Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Ósjaldan er sófinn uppáhaldsstaðurinn á heimil- inu en hjá Drífu Bjarnadóttur vill öll fjölskyldan eyða megninu af tíma sínum þar. „Sófinn rúmar alla fjölskylduna en við erum fimm í heimili. Hann er afskaplega notalegur og maður getur legið í honum hvernig sem er – á bakinu, maganum og svo framvegis. Hann er með tungu og skemli þannig að hægt er að gera hann nánast að tvíbreiðu rúmi og því er gott að hrúgast þarna öll saman,“ segir Drífa kímin. Auk þess að hugsa um þrjú börn þar sem hið elsta er fimm ára þá er Drífa í diplómanámi í fiskeldi við Háskólann á Hólum og vinnur að rannsóknarverkefni á hnúfubökum við Háskóla Íslands. „Ég sit eiginlega aldrei við skrifborð, ég sit alltaf í sófanum. Þegar ég er í prófum þá legg ég hann undir mig og þá getur enginn setið í honum nema ég,“ útskýrir Drífa hlæjandi. Sófinn góði var keyptur í Húsgagnahöllinni fyrir tæpu ári og hefur reynst vel. „Við vorum búin að leita lengi að sófa á hagstæðu verði og það sem gerði útslagið er að það er hægt að taka utan af honum áklæðið og þvo en það er afar hentugt þegar maður er með þrjú börn. Svo er áklæðið yrjótt þannig að óhreinindin sjást ekki eins vel,“ segir Drífa glettin. Drífa er ekki ein um að eiga í ástarsambandi við sófann því aðrir fjölskyldumeðlimir njóta þess að hreiðra um sig þar við ýmis tækifæri. „Stelpurnar leika sér ekki inni í herbergi heldur ná þær í dótið og koma með það fram í sófa þannig að þarna hangir öll fjölskyldan saman. Þetta er aðalsam- komustaðurinn,“ segir Drífa og bætir við að það sé kostur að sófinn er ekki mjög hár og með mjúkum hornum þannig að litlu krílin slasa sig síður þegar hamast er í honum. hrefna@frettabladid.is Einskonar nafli heimilisins Það er algeng sjón að sjá Drífu í uppáhaldshorninu sínu með kaffibolla í hendi og fartölvuna á sófanum. Þegar börnin eru á leikskóla og maðurinn í vinnu situr Drífa önnum kafin við lærdóminn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Sjónvörp, mynd- lykla og önnur heimilistæki ætti alltaf að taka úr sambandi áður en farið er að sofa til þess að draga úr eldhættu. Þeim sem finnst of mikið mál að taka allt úr sam- bandi geta fengið fjöltengi með rofa og þá á að vera nóg að slökkva á honum. Myndarammar fást nú á hálfvirði í Rúmfatalagernum og alveg tilvalið að fjárfesta í nokkrum, fara í gegn- um fjölskyldumyndirnar og velja þær bestu úr og skreyta svo veggina með sínum nánustu. Það er nefnilega eitt- hvað svo heimilislegt við það. Púðar í einhverjum fallegum litum í sófan- um og nýjar gardínur í stíl geta gjörbreytt stofunni. Skemmti- legt sturtuhengi og gólfmotta geta gert það sama fyrir baðher- bergið. Oft þarf mjög lítið til þess að breyta heildarmyndinni og gera allt eins og nýtt. Útsala !! Áklæði - Slip cover til sölu og leigu, rúmteppi, brúðarvörur, skreytingar og margt fl eira !! Sófalist, Garðatorgi, Garðabæ s. 553 0444, www.sofalist.is            Matreiðslunámskeið Heimsreisa bragðlaukanna kynnist framandi kryddum oglærið að matreiða holla og ljúffenga grænmetisrétti á einfaldan máta. Nánari upplýsingar á modirnattura.is og í síma 862-8296. Kennarar: Valentína Björnsdóttir og Karl Eiríksson. Staður: Hússtjórnarskóli Reykjavíkur Eins dags námskeið Dagana: 26 janúar, 2 febrúar, 9 febrúar 16 febrúar. Tími: Kl 10-15.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.