Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.01.2008, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. janúar 2008 ffimálin LJÓÐ ÚR KARPINU Tilkynning til samninganefndar ÍSAL Hér erum við Hlífarmenn mættir höfðingjar langt fram í ættir. Engin úrtölusvör eða undirmálskjör, hér duga ef nást eiga sættir. Launamunur Stærri hlutur verkafólksins væri og varanlegri ef sú yrði raunin, að hæsta kaupið aldrei hærra færi en 100% umfram lægstu launin. Þá legðist af sá ljóti íhaldssiður að lægsta kaupið ekki hækka mætti og nirfilsháttur allur félli niður með núverandi nískupúkahætti. Strax og hæstu launin hækkun fengju, hækka bæri lága kaupið líka, þó af göflum eflaust ýmsir gengju og geðill yrði gömul valdaklíka. Í tilefni af þriggja mánaða seina- gangi hjá Launanefnd sveitar- félaga varðandi kjarasamnings- gerð við Verkalýðsfélagið Hlíf og Samiðn, sendi Sigurður Tr. Sig- urðsson, fyrrverandi formaður Hlífar, nefndarmönnum þetta viðurkenningarskjal, með von um að menn „þoli við nokkra fundi án þess að fljúga heim“: (29. mars 2001) Ársfjórðung þið hafið eytt og ósköp lítið unnið. Hugann að því hef ég leitt hvort til verka kunnið. Ykkur vil ég vara við verulegum háska, að úti er um allan frið eftir næstu páska. Hættið flökti til og frá, flest þá betur gengur því biðlund okkar bresta má, við bíðum ekki lengur. Til Launanefndar sveitarfélaga (Um launakjör 2001) Til árangurs hann ekki er ykkar vinnuháttur, hvimleið seinkun sýnist mér og stanslaus undansláttur. Fyrst er tafið, svo er treint, tvístígið og gaufað. Allt sem seinkar er hér reynt og áfram síðan paufað. Einn er gjarnan öðru í, annar er til vara. Þriðji þarf að fara í frí, fjórði er hér bara. Ykkar slugs og sífelld bið strik í reikning setur. Haustverkin þið hangið við og hummið fram á vetur. Ei mér litist á þann sið ef allir ynnu svona. Undantekning eruð þið ætla ég að vona. Úr safni Sigurðar Tr. Sigurðs sonar, fyrrverandi formanns Hlífar í Hafnarfirði. Borgarráð hefur samþykkt til- lögu mannréttindaráðs borgar- innar um að 16. maí verði fram- vegis mannréttindadagur Reykjavíkurborgar. Þann dag árið 2006 samþykkti borgarstjórn mannréttindastefnu borgarinnar og í kjölfarið var mannréttindanefnd sett á lagg- irnar um leið og jafnréttisnefnd var lögð niður. Nefndinni var síðar breytt í ráð. Á mannréttindadeginum verður mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar úthlutað. - bþs Þess minnst að mannréttindastefna borgarinnar var sett: 16. maí helgaður mannréttindum RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 99 77 0 1 /0 8 6. dagur – 6. útkall Minneapolis á Hagkaupsverði Kauptu miða á www.icelandair.is í dag og aðeins í dag. 50 FERÐAVINNINGAR Allir kassastrimlar eru happdrættis- miðar. Neðst á strimlinum er 7 stafa númer. Þú ferð inn á www.icelandair.is og slærð þar inn númerið og færð samstundis svar við því hvort þú hafir dottið í lukkupottinn. Hafið sætisólarnar spenntar Við kynnum 24 spennandi áfangastaði Icelandair árið 2008, helgarferðir, sumarævintýri og sérferðir. Nýr ferðabæklingur Icelandair, Mín borg, liggur frammi í öllum verslunum Hagkaupa. Þetta er verslunarstjórinn sem talar Full búð af spennandi Duty Free tilboðum. Duty Free tilboð á sælgæti og fleiru. Ferðadagar Icelandair og Hagkaupa frá 17.–27. jan. Minneapolis Hvert viltu fara? á 15% afslætti í dag* + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is * Í dag, 22. janúar, bjóðum við 15% afslátt af öllum fargjöldum á Best Price og Economy fargjaldaflokkum til Minneapolis. Ferðatímabil er til og með 31. desember 2008.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.