Fréttablaðið - 22.01.2008, Side 1

Fréttablaðið - 22.01.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 2008 — 21. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Rósa Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- málaráðuneytinu, skipti úr karate yfir í taichi.„Ástæðan fyrir því að ég fékkum þegar þú berð virðingu fyrir sjálf þ Rósa og segi þ List sem styrkir líkamann Rósa Guðmundsdóttir æfir taichi hjá Heilsudrekanum og segir það góða leið til að vekja líkamann á morgnana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á FORSENDUM HESTSINSÞriggja helga reiðnámskeið fyrir atvinnumenn í hestamennsku er að hefjast hjá Hólaskóla á næstunni.NÁM 4 ÆTLA AÐ LÁTA VERKIN TALA Eftir að læknar hurfu úr neyðarbílum eiga landsmenn líf sitt undir bráðatæknum. HEILSA 2 40-70% afsláttur Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5• Sími: 581 2141 þorrinn Íslenskur blóðmör í AfríkuNamibíubúinn Stefán Jón Hafstein heldur þorrablót með slátri og fjallagrasa-snafs að heiman. BLS. 6 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 Ólafur verður með Ólafur Stefáns- son verður í eldlínunni á ný gegn Þjóðverjum í dag. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG STJÓRNMÁL Ólafur F. Magnússon, oddviti lista Frjáls- lynda flokksins og óháðra, myndaði í gær meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur með Sjálf stæðis flokknum. „Við getum fullvissað ykkur um það að þetta meirihlutasamstarf hvílir á traustum málefna legum grunni,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi sem nýr meirihluti hélt á Kjarvalsstöðum klukkan sjö í gærkvöld. Ólafur verður borgarstjóri á fyrri hluta þess sem eftir er af kjörtímabilinu en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, tekur við borgarstjórastólnum að rúmlega ári liðnu. Vilhjálmur verður formaður borgarráðs. Þreifingar á milli Ólafs og sjálfstæðismanna hófust um helgina. Samkomulag milli Vilhjálms og Ólafs náðist þó ekki fyrr en seinni partinn í gær á fundi heima hjá Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, við Hávallagötu. Ólafur og sjálfstæðismenn hafa náð samkomulagi um að Reykjavíkurflugvöllur verði sýndur í óbreyttri mynd í aðalskipulagi á meðan rannsóknir standa yfir vegna nýs flugvallarstæðis á höfuðborgar svæðinu. Ólafur sagði ágreining hafa verið um flug völlinn og verndun götumyndar við Laugaveg innan meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Frjálslynda og óháðra. Vilhjálmur sagði þá Ólaf hafa góða reynslu af samstarfi þeirra og traust ríkti á milli þeirra. „Nýr meirihluti mun vinna saman á traustum grunni og það ríkir samhugur um þau verkefni sem við höfum náð samkomulagi um,“ sagði Vilhjálmur. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri grænna, sagði Sjálfstæðisflokkinn neyta allra meðala til að komast að völdum. „Sjálfstæðismenn eru þeirrar skoðunar að þeir eigi að vera í meirihluta og það sé þeirra frumburðarréttur. Það er verulegt umhugs- unar efni fyrir okkur sem erum félagshyggjufólk hvort við getum nokkurs staðar staðið að því að Sjálfstæðisflokkurinn fari með völd,“ sagði Svandís í Ráðhúsi Reykjavíkur að loknum blaðamannafundi nýmyndaðs meirihluta. - mh / sjá síðu 4 RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR Kannski of gömul til að vera að banka fólk heilsa nám Í MIÐJU BLAÐSINS ÞORRINN Stefán Jón Hafstein etur blóðmör í Namibíu Sérblað um þorrann FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Vilja ná aukinni samstöðu Ungliðadeild hjúkrunarfræðinga stofnuð. TÍMAMÓT 18 EGILL ÓLAFSSON Þursarnir merkilega lítið ryðgaðir Óútgefið efni kynnt á 30 ára afmælinu FÓLK 24 Endurnærður í Póllandi Gunnar Þorsteinsson lætur vel af detox-ferð sinni til Póllands með Jónínu Ben og fleiri Íslendingum. FÓLK 30 Hefur þú auga fyrir góðri hönnun? A3 Sportback STORMVIÐVÖRUN! - Nú með morgninum verður suðaustan stormur sunnan og vestan til. En í dag verður hvassviðri eða stormur víða um land. Rigning um mest allt land en úrkomuminnst fyrir norðan. Hiti 3-8 stig. VEÐUR 4    Ólafur F. myndar nýjan meirihluta Sjálfstæðismenn og Ólafur F. Magnússon mynduðu í gær meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur verður borgarstjóri en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður borgarráðs. Umhugsunarefni fyrir félagshyggjufólk segir Svandís Svavarsdóttir. Í BRENNIDEPLI Hlutirnir gerðust hratt í gær þegar nýr meirihluti var myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon, oddviti frjálslyndra og óháðra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, sjást hér ganga inn á blaðamannafund á Kjarvalsstöðum þar sem nýr meirihluti var kynntur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hvað á kennitalan að heita? Jónína Michaelsdóttir er ekki lengur kona sem hefur tiltekna kennitölu, heldur er hún kennitala sem heitir Jónína. Í DAG 16 Dagur B. Eggertsson: Skipti án ástæðu „Þetta kemur upp úr þurru,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Satt að segja man ég ekki eftir að meirihluta- skipti hafi áður orðið án ástæðu. Við höfðum í okkar hópi farið yfir málefni flugvallarins, mis læg gatnamót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar og húsnæðismál. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki síst sótt að Ólafi undan- farið.“ Dagur segist hafa heyrt af myndun nýja meirihlutans skömmu áður en tilkynnt var um hann á blaðamannafundi. - jse

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.