Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 21. janúar, 21. dagur ársins. 10:41 13:39 16:37 10:44 13:23 16:04 Af einhverjum ástæðum leitar ákveðin dæmisaga aftan úr forneskju á hugann. Sumir segja að þessi dæmisaga sé samin af Æsóp sem var þræll hjá Grikkjum um miðja sjöttu öld fyrir fæðingu Krists. Sagan fjallar um björn og býflugur og er svona: BJÖRN nokkur varð fyrir býflugubiti. Sársaukinn gerði björninn svo reiðan að hann leitaði uppi býflugnabúið og velti því um koll. Við þessa árás fauk í býflug- urnar og þær réðust á björninn og stungu hann af slíkri heift að hann lagði á flótta og átti fótum fjör að launa. Þar sem björninn sat og sleikti sár sín fór ekki hjá því að sú hugsun læddist að honum að skynsamlegra hefði verið að umbera eina misgjörð í stað þess að kalla yfir sig með ofstopa þús- und árásir miklu verri. ÞESSA dæmisögu hefur Æsóp hugsanlega samið með það í huga að vara birni framtíðarinnar við því að beita afli sínu með óskyn- samlegu offorsi. Samt hefur trú- lega aldrei hvarflað að honum að nokkur björn ætti eftir að beita kröftum sínum til að breyta dóms- kerfi samfélagsins í unglinga- vinnu til að gleðja sextugan vopna- bróður sinn. Né heldur að einhver padda ætti eftir að stinga þann björn í bakið sem helst voru bundnar vonir við að gæti með tíð og tíma orðið dugandi býflugna- bóndi. FORNAR dæmisögur eru heill- andi vegna þess að þær segja okkur að eðli manna og dýra hefur furðulítið breyst þótt árþúsund líði. Ennþá misbeita grunnhyggnir birnir afli sínu og kalla yfir sig andúð heilla þjóða. Ennþá reita litlar býflugur stóra birni til reiði jafnvel þótt þær eigi það á hættu að reiðin beinist að býflugnabúinu sem varðveitir hunangið sem nærir þær. HINN augljósi boðskapur þessar- ar fornu dæmisögu er að það sé skynsamlegt fyrir bæði birni og býflugur að halda ró sinni. Nákvæmlega eins og forsætisráð- herrann segir núna að sé svo mikilvægt til þess að það fari ekki allt til fjandans hérna í litla býflugnabúinu okkar. BOÐSKAPURINN getur líka verið sá að birnir og býflugur sem afla hunangs með svo ólíkum aðferðum verði seint til friðs hvað svo sem allri skynsemi líður – og öllum ráðleggingum um að halda ró sinni. Djúpvitur maður, þrællinn Æsóp. Birnir og býflugur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.