var minnt á að í viðtölum við fjölmiðla í desember sl. hefði fjármálaráðherra sagt að mikið aðhald væri í ríkis- fjármálum og hann rökstuddi það með miklum tekjuafgangi fjár- laga. Greinarhöfundur lýsti þeirri skoðun sinni að tekju- afgangur fjárlaga væri ekki rétt- ur mælikvarði á aðhald í ríkis- fjármálum, þróun ríkis útgjalda væri hinn rétti mælikvarði. Ábyrgðarlaus ráðherra Ekki benda á mig, efnahagsþróun síðustu mánaða er fyrrverandi félagsmálaráðherra að kenna vegna þess að hann hækkaði lánshlut- fall íbúðalána Íbúða- lánasjóðs fyrir tæpu ári síðan. Sú breyting hafi haft mest áhrif til neikvæðrar þróunar í efnahagsmálum. Þetta var útspil fjármálaráðherra í umræðunni á Alþingi, sem sagt hann ber enga ábyrgð. Var ekki þessi sami fjármálaráðherra í ríkisstjórn á þeim tíma sem hann vitnar til? Jú, núverandi fjár- málaráðherra var einnig fjár- málaráðherra í ríkisstjórn þegar lánshlutfalli íbúðalána var breytt fyrir tæpu ári síðan, en hann ber að sjálfsögðu enga ábyrgð! Hitt er annað að það er langsótt að halda því fram að breytt láns- hlutfall íbúðalána hafi haft þau afgerandi áhrif á þróun efna- hagsmála sem haldið er fram. Sú umræða er hluti af öðru máli sem snýr að tilvist Íbúðalánasjóðs. Þessi tvö dæmi sýna að fjár- málaráðherrann er ekki á réttu spori. Ráðherra getur ekki leyft sér að ganga fram með þessum hætti, segjast bera ábyrgð á hinu og þessu en þegar hlutir eru gagnrýndir þá er ábyrgðin engin, ekki benda á mig, þetta er öðrum að kenna! Slík framganga er mis- heppnuð tilraun til að beita alkunnri smjörklípuaðferð. Fjármálaráðherra taki sig taki Ég hef ágæta reynslu af sam- starfi við núverandi fjármálaráð- herra og mér er hlýtt til hans. Í mestu vinsemd bendi ég honum á að taka sér tak og koma með ábyrgari hætti fram í umræðum um erfið og umdeild mál. Ráð- herrar verða að geta mætt gagn- rýni á þeirra störf, rætt hana með málefnalegum hætti og axlað ábyrgð. Það gengur ekki að segja ekki benda á mig, þetta var öðrum að kenna. Höfundur er þingmaður Fram- sóknarflokksins. Ekki benda á mig MAGNÚS STEFÁNSSON Gamli, góði Laugavegur Hróbjartur Örn Guðmundsson kennari skrifar: Við Íslendingar erum sem betur fer farnir að átta okkur á því að við eigum ekki mörg hús eftir frá 19. öld og okkur ber að vernda þau. Laugavegur 4-6 er dæmi um þetta. Að sjálfsögðu hefði átt að vera búið að friða þessi hús fyrir löngu. Hér virðist vanta alveg heildstæða stefnu í húsfriðunarmálum og reglur um hvernig megi byggja í gömlum hverfum. Ég er ekki að segja að það megi ekki byggja nýtt en fer ekki best á því að gera það í nýjum hverfum úr því að arkitektum gengur í flestum tilfellum svona illa að samræma nýtt og gamalt? Eða er ástæðan hugsanlega sú að verktakar hafi haft nánast frjálsar hendur um það hvernig uppbygging Laugaveg- ar hefur verið. Þeir sem versla við Laugaveginn eru helst þeir sem ekki kunna vel við sig í nýtískulegum verslunarmiðstöðvum og ferðamenn sem kunna vel að meta gömlu húsin í miðbænum. Með því að gera upp gömlu húsin við Laugaveg höldum við í fjölbreytni í mannlífi, verslun og viðskiptum. Krafa um afsögn Jón Viðar Gunnarsson kerfisforritari skrifar: Ráðning setts dómsmálaráðherra í embætti héraðsdómara við héraðs- dóm Norðurlands eystra og Austur- lands og yfirklór það sem í kjölfarið fylgdi af ráðherrans hálfu er dropi sem fyllir mælinn í embættisfærslu núverandi fjármálaráðherra. Það er alveg ljóst að Árni mun ekki af eigin hvötum segja af sér ráðherradómi og því er krafan sú að forsætisráð- herra skipti honum út. Að ráðast að dómstólum landsins með pólitískri geðþóttaákvörðun sem öllum er ljóst að ráðning Þorsteins er, eru slík afglöp að honum á ekki að vera vært í embætti. Þorsteinn Davíðsson á að afþakka þessa stöðu og verða maður að meiri fyrir vikið. Þorsteinn er sagður maður prúður og góðum gáfum gæddur af þeim sem til hans þekkja og því er það bón mín til hans að hann noti þær gáfur af samviskusemi og réttsýni til að taka rétta ákvörðun og ganga frá borði á skútunni sem hann hefur þegið pláss á. Þjóðin vill ekki meira af illa lykt- andi spillingaröflum og krefst þess að aðskilnaður framkvæmdavalds og dómsvalds sé virtur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.