Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 4
4 22. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR                    NÝR MEIRIHLUTI Í BORGARSTJÓRN MÁLEFNASAMNINGUR ■ Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd í aðalskipulagi meðan rannsóknir standa yfir á nýju vallarstæði. ■ Leitað verður leiða til að varð- veita 19. aldar götumynd Lauga- vegarins og miðborgarinnar eins og kostur er. ■ Framkvæmdir hefjist sem fyrst við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. ■ Staðarvali og undirbúnings- vinnu vegna lagningar Sunda- brautar verði lokið sem fyrst. ■ Almenningssamgöngur verði efldar. ■ Fjölgun hjúkrunarrýma og þjón- ustuíbúða fyrir aldraða. ■ Efling og samþætting heima- þjónustu og heimahjúkrunar. ■ Tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verða hækk- uð verulega. ■ Fasteignaskattar á íbúðarhús- næði lækkaðir á árinu. ■ Félagslegum leiguíbúðum verði fjölgað um 100 á ári. ■ Framboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur verði tryggt. ■ Þjónusta leikskóla og grunnskóla verði aukin og faglegt og fjár- hagslegt sjálfstæði þeirra styrkt. ■ Öryggi í miðborg Reykjavíkur verði aukið. ■ Átak í merkingu og varðveislu sögufrægra staða. ■ Lögð áhersla á verndun óspilltrar náttúru og dregið úr mengun. ■ Orkuveita Reykjavíkur og orku- lindir hennar verða áfram í eigu almennings. „Svona utan frá séð virkar þetta á mig sem ofboðsleg gengisfelling heiðar- legra og málefna- legra stjórnmála. Ég á hreinlega eftir að láta segja mér það einu sinni eða tvisvar í viðbót að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera þetta,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. - þeb Steingrímur J. Sigfússon: Óheiðarlegt „Það sem gerist þarna er að sjálf- stæðismenn ein- faldlega kaupa Ólaf með því að afhenda honum borgarstjóra- stólinn. Sjálfstæðis- menn hafa verið alveg veikir að komast aftur til valda í borginni og þannig er með þann flokk að völdin í Reykjavík eru ekki síður mikils virði en í landsmálunum, og kannski enn frekar,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. „Þetta er veikur meirihluti að mínu mati og ég trúi því að hann verði ekki langlífur. “ - shá Valgerður Sverrisdóttir: Keyptu Ólaf F. „Þetta eru slæm tíð- indi fyrir borgarbúa því fráfarandi meiri- hluti hafði staðið sig mjög vel og naut trausts meðal borgarbúa,“ segir Ágúst Ólafur Ágústs- son, varaformaður Samfylkingarinnar. „Ólafur skuldar kjósendum frekari skýringar á því af hverju hann ákveður að sprengja meirihlutann,“ segur Ágúst. - þeb Ágúst Ólafur Ágústsson: Þarf skýringar „Ég hef engar for- sendur til að meta þessa stöðu öðruvísi en svo að búið sé að mynda sterkan meirihluta. Hann er allavega ekki veikari en sá sem starfaði á undan,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Vilhjálmur nýtur fullkomins trausts flokksforystunnar enda hefur hann sýnt í störfum sínum að hann er traustsins verðugur. Hann hefur sagst hafa gert mistök en hann hefur alltaf staðið sig ákaflega vel sem sveitarstjórnarmaður.“ Arnbjörg Sveinsdóttir: Nýtur trausts „Þetta er sú niður- staða sem við reyndum að ná strax eftir borgarstjórnar- kosningarnar,“ segir Guðjón Arnar Kristj- ánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Miðað við það sem lesið var upp af sameiginlegum mark- miðum í málefnaskrá er ég sáttur við ýmislegt. Mér finnst Ólafur hafa náð þó nokkuð miklu fram af því sem hann stóð fyrir í kosningabaráttunni.“ Guðjón á ekki von á að sú staðreynd muni hafa áhrif að varamenn Ólafs styðji ekki nýjan meirihluta. Það sé þó undarlegt að svo sé. - þeb Guðjón Arnar Kristjánsson: Sáttur við ýmislegt 58,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönn- un Fréttablaðsins 11. janúar sögðust styðja fráfarandi meirihluta Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkur fengi sjö borgarfulltrúa, Samfylking sex og Vinstri græn tvo. Framsóknarflokkur og Frjáls- lyndi flokkurinn kæmu ekki manni að. Stuðningur við meirihluta borgarstjórnar hafði aukist lítillega frá könnun blaðsins, sem gerð var 13. október, tveimur dögum eftir að tilkynnt var um nýjan meirihluta. Þá sögðust 56,5 prósent styðja nýjan meirihluta. - shá FRJÁLSLYNDIR ÚTI SAMKVÆMT SÍÐUSTU KÖNNUN STJÓRNMÁL Margrét Sverrisdóttir styður ekki Ólaf F. Magnússon og mun slíta borgarstjórnarsamstarf- inu komist hún í aðstöðu til þess. Margrét hefur sagt við Fréttablaðið að ef hún komi inn í stað Ólafs F. muni hún fella stjórnina. Þegar tilkynnt var um nýjan meirihluta sagðist Ólafur F. ekki viss um afstöðu Margrétar. „Það mun koma í ljós á næstu dögum,“ sagði Ólafur þegar hann var inntur eftir því hver staða Margrétar væri. Þegar Fréttablaðið náði tali af Gísla Marteini Baldurssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, skömmu eftir að tilkynnt var um nýjan meirihluta vissi hann ekki hver afstaða Margrétar væri. „Við treystum því að Frjálslyndi flokkurinn vinni farsællega úr sínum málum,“ sagði hann spurður um hvort samstarfið væri ekki ótraust ef varamaður Ólafs styddi ekki nýja meirihlutasamstarfið. Einar Mar Þórðarson stjórnmála- fræðingur segir að borgarfulltrúi geti ekki komið í veg fyrir að vara- maður taki sæti hans í fjarveru sinni. „Margrét er klárlega kosin varamaður hans og ef hann forfall- ast eða kemst ekki á fundi tekur hún sæti hans nema að hún ákveði annað,“ segir hann. „Hún gæti þá lagt fram vantrauststillögu á borgar stjóra eða meirihlutann. En það er spurning hvort það væri klókt af henni að gera það ef hún kæmist inn á einn fund því þá gæti Ólafur jafnvel leiðrétt það á næsta fundi. Þetta er vissulega mjög var- hugaverð staða því Ólafur verður helst að vera á öllum fundum og það gæti reynst honum erfitt því venjulega verður borgarstjóri til dæmis að vera mikið erlendis.“ Hann segir enn fremur að þótt Ólafur gengi í Sjálfstæðisflokkinn breytti það engu um það að Mar- grét væri varamaður hans. Þar sem ekki er heimilt sam- kvæmt lögum að kjósa til borgar- stjórnar nema á fjögurra ára fresti gefst ekki kostur á að boða til nýrra kosninga. „Borgarfulltrúarnir verða því að mynda borgarstjórn úr þessum mannskap hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ Viðbrögð núverandi minnihluta Margrét Sverrisdóttir gagnrýndi framgöngu Ólafs F. harðlega. „Mér finnst það mikil vonbrigði að Ólafur skuli vinna eins og raun ber vitni, án samráðs við mig og Guðrúnu Ásmundsdóttur sem er í þriðja sæti,“ segir Margrét. „Mér finnst þetta forkastanleg vinnubrögð af hans hálfu.“ „Mér finnst þetta undirstrika að Sjálfstæðisflokkurinn neytir allra meðala til að komast að völdum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna. jse@frettabladid.is Margrét styður ekki nýjan meirihluta Ólafur F. getur ekki komið í veg fyrir að Margrét Sverrisdóttir taki sæti hans ef hann kemst ekki til fundar. Hún segist fella stjórnina fái hún tækifæri til þess. RÁÐHÚSIÐ Fulltrúar gamla meirihlutans, þau Björn Ingi Hrafnsson, Margrét Sverris- dóttir, Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir, hittust í Ráðhúsi Reykjavíkur stuttu eftir að nýr meirihluti hafði tilkynnt um stjórnarskipti í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.