Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 21. janúar 2008 21 Kiefer Sutherland losnar úr fangelsi á mánudagsmorgun. Leikarinn hóf 48 daga afplánun sína 5. desember eftir að hafa brotið skilorð sitt með því að aka undir áhrifum áfengis. Sutherland þykir hafa hegðað sér vel í fangelsinu, þar sem hann þurfti að eyða jólunum og halda upp á afmæli sitt. „Hann er ekki ánægður hérna en það sést á hegðun hans að hann sér eftir að hafa brotið af sér og hann tekur fulla ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði talsmaður fangelsisins. Leikarinn Ian McKellen skrifar á bloggsíðu sinni um kynni sín af Brad Renfro, sem lést á dögunum, aðeins 25 ára. Þeir léku saman í myndinni Apt Pupil og ber McKellen Renfro vel söguna. „Hann var góður leikari og þegar við unnum saman var hann staðráðinn í að njóta almennr- ar viðurkenningar. Eins og Todd, hinn þjáði unglingur í Apt Pupil, átti hann við innri ára að stríða. Hann var aðeins 25 ára og það er hræðilegt að vita til þess hverju hann hefði getað áorkað,“ sagði McKellen. FRÉTTIR AF FÓLKI Laura McLaughlin, tuttugu ára guðdóttir Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra Manchester United, segist ganga með barn Pete Doherty. Þau eru þó ekki saman, því Doherty hefur upp á síðkastið ítrekað verið orðaður við nítján ára gamla fyrirsætu, Portiu Freeman að nafni. McLaughlin segir í viðtali við News of the World að Pete viti af barninu, en að þau talist bara við í síma. Doherty hefur neitað þessu, og segir í gegnum talsmann sinn að hann þekki enga Lauru McLaughlin. Hann á fyrir soninn Astile, fjögurra ára, með Lisu Moorish. Pete að verða pabbi KANNAST EKKI VIÐ BARNIÐ Pete Doherty segist ekki þekkja neina Lauru McLaughlin. Hún kveðst ganga með barn hans. NORDICPHOTOS/GETTY Sjoppum fækkar ört á Íslandi. Hver af öðrum gefast sjoppueigendur upp fyrir harðri samkeppni klukkubúða og bensínstöðva. Sjoppur sem enn hafa opið berjast með því að víkka starfssvið sitt, eru með videóleigu og grill. Í Hjartarbúð á Suðurlands- braut ræður Ólafur Oddgeir Sigurðsson ríkjum og hefur gert í ellefu ár. „Já, það hafa mjög margar sjoppur hætt á síðustu tíu til fimmtán árum,“ segir Ólafur. „Það er orðið allt annað landslag í verslunarrekstri. Það sem hefur bjargað mér er að ég hef staðið vaktina sjálfur. Ég opna klukkan átta og hef opið til sjö, og ellefu til fjögur á laugardögum. Mér sýnist að sjoppur fari fljótlega á hausinn ef eigendurnir vinna ekki í þeim. Með því að vinna hér sjálfur hefur mér tekist að halda verðinu niðri. Verðið hér er ekkert sjoppu- verð, meira eins og hjá kaupmanninum á horninu.“ Ólafur segist ekki ætla að bæta videóleigu við rekstur- inn – „enda skilst mér að það sé deyjandi fyrirbæri,“ segir hann. „Ég er með lottó sem trekkir og samlok- ur. Það var meira um rennandi traffík einu sinni. Nú staldra margir lengur við, lesa blöðin og fá sér kaffi. Ég býð upp á ókeypis kaffi allan daginn. Kúnnarnir eru sirka 90 prósent fólk sem vinnur hér í fyrirtækjunum í kring. Maður þekkir flesta með nafni, þetta eru allt orðnir vinir manns. Það má eiginlega segja að ég sé í þessu ánægjunnar vegna.“ Sjoppueigandinn Ólafur lítur á sig sem verslunar- mann. „Ég byrjaði hjá Silla og Valda árið 1964. Það var miklu meira gaman í þessu þá – en kannski er það nú bara fortíðarþrá í mér. Ég byrjaði sem sendill á sérstöku sendlahjóli. Í búðinni var osturinn skorinn niður og seldur eftir máli og rúsínurn- ar vigtaðar. Eftir að Silli og Valdi hættu tók ég við einni búðinni þeirra og var með Verslun Óla Geirs á Hring- braut í fimm ár.“ Ólafur segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á lýsingarorðinu „sjoppulegur“ sem er orðið fast í málinu og aðspurður hvort hann hyggist færa sig upp á skaftið í verslunarrekstri hlær hann og segir: „Ég held nú að Baugur þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur. Það er ekki yfirtökutilboð á leiðinni frá mér.“ - glh Þekkir flesta með nafni EINN FÁRRA SJOPPUEIGENDA SEM EFTIR ERU Ólafur Oddgeir Sigurðsson stendur vaktina í Hjartarbúð á Suðurlandsbraut. Hann segir að sjoppur fari fljótlega á hausinn ef eigendurnir vinna ekki sjálfir í þeim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.